Austurland


Austurland - 24.08.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 24.08.1956, Blaðsíða 1
M á 1 g a g n 6. árgangur. sósfalis&a á Anstnrlandi Neskaupstað, 24. ágúst 1956. 30. tölublað. Vinna að hafn- armálum Bæjarstjórn hefur falið þeim Vigfúsi Guttormssyni og Ármanni Eiríkssyni að fara til Reykjavík- ur til að vinna að hafnarmálum bæjarins og ræða við hlutaðeig- andi stjórnarvöld um hafnarbæt- ur. Verkefni það, sem þeim var fal- ið að vinna að er þríþætt. í fyrsta lagi skulu þeir vinna að undirbúningi hafnargerðar með því að fá sérfræðilega umsögn um möguleika til að gera hér höfn af þeirri stærð, sem hentaði fiski- skipaflota bæjarbúa. Ennfremur skulu þeir leita upplýsinga um hvað slík höfn muni kosta svo og athuga hvaða fjárhagslegir mögu- leikar kunna að vera fyrir hendi til að ráðast í þessar framkvæmdv ir og þá sér í lagi hverjir láns- möguleikar ætla má að fyrir hendi séu !eða verði. I öðru lagi skulu þeir vinna að því að útvega lán til fyrirhugaðr- ar bryggjugerðar við Fiskvinnslu- stöð Sún, bryggjusmíði þar er orðin knýjandi nauðsyn. 1 þriðja lagi skulu þeir leita samþykkis vísa- og hafnarmála- stjóra fyrir því, að fjölgað verði görðum dráttarbrautarinnar. Vegna þrengsla á görðunum hafa bátar orðið að bíða lengi eftir slipppláss, en vegna ágalla hafnar- innar er mikil áhætta samfara því að geyma báta við múrningar um vetrartímann. Ætlazt er til að garðarnir verði gerðir austan við brautina, sjávarmegin við garða þá, sem fyri,r |ru þeim megin hennar. Gott heyskapar- sumar í sumar hefur viðrað vel til hey- skapar, nema þá helzt í útkjálka- sveitum á Norður. og Norð-Aust- urlandi. Kalt hefur verið í sumar um Horðan- og austanvert landið og grasspretta misjöfn. Þó sumarið í sumar hafi ekki_ verið sólríkt hér á Norðfirði, hafa Þurrkar verið miklir og varla komið dropi úr lofti og hefur þetta þurrviðri verið til baga. Heyfengur bænda mun víðast hvar orðinn mikill og góður. Neskaupstaður sigr- adi í bæjarkeppninni Fékk 71 stig, Hafnarfj. 51, Akranes 49 Sundkeppni sú er hér fór fram s. 1. sunnudag er tvímælalaust all- merkur íþróttaviðburður og þykir mér ekki ósennilegt að hún marki tímamót í norðfirzku sundlífi. Ksppni þessi á að verða upph ,f árlegrar sundkeppni milli þeirra bæja er nú tóku þátt í henni, jafn- framt því sem fleiri bæjum verður boðin þátttaka. Hér fæst því ár- lega takmark að keppa að, en það er nauðsynlegt ef áhuginn fyrir íþróttinni á að haldast. Sundfólkið, sem nú heimsótti okkur, kom til Egilsstaða síðla laugardags. Þar tóku á móti því Bjarni Þórðarson bæjarstjóri, Jó- hannes Stefánsson, forseti bæjar- stjórnar og stjórn Þróttar. Fyrst var ekið með gestina í Hallorms- stað. Þar var skógurinn skoðaður undir leiðsögn Sigurðar Blöndals, skógarvarðar. Að lokinni skógar- göngunni var setzt að kvöldverði, sem bæjarstjórn Neskaupstaðar bauð til. Þar ávarpaði bæjar- stjórinn gestina en fararstjórarn- ir, þeir Ingvi Rafn Baldvinsson, Hafnarfirði, og Hallur Gunnlaugs- son, Akranesi, þökkuðu með stutt- um ræðum boðið, sem þeir töldu að öllum þátttakendum mundi vsrða ógleymanlegt þar sem eng- inn þeirra hefði áður komið í hinn fagra Hallormsstað. Kl. 2 á sunnudag hófst svo sundkeppnin. Um úrslit þessarar keppni hafði litlu verið spáð, en flestir reiknuðu þó með sigri Akraness. Svo fór þó ekki. Nes^! kaupstaður vann keppnina með all- miklum yfirburðum, hlaut 71 stig. Hafnarfjörður hlaut 51 stig og Akranes 49 stig. Sundfólk Nes- kaupstaðar náði engum frábærum árangri en var mjög jafnt. Hafn- firzka sundfólkið var flest mjög ungt og margt hið efnilegasta í íþróttum, má þar einkum nefna þá Birgi Dagbjartsson, sem er 15 ára og Guðlaug Gíslason 14 ára. Sterkasti sundmaður Hafnfirðing- anna var Islandsmethafinn á 50 m baksundi Ólafur Guðmundsson, en hann er mjög fjölhæfur sundmað- ur. Lið Akraness var ekki full- skipað svo að þeir gátu ekki tekið þátt í öllum keppnisgreinum, en í þeirra liði voru sterkustu ein- staklingar mótsins. Þar er fremst- ur í flokki Sigurður Sigurðsson, sem er snjallasti bringusuhdmað- ur, sem Islendingar eiga. Þá var og mættur Islandsmethafinn í 100 m baksundi, Jón Helgason. Helgi Hannssson er og með sterkari skriðsundmönnum. Alls var keppt í 6 einstaklings- greinum og tveim boðsundum. Tveir riðlar voru í hverri grein. Stig voru reiknuð út sem hér seg- ir: Fyrsti maður 7 stig, annar 5 stig, þriðji 4 stig, fjórði 3 stig, fimmti 2 stig og sjötti 1 stig. Fyr- ir boðsund: fyrsta sveit 11 stig, önnur 8 stig og þriðja 6 stig. Hér á eftir fara árangrar í hverri grein: 50 m baksund konur Guðný Þorsteinsdóttir N 45.8 sek. Hanna R. Jóhannsdóttir A 49.1 Lára Ólafsdóttir N 50.4 Guðrún Ölafsdóttir H 55.0 Ingibjörg Böðvarsdóttir H 59.8 Elínbjörg Magnúsdóttir A 60.3 Hér s'graði Guðný Þorsteins- dóttir mjög auðveldlega. Guðný er efnileg sundkona og ætti að geta náð góðum árangri ef hún æfir vel. Hún varð stigahæsti einstaklingur þessa móts. Eftir fyrstu grein stóðu stigin þannig: Nesk. 11 — Akranes 6 — Hafnarfjörður 5. 100 m skriðsund, karlar Helgi Hannesson A 1.07.9 mín. Ólafur Guðmundsson H 1.08.1 Eiríkur Karlsson N 1.11.4 Steinar Lúðvíksson N 1.11.5 Helgi Haraldsson A 1.12.4 Guðlaugur Gís'ason H 1.16.5 Hér var háð allhörð barátta milli Ólafs Guðmundssonar og Framhald á 2. síðu. íbúðarh ÚS V erði notuð til íbúðar Á þriðjudaginn voru gefin út bráðabirgðalög, að tilhlutan Hannibals Valdimarssonar, félags- málaráðherra og er þar bannað að nota' til annars en íbúðar, íbúðar- hús eða hús, sem teiknuð hafa vsrið sem íbúðarhús. Fréttatilkynning félagsmála- ráðuneytisins um þetta er svo- hljóðandi: ,,Að tilhlutan félagsmálaráðu. neytisins hefur forseti Islands í' dag gefið út bráðabirgðalög um afnot íbúðarhúsnæðis: I þessum bráðabirgðalögum er lagt bann við því að nota íbúðar- húsnæði í kaupstöðum til annars en íbúðar, en íbúðarhúsnæði telst það húsnæði, sem við gildistöku laganna er notað til íbúðar og er íbúðarhæft án verulegra endur- bóta, svo og húsnæði, sem ætlað er til íbúðar samkvæmt teikningu hlutaðeigandi húss og hefur ekki verið tekið til annarra afnota við gildistöku laganna. Þá leggja lög- in einnig bann við því að halda ó- notuðu íbúðarhúsnæði, sem kostur er á að leigja. Brot gegn framangreindum á- kvæðum varða 10.000.00 til 1.000.000.00 króna sektum, er renna í varasjóð hins almenna veðlánakerfis til aðstoðar við hús- byggingar samkv. lögum nr. 55 20. maí 1955, en eftirlit með því að ákvæðum laganna sé fylgt er í höndum Tiúsnæðismálastjórnar. Félagsmálaráðherra er heimilt að veita einstökum kaupstöðum undanþágu frá ákvæðum laga þessara, enda liggi fyrir umsókn um. það frá hlutaðeigandi bæjar- stjóra og.ekki sé þ'ar um að ræða skort á íbúðarhúsnæði".

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.