Austurland


Austurland - 28.07.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 28.07.1956, Blaðsíða 1
M á 1 g-a 6. árgangur. ii s ó § f a 1 i s t a á Anstnrlandi Neskaupstað, 28. júlí 1956. 26. tölublað. tefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar Keyptir verði 15 nýir togarar, landhelgin stækkuð, erlend lán tryggð til stórframkvæmda Hér fer á eftir stefnuyfirlýsing hinnar nýju ríkisstjórnar vinstri flokkanna: „Ríkisstjórnin mun taka upp samstarf við samtök verkalýðs og launþega, bænda, útgerðarmanna og annarra f 1 amleiðenda, til þess að finna sem heppilegasta lausn á vandamálum atvlnnuveganna. Markmið þussa samstarfs skal vera að auka framleiðslu lands- manna, tryggja atvinnu og kaup- mátt tekna og efla almennar framfarir í landinu. Ríkisstjórnin mun nú þegar í samráði' við stéttasamtökin skipa nefnd sérfróðra manna, til þess að rannsaka ástand efnahagsmála þjóðarinnar, með það fyrir augum að sem traustastur grundvöllur fáist undir ákvarðanir hennar í þeim málum. Mun ríkisstjórnln Ieggja sér- síaka áherzlu á að leysa efnahags- vandamálin í náinni samvinnu við stéttasamtök vinnandí fólks. Ríkisstjórnin mun beita sér fyr- Nafn nýja togarans: m N. K. 106 Gerpi Eins og auglýst var í síðasta blaði var efnt til samkeppni um nafn á hinn nýja togara bæjarins. Tillögur bárust um 17 nöfn,. en uppástungumenn voru 21. Niðurstaðan varð sú, að valið var nafn austasta fjalls landsins, ..Gerpir". Höfðu 5 menn lagt til, að skipinu yrði gefið það nafn, en það voru: Sigurrós Filippusdóttir Sigurfinna Eiríksdóttir, Friðrik Grétar Óskarsson, Davíð Áskels- son og Guðmundur Magnússon. Hlutað var um hver skyldi hljóta verðlaun þau, er heitið var og kom upp hlutur Friðriks Grétars Ósk- arssonar. Einkennisstafir skipsins verða N. K. 106. ir að skipuleggja alhliða atvinnu- uppbyggingu í landinu, einkum í þeim þremur landsfjórðungum, sem nú eru verst á vegi staddir í atvinnulegum efnum. Ríkisstjórnin mun láta gera heildaráætlun um framkvæmdir á næstu árum og nýmæli í því sam- bandi og birta hana þjóðinni. Nú - þegar hefur verið tekin ákvörðun um: 1. Að leita samninga um smíði á 15 togurum og Iánsfé til þess, enda verði skipunum ráðstafað og þau rekin af hinu opinbera og á annan hátt með sérstöku tilliti til þess að stuðla að jafn- vægí í byggð landsins. 2. Að beita sér fyrir því að haf- izt verði handa um framhalds- virkjun Sogsins og lánsútvegun í því sambandi. 3. Að leita eftir erlendum lánum til framkvæmda í landbúnaði, iðnaði og hafnargerð. Ríkisstjórnin lítur á stöðvun verðbólgunnar sem eitt höfuðverk- efni sitt. Hún mun leggja sér- j staka áherzlu á að koma í veg j fyrir óeðlilegan gróða milliliða og beita sér fyrir, að fjármálastefna I bankanna verði í samræmi við þarfir atvihnuveganna og upp- byggingar- og framfarastefnu rík- isstjórnarinnar. 1 því sambandi mun ríldsstjórnin beita sér fyrir breytingum á bankalöggjöf lands- ins m. a. því að seðlabankinn verði settur undir sérstaka stjórn. Lögð verði rík áherzla á lausn húsnæðísmálanna. Unnið gegn ,braski með byggingar og húsa- leiguokri og að því að tryggja íbúðarhúsnæði með viðráðanlegum kjörum. Rafvæðingu landsins verði hraðað. Áherzla verður lögð á að auka ræktun og bústofn landsmanna. Ríkisstjórnin leggur áherzlu á stækkun íslenzku landhelginnar og íe'ur, að stækkun friðunarsvæðis- ins í kringum landið sé nú brýn nauðsyn vegna atvinnuöryggis tandsmanna og mun-því beita sér fyrir framgangi þess niáls. Ríkisstjórnin mun' í utanríkis- málum fylgja fram ályktun Al- þingis 28. marz s.L, „um stefnu Islands í utanrílusmálum og með- ferð vaínarsamningsins við Banda- ríkin". Ríkisstjórnin mun vinna að því að lokið verði á starfstíma stjórn- arinnar endurskoðun stjórnar- skrár lýðveldisins og kosningalaga og munu stjórnarflokkarnir vinna að samkomulagi sín á inilli um iausn þessara inála. Það er samkomulag stjórnar- flokkanna, svo sem að undanförnu hefur tíðkazt, að forsætisráðherra geri ekki tillögu um þingrof, nema með samþykki allra stjórnarflokk- anna eða ráðherra þeirra". Hafnarmál Neskaupstaðar Höfn Neskaupstaðar er ekki góð frá náttúrunnar hendi. Fjörður- ihn er stuttur og flóinn breiður og lítil mótstaða gegn úthafsöldunni. Þegar þessa er gætt og jafn- framt höfð í huga hin ágætu hafn- arskilyrði á nágrannafjörðunum, Seyðisfirði, Mjóafirði, Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði, get- ur maður ekki annað en furðað sig á því, að hér skuli hafa risið upp langstærsta útgerðarplassið á Austfjörðum. Þessi annmarki á höfninni veld- ur útgerðarmönnum og sjómönn- um miklum erfiðleikum. Talsverð- ar skemmdir verða á bátum þegar þeir liggja við bryggjur og oft komast menn að því fullkeyptu, að afgreiða skip og báta. Hver bátur verður að eiga öflug legu- færi, en jafnvel þar eru þeir ekki öruggir, eins og fjölmörg dæmi sanna. Af þessu má sjá, að bætt hafn- arskilyrði eru eitt allr'a þýðingar- mesta hagsmunamál Norðfi'rðinga. Og þar dugir ekkert smá átak. Það dugir ekkert minna en hafn- argerð. Þetta hefur forráðamönn- um bæjarins lengi ljóst verið, en engar leiðir hafa verið opnar til að afla fjár til svo stórfelldra framkvæmda. Hafnargerð mundi kosta stórfé, ef hún yrði við það miðuð, að í höfninni gæti legið og athafnað sig allur okkar floti. Að sjálf- sögðu getur enginn, sízt leikmað- ur, gert sér í hugarlund hvað þesskonar mannvirki kostar án undangengihnar rannsóknar. En gerum ráð fyrir að það kosti 15 millj. kr. — Ríkissjóður mundi greiða 6 millj. en hafnarsjóður yrði að greiða 9 og þá upphæð alla yrði hann að fá að láni. Ef lánið yrði til stutts tíma og vextir háir, væri með öllu útilokað að hafnar- sjóður gæti risið undir því. Segj- um að þetta yrði 15 ára lán með 7% vöxtum. Afborgun og vextir yrðu fyrst í stað 1.2 millj. kr. á ári1, en það er margfalt hærri upp- hæð en hægt er að vonast til að höfnin hafi í tekjur. Við þurfum að fá lán til lengri í'ma með lægri vöxtum. Lán til 30 ára með 5% vöxtum mundi þýða, að fyrst í stað yrðu vextir og af- borganir um 730 þús. á ári Færi þetta þá að verða viðlit, en þó mundi bæjarsjóður árum saman þurfa að taka mikinn hluta þess- ara greiðslna á sig. Áður en ráðizt er í jafn stór- fellda fjárfestitigu verður að gera sér fulla grein fyrir möguleikun- um til að láta mannvirkið bera sig. Framhald á 2. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.