Austurland


Austurland - 03.02.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 03.02.1956, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 3. febrúar 1958. AUSTXJRLAND Skattahækkun Frambald af 1. síðu. árekstra, því verkalýðurinn hlýt- ur að snúast til varnar. Það er fjarstæða að halda því fram, að eftir að kaup hefur lækk- að um 20—30% og er svo hækk- að aftur um nokkurn hluta þess, valdi það verðbólgu. Hver maður veit, að það eru ekki kauphækk- anirnar sem valda verðbólgu, heldur öfugt. Það er verðbólgan, sem veldur kauphækkun. Deilt um hver á að bera I byrðarnar Enginn ágreiningur er um það, að óhjákvæmilegt er að veita framleiðsluatvinnuvegunum stuðn- ing. Það sem fyrst og fremst er deilt um er hvar á að taka féð. Ríkisstjórnin vill skattleggja all- an almenning, en sósíalistar vilja taka féð af þeim, sem rakað hafa saman fé á því að verzla við út- gerðina og af hermöngurum. Lúðvík gerði grein fyrir tillög- um sósíalista um fjáröflun. Það á að taka féð af okur- gróða þeirra, sem mest féfletta útgerðina. Athugum nú gróða þeirra, sem mest skipti hafa við hana. Bankarnir greiði 25 milljónir Samkvæmt skýrslu Fram- kvæmdabankans græða bankar og sparisjóðir 50—60 millj. á ári, Hlutur sparisjóða í upphæðinni er hverfandi lítill. Allt er þetta fé tekið af atvinnuvegunum og al- menningi. Vextir af verzlunarlán- um eru lagðir á vörurnar og vext- ir af húsalánum hækka húsnæðis- kostnað. — Við sósíalistar leggj- um til, að bankamir verði látnir greiða 25 millj. — helming árs- gróðans — til stuðnings atvinnu- vegunum. Olíuhringarnir greiði 20 millj. í desember var verð á hráolíu í þýzkum hafnarbæjum 375 krónum lægra tonnið en hér, og togara- olía 20% lægri. Ársnotkun Is- lendinga af olíum er 50 millj. kr. dýrari en verið hefði í Þýzkalandi. Það er þó ekkert dýrara að flytja olíu hingað en til Þýzkalands frá helztu framleiðslulöndunum. Engin frambærileg skýring er til á þessum verðmismun. En al- menningur sér fjárfestinguna, þar sem þrefalt dreifingarkerfi hefur verið byggt upp um land allt. Og þessa gífurlegu fjárfestingu eru landsmenn látnir borga í hækk- uðu olíuverði. En olíufélögin eru óskaböm rík- isstjórnarinnar og gróða þeirra vill hún ekki skerða. Nýlega var- verð á togaraolíu hækkað svo að nemur Vá af þeirri styrkhækkun, sem nú á að veita togurunum. Næstu daga verður önnur olía stórhækkuð í verði. Við leggjum til að olíuhring- arnir verði látnir greiða 20 millj- ónir til framleiðslunnar án þess að þeir fái að hækka verðið. Skipafélögin greiði 15 millj. Flutningagkipafélög hafa rak- að saman fé fyrir að flytja úr landi frairilieiðsluvörur sjávarút- vegsins, og til landsins vömr, sem keyptar eru fyrir andvirði þessara afurða. SlS hefur á fáum árum keypt 6 skip fyrir gróða sinn og Eimskip marga sína stóru Fossa, sömuleiðis fyrir gróðann. Og bæði hafa þessi félög notið mikilla skattfríðinda. Við leggjum til að skipafélögin verði látin greiða 15 millj. til framleiðslunnar. Tryggingarfélögin greiði 10 milljónir Tryggingarfélögin, önnur en Brunabótafélagið og Tryggingar- stofnunin, eiga í skuldabréfum 68 millj. kr. og hafa veitt 17 millj. kr. lán á síðasta ári. Þessar tölur og aðrar fleiri sýna mikinn gróða. Við viljum láta tryggingarfé- lögin greiða 10 millj. í aukaskatt. Hermangarar greiði 15 millj. Fleiri en þeir, sem bein skipti hafa við útgerðina hafa grætt. Ég nefni t. d. verktakafélög, sem raka saman gróða á hermangsvinnu. Og þessi gróði er skattfrjáls. Og nú stendur til að þessi félög taki að sér 150 millj. kr. framkvæmdir í Njarðvík. Við leggjum til að þessir aðilar greiði 15 milljónir til framleiðsl- unnar. Tekur nýja vél 1 NorófjarSarbió Englandi | María j Marseille Eskifjarðarbáturinn Hólmaborg fór héðan á mánudag áleiðis til Englands eftir að hafa tekið hér 10 tonn af saltfiski. í Englandi verður sett ný vél í bátinn. SULTA lausri vigt á 12.00 pr. kg. PAN Til sölu Vil selja ódýran barnavagn. Ríkey Guðmundsdóttir. Bár. AuglýsiS Austurlandi Sýnd laugardag kl. 9. Geimfararnir Sýnd sunnudag kl. 5. Síðasta sinn. Rommel Stórfengleg amerísk kvik- mynd er fjallar um þýzka hers- höfðingjann Rommel og skýrir frá hver urðu endalok hans. Rommel leikur liinn frægi skapgerðarleikari: James Mason. Sýnd sunnudag kl. 9. Fundarboð Aðalfundur Kvenfélagsins Narina verður haldinn í Sam- komuhúsinu þriðjud. 7. febrúar kl. 9 e. h. FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf og fleiri mál. Skorað er á félagskonur að mæta. Konur eru beðnar að hafa með sér bolla. Stjórnin. Fyrirliggjandi eru eftritaldar stærðir af stálboruin: a. Tommustærðir: %, %, 5/16, og Vs. b. Millimetrastærðir: 3 — 3,5 — 4 5 5,5 6 6,5 7 — 8,5. Pönhmarfélag alþýðu, Neskaupstað Margir græða á verðbólgunni Heildsalar eru látnir sjálfráðir um álagningu. Þeir græða. Hvers vegna ekki að skattleggja þá? Svona mætti lengi telja. T. d. má nefna, að í Reykjavík eru ein- stakar lóðir seldar á 1—2 millj. kr. — Þessi sölugróði er skatt- frjáls, af því seljendur hafa átt lóðirnar í þrjú ár. Hér er um stórfelldan verðbólgugróða að ræða og á að skattleggja hann. Leið ríkisstjórnarinnar þýðir 20% hækkun dýrtíðar og þegar á árið líður, er búið að taka aftur af útgerðinni þær kjarabætur sem henni nú eru fengnar. F ataefni: Pipar og saltefni, 3 litir, o. fl. alullarefni. Pipar og salt-efnin kosta aðeins 198.00. Sendum gegn póstkröfu. Pöntunarfélag alþýðu, Neskaupstað Félagsvist Almenn Félagsvist verður í Samkomuhúsinu laugardags- kvöld kl. 9. — Góð verðlaun. Inngjangur kr. 7.00. sisWUWélaglí.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.