Austurland


Austurland - 29.06.1956, Side 4

Austurland - 29.06.1956, Side 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 29. júní 1956. íhaldið og herinn ast út um landið og leggja hugi fólksins undir sig. Og leikur íhaldsins verður ekki stöðvaður með öðru móti en því, að herinn fari, svo reynslan af- sanni þá kenningu íhaldsins að hér sé ekki líft án erlendrar hersetu. Þjóðin krefst þess af öllum þeim flokkum, sem í kosningabarátt- unni hétu að losa hana við her- ! námið og sem nú hafa öruggan meirihluta á þingi, 33 af 52 þing- mönnum eins og sakir standa, að þeir standi við orð sín og láti her- inn hverfa úr landi á eins skömm- um tíma og samningurinn heimil- ar stytztan. Vei þeim flokkum, sem ekki standa við það loforð, sem þeir gáfu þjóðinni, að láta herinn fara. Maður slasast Þegar verið var að afgreiða Brúarfoss á þriðjudagsmorgun, varð það slys, að aldraður verka-< maður, Valdimar Sigurðsson, 67 ára að aldri, fótbrotnaði. Slysið varð með þeim hætti sem nú skal greina: Valdimar stóð á palli vörubif- reiðar og tók á móti vörum frá skipshlið. Vildi það þá til, að búnt af bárujárni féll á hann og fót- braut hann og hrökk Valdimar jafnframt út af bílnum, en ekki mun hann hafa meiðst við fallið. Læknirinn taldi ráðlegast að flytja manninn á sjúkrahús. Út- vegaði hann þegar í stað sjúkra- flugvél og gekk það greiðlega og eins flutningurinn suður. Líðan Valdimars er sögð góð eftir atvikum. Vanrœktur vegur « Oddsskarðsvegur varð að þessu sinni fær bilum þegar í apríl, sem er óvenju snemma árs. Auðvitað þarf að lagfæra ýmis- legt á vegum þegar þeir opnast á vorin. Einkum þarf að bæta úr skemmdum, sem vatnsrennsli veld- ur. Og þetta þarf að gera sem fyrst eftir að vegir þorna. Nú er komið fram í lok júnímán- aðar og er enn ekkert farið að sinna lagfæringum á Oddsskarðs- vegi. — Þess væri þó full þörf, því víða hefur leysingavatn skolað burtu fíngerðum ofaníburði og fleiri smáskemmdir eru á veginum, sem auðvelt er úr að bæta án mik- ils tilkostnaðar. Heflun á veginum mundi vafalaust verða til mikilla bóta, en meira að segja svo smá- vægileg viðgerð er vanrækt. Það er krafa Norðfirðinga og annarra, sem um þennan veg fara, að hann sé þegar í stað lagfærð- ur. Hafi verkstjórinn ekki tíma til þess, vegna vinnu á Fáskrúðs- fjarðarvegi, verður að útvega aðra menn til að sjá um verkið og vinna það. Fáskrúðsfjarðarvegur er mjög slæmur, enda langt frá því að vera fullgerður. Tiltölulega smá- vægilegar lagfæringar á Odds- skarðsvegi eiga ekki að þurfa að tefja framkvæmdir á Fáskrúðs— fjarðarvegi. íVorðfirðingar á síld Eftirtaldir 9 Norðfjarðarbátar taka þátt í síldveiðunum í sumar og eru þeir flestir þegar farnir út: Þegar við virðum fyrir okkur kosningaúrslitin er mjög áberandi hvað íhaldið hefur mikið fylgi í þéttbýlinu við Faxaflóa, og svo aftur á móti hve vegur þess er lítill viðast hvar utan þessa svæð- is. Þessi staðreynd er vissulega þess virði að henni sé gaumur gefinn. Hvemig má það vera, að fólkið, sem flutt hefur til Reykjavíkur og nágrennis, skuli í jafn ríkum mæli verða íhaldinu að bráð? Heima í átthögunum aðhylltist flest þetta fólk aðra flokka og skyldi eðli og tilgang íhaldsins. Allir vita, að íhaldið hefur yf- ir öflugri áróðurstækjum að ráða en allir flokkar aðrir samanlagt. Og með tilstyrk þessara tækja tekst því að rugla í ríminu furðu marga, sem ekki hafa fastmótaðar skoðanir og ekki fylgjast nægi- lega vel með í þjóðmálum. íhaldið hefur líka sérstaklega öfluga fjárhagslega aðstöðu og þeirri aðstöðu beitir það af full- komnu samvizkuleysi sér til fram- dráttar. Þetta hvort tveggja eru gamaú kunnar staðreyndir. En hér við bætist annað. Allir andstöðuflokkar íhaldsins lýstu yfir því, að þeir vildu segja upp hernámssamningnum og reka herinn úr landi. íhaldið tók aðra stefnu. Þess stefna er sú, að viðhalda hernám- inu með allri þess spillingu og glundroða. Og jafnframt hóf það þá kenningu í Reykjavík og á Suðurnesjum, að brottför hersins mundi þýða eymd og atvinnuleysi. Þarna við Faxaflóa er margt manna, sem sækir ,,lifibrauð“ sitt beint eða óbeint til hernámsliðs- ins. Auk erfiðismanna, sem vinnu sækja á Völlinn, lifa á honum margskonar sníkjudýr, allskonar braskarar, og verktakar raka þar saman auði. Hverskonar meglarar og lögbrjótar þrífast í skjóli her- námsins, o. s. frv. — Sníkjudýrin vilja auðvitað ekki missa herinn. Þau eiga sér ekkert föðurland og enga guði, annan en auð og völd. Og þessi lýður hefur auðvitað kosið íhaldið — kosið herinn. Og hætt er við að margt verkafólk hafi látið blekkjast at atvinnuleys- isgrýlunni, þó vitað sé, að íslenzk- ir atvinnuvegir æpi 4 vinnukraft. Með þessum svívirðilega áróðri er ihaldið að reyna að læða þeirri skoðun inn hjá fólki, að hér á landi sé raunverulega ekki líft nema her og hernámsvinna sé í landinu. Það er verið að brjóta niður trú þjóðarinnar á landið. Það er verið að eyðileggja sið- ferðisþrek hennar og mótstöðuafl gegn erlendri ásælni. Þennan ljóta leik verður að stöðva þegar í stað, áður en spillingaráhrifin af siða- kenningum íhaldsins taka að braið- Verdur síld ? Þetta er hin mikla spurning sem allir spyrja og mikið veltur á hvernig reynslan svarar henni. Margir eru nú bjartsýnir á veiðihorfur og talsvert hefur þeg- ar orðið vart við síld. Takist vertíðin vel mun margt breytast á landi hér. Útgerðin mun bæta hag sinn verulega og veitir ekki af, sjómenn munu bera góðan hlut úr býtum og ástandið í pen- ingamálum þjóðarinnar mun mjög breytast til hins betra. Það verður því áreiðanlega fylgzt af athygli með veiðunum í sumar. Síldarverð hefur hækkað veru- lega. Verð á bræðslusíld er nú 80 krónur og 120 kr. er verð á upp- mseldri tunnu til söltunar. Björg Goðaborg Glófaxi Gullfaxi Huginn Langanes Magnús Marteinsson Sæfaxi Þráinn. Fimm þessara báta eru innan eins árs gamlir. Ekki von að vel færi Oddur Sigurjónsson er mikill ó- heillafugl. Þar sem hann skipar sér í sveit er ósigur óumflýjan- legur. I þessum kosningum fylgdi Odd-i ur Eysteini fast og gerðist með- reiðarsveinn hans hér um sýsluna. — Eysteinn kom auðvitað fljótt auga á hve vafasamur ávinningur var að stuðningi Odds. Hann lét því ljúga því í hann fyrir hádegi á kosningadaginn, að Eyþór væri að fara til Reyðarfjarðar til að telja Alþýðuflokksmenn á að kjósa Lúðvík. Var Oddur beðinn að bregða við hart og hraða sér á Reyðarfjörð og verða á undan Ey- þóri. Oddur rauk af stað og beið daglangt á Reyðarfirði eftir Ey- þóri, en hann kom aldrei, enda hafði það aldrei komið til tals að hann færi. En það var ekki von að vel tæk- ist fyrir Framsókn úr því Oddur var þar í liði og það framarlega. Ósigur og flótti væri viðeigandi kjörorð handa Oddi. Unnið að rafveitu- kerfi um Austfirði Á síðastliðnum vetri voru reist- ir rafmagnsstaurar á leiðinni frá Reyðarfirði til Eskifjarðar og í vor var raflína strengd á staurana. Er þetta hluti af dreifingarkerfi um Austurland frá Grímsárvirkj- un. 1 vor hefur verkinu verið haldið áfram og er nú verið að Ijúka við að reisa staura milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar, en ekki er enn byrjað að strengja vír á þá staura. Á næstunni verður byrjað að reisa staura frá Eskifirði um Eski- fjarðarheiði til Egilsstaða. Áður hefur raflína verið lögð frá Seyðisfirði til Egilsstaða og fengu Egilgstaðamenn næturraf- magn frá Seyðisfirði í fyrravetur. Sennilega tekst að Ijúka yfir- standandi framkvæmdum í raflínu- lögnum í haust og yrði þá hægt að miðla raforku milli stöðvanna í Neskaupstað, Reyðarfirði, Egils- stöðum og Seyðisfirði. Þakkir I nýafstöðnum kosningum lögðu margir fram mikið og óeigingjarnt starf til að stuðla að sigri Alþýðubandalagsins og kosningu Lúðvíks Jósepssonar. Alþýðubandalagið vill hér með færa öllu þessu fólki og öllum þeim, er á einn eða annan hátt stuðluðu að sigri G-list- ans, alúðarþakkir fyrir árangursríkt starf.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.