Morgunblaðið - 22.07.2011, Side 3

Morgunblaðið - 22.07.2011, Side 3
Leiknis með hörkuskoti á 67. mínútu og þar við sat. Með sigrinum komust Leiknismenn, sem unnu ekki leik í fyrstu ellefu umferðunum, upp í 10. sæti og sendu KA niður í fallsæti, þó aðeins á markamun. KA á leik til góða í kvöld kl. 20 á ÍR-velli. HK-ingar eru hins vegar áfram á botni deild- arinnar með 5 stig og eiga enn eftir að landa fyrsta sigri sínum. Stefán Jóhann Eggertsson lék fyrsta leik sinn fyrir HK eftir að hafa snúið aftur frá Val en það dugði ekki til. Þrettánda umferð deildarinnar heldur áfram í kvöld með tveimur leikjum. ÍR og KA mætast í Breiðholti eins og áður segir og með sigri er KA einu stigi á eftir ÍR-ingum. Víkingur Ó. tekur á móti Fjölni fyrir vestan og getur með sigri haft sæta- skipti við Grafarvogsliðið sem er í sjötta sæti deild- arinnar. sindris@mbl.is rs á botninum Afrek Zilina lék í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vetur en Baldur Sigurðsson og félagar í KR létu það ekki á sig fá. FÓTBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is KR-ingar unnu mikið afrek með því að slá Zilina frá Slóvakíu út úr Evr- ópudeild UEFA í knattspyrnu, 3:2 samanlagt. Zilina vann seinni leik lið- anna á heimavelli í gær, 2:0, en for- skotið sem KR náði í Vesturbænum dugði til þó það stæði ansi tæpt undir lokin. Zilina komst í 1:0 eftir tæplega hálftíma leik og jók muninn í 2:0 þeg- ar enn voru 20 mínútur eftir. Rúnar Kristinsson þjálfari KR viðurkenndi að hafa verið órólegur eftir það mark enda vantaði Slóvakana þá aðeins eitt mark til að knýja fram framlengingu. „Fyrsta markið skoruðu þeir þegar Guðjón Baldvinsson var utan vallar til aðhlynningar. Við höfðum svo ágæta stjórn á þessu fram að seinna markinu sem var algjör gjöf af okkar hendi. Við vorum nýbúnir að vinna boltann eftir þeirra skyndisókn en Magnús [Már Lúðvíksson] missti boltann til leikmanns Zilina. Þá voru 20 mínútur enn eftir og þeir settu bara alla sína menn fram og press- uðu gríðarlega á okkur. Hannes [Þór Halldórsson] varði nokkrum sinnum vel og við náðum að bægja hættunni frá, en áttum líka tvær eða þrjár skyndisóknir sem hefðu vel getað gefið mark. Þetta var mikil spenna,“ sagði Rúnar. „Hentu markverðinum fram“ „Ég var rólegur allan leikinn þar til að þeir skoruðu annað markið. Þá var eins og að menn færu ósjálfrátt í að verjast því að fá eitt mark í viðbót á sig og við vorum nánast allir í eigin vítateig síðustu tíu mínúturnar. Menn voru orðnir þreyttir og þjak- aðir eftir öll þessi hlaup og ekkert óeðlilegt að hafa lagst svona í vörn en við áttum líka okkar skyndisóknir. Þeir hentu markverðinum fram í síð- ustu hornspyrnuna og reyndu allt. Þetta var erfitt hjá strákunum en engu að síður frábær úrslit. Lyk- ilatriðið var að komast áfram og þetta er flott afrek hjá þeim. Þegar við höfðum dregist gegn þessu liði átti maður ekki von á miklu enda voru þeir í Meistaradeildinni í fyrra og riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar á undan. Metnaður félagsins er mikill að vera í þessum keppnum ár eftir ár og þetta er hörkugott fóbol- talið sem er langt fyrir ofan okkur á styrkleikalistanum,“ bætti Rúnar við en hann vill þó ekki gera of mikið úr afreki KR. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þetta sé eitthvað gríð- arlegt afrek í íslenskri knatt- spyrnusögu en þetta er virkilega já- kvætt fyrir íslenskan fótbolta. Það er það sem gleður okkur mest,“ sagði Rúnar sem hefur eins og gefur að skilja lítið getað kynnt sér næsta andstæðing KR, sem er Dinamo Tbil- isi frá Georgíu, en liðin mætast í 3. umferð forkeppninnar. KR á heima- leik á fimmtudaginn en svo er leikið í Georgíu viku síðar. Í millitíðinni sæk- ir KR lið BÍ/Bolungarvíkur heim í undanúrslitum bikarkeppninnar á sunnudegi verslunarmannahelg- arinnar. „Ég veit ekki mikið um þetta lið núna en ég spilaði í Tbilisi með Loke- ren á sínum tíma og það var mjög erfitt. Þetta lið er ekki eins hátt skrifað og Zilina þannig að við eigum alveg möguleika á að slá þá út líka, en það veltur líka á því hvernig mönnum gengur að jafna sig á milli leikja því nú er spilað þétt.“ „Virkilega jákvætt fyrir íslenskan fótbolta“  KR sló út gríðarsterka andstæðinga  Georgíumenn í heimsókn á fimmtudag Morgunblaðið/Ernir ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2011 Þór Akureyri hefur gengið frásamkomulagi við Clark Keltie, 27 ára gamlan miðjumann frá Eng- landi, um að hann leiki með liðinu í Pepsi-deildinni í knattspyrnu það sem eftir lifir leiktíðar. Keltie kemur frá borginni Newcastle á Englandi, eftir því sem fram kemur á heima- síðu Þórs. Clark Keltie lét fyrst að sér kveða hjá Darlington árið 2001 þar sem hann spilaði 130 leiki og skoraði í þeim 10 mörk. Eftir nokkurra ára veru hjá Darlington fór Clark til Rochdale í frjálsri sölu. Þar náði hann ekki að festa sig í sessi og var lánaður fyrst til Chester City, síðan Gateshead og loks til Lincoln. Clark var á mála hjá Lincoln til 1. júní. Hann verður gjaldgengur með Þór gegn Víkingi þegar liðin leiða saman hesta sína á Þórsvelli á sunnudaginn.    Ísland sigraðiSvíþjóð, 2:0, í annarri umferð á alþjóðlega knatt- spyrnumótinu fyrir landslið U18 ára en leikið var í Svíþjóð í gær. Ís- lensku strákarnir eru því með 6 stig og markatöluna 7:1 eftir leikina tvo en þeir burstuðu Wales, 5:1, í fyrra- dag. Árni Vilhjálmsson skoraði bæði mörk Íslands í dag, sitt í hvorum hálfleik. Íslensku strákarnir mæta Noregi í lokaleiknum á laugardaginn. Norð- menn töpuðu fyrir Wales í dag, 1:2. Ísland er með 6 stig, Svíþjóð 3, Wa- les 3 og Noregur ekkert stig. Ísland hefur þegar tryggt sér sigurinn í mótinu vegna innbyrðis sigranna á bæði Svíþjóð og Wales.    Átjánda dag-leið Frakk- landshjólreið- anna, Tour de France, var hjól- uð í gær. Andy Schleck frá Lúx- emborg var fljót- astur á þessari sögulegu leið. Aldrei hefur verið farið jafn hátt til að ná í endamark eða 2.645 metra og er leiðin um 23 kílómetrar. Bróðir Andys, Frank Schleck, varð annar á leiðinni og kunnu þeir bræður greinilega vel við sig í hallanum. Frakkinn Thomas Voeckler heldur enn gula vestinu en hefur nú aðeins fimmtán sekúndna forskot á Andy Schleck. Bróðir hans er þriðji í heild- arkeppninni.    Evrópumeist-arar Barce- lona hafa samið við sóknarmann- inn Alexis Sánc- hez til fimm ára en hann kemur til spænska félags- ins frá Udinese fyrir 26 milljónir evra, jafnvirði 4,3 milljarða króna, en sú upphæð getur hækkað um 11,5 milljónir evra. Sánchez, sem er 22 ára Sílebúi, hefur verið afar eft- irsóttur en ggur nú í raðir besta fé- lagsliðs heims. Hann mun gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning við Barcelona á mánudag- inn.    Roy Hodgson, knattspyrnustjóriWBA, er á höttunum eftir nýj- um markverði eftir að Scott Carson var seldur til tyrkneska félagsins Bursaspor í sumar. Robert Green, markvörður West Ham, hefur verið nefndur í þessu sambandi en nú virðist WBA ætla að reyna að fá Ben Foster, markvörð Birmingham, ann- aðhvort að láni eða með því að greiða uppsett verð. Foster lék áður með Manchester United en festi sig aldr- ei í sessi í byrjunarliði félagsins. Fólk sport@mbl.is Stjörnumenn hafa misst spón úr aski sínum fyrir komandi leiktíð í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik því Daníel Guðni Guðmundsson mun ekki leika með þeim áfram. Daníel Guðni er á leið til Svíþjóðar í nám í íþróttafræðum en þessu greinir vefsíðan karfan.is frá. Daníel Guðni segist ætla að reyna fyrir sér í sænska körfuboltanum. „Varðandi lið þá er ég að fara að skoða hvort það sé eitthvað spennandi þarna í kring, fer yfir það fljótlega með manni sem kannast nokkuð við Sví- ann. Ætlunin er að spila og þá á sæmilegu stigi og halda áfram að þróast sem leikmaður,“ er haft eftir Daníel á karfan.is. Stjarnan komst í úrslitaeinvígið á síðasta Íslands- móti en tapaði þar fyrir KR-ingum eins og flestum er eflaust í fersku minni. sindris@mbl.is Daníel til Svíþjóðar Stadión pod Dubnom, Evrópudeild UEFA, 2. umferð í forkeppni, seinni leikur, fimmtudag 21. júlíu 2011. Skilyrði: Rigning með köflum en völlurinn góður. Skot: Zilina 21 (9) – KR 6 (5). Horn: Zilina 9 – KR 2. Lið Zilina: (4-4-2) Mark: Martin Dúbravka. Vörn: Stanislav Angelo- vic, Jozef Piacek, Prince Ofori, Marcel Ondrás. Miðja: Roman Ger- gel (David Strihavka 64.), Viktor Pecovský, Miroslav Barcík, Róbert Pich (Nemanja Zlatkovic 81.). Sókn: Ivan Lietava (Momodou Ceesay 46.), Tomás Majtán. Lið KR: (4-3-3) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Magnús Már Lúðvíksson, Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar S. Sigurðarson, Guðmundur Reynir Gunnarsson. Miðja: Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Viktor Bjarki Arnarsson (Ásgeir Örn Ólafsson 75.). Sókn: Kjartan Henry Finnbogason, Guðjón Bald- vinsson (Gunnar Örn Jónsson 82.), Óskar Örn Hauksson. Dómari: Ken Henry Johnsen frá Noregi. Áhorfendur: Ekki vitað. Zilina – KR 2:0 Brynjar Björn Gunnarsson skor- aði eina mark enska B-deildar- liðsins Reading þegar það tapaði fyrir tyrkneska liðinu Karab- ukspor, 3:1, í síðasta leik sínum í æfingaferðalagi um Slóveníu. Markið skoraði Brynjar Björn með skalla en Brynjar, sem verð- ur 36 ára gamall í haust, fékk nýjan samning hjá Reading í vor. Hann hefur verið á mála hjá fé- laginu frá árinu 2005. Reading komst í umspil um sæti í úrvalsdeild með því að verða í 5. sæti B-deildarinnar á síðustu leiktíð en tapaði í umspilinu fyrir Swansea sem leik- ur í úrvalsdeildinni á komandi leiktíð sem hefst sem kunnugt er í næsta mánuði. sindris@mbl.is Brynjar skoraði Brynjar Björn Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.