Morgunblaðið - 01.09.2011, Side 10
10 1. september 2011fasteignir
Það er hægt að kokka upp trilljón afsakanir fyrirþví að komast ekki í ræktina. Nú hefur hönn-unarfyrirtækið Czech design fundið svarið fyrirþá sem eiga erfitt með að mæta því hönnuðir
þess hafa hannað húsgagnalínu sem er ekki hefðbundin á
neinn hátt.
Húsgagnalínan státar af skrifstofuhúsgögnum sem
hægt er að breyta í æfingatæki með nánast einu handtaki.
Skrifborðið lítur kannski ekki út fyrir að vera eitthvað
annað en venjulegt skrifborð en þegar búið er að velta því
við breytist það í þetta fína æfingatæki til að þjálfa efri
hluta líkamans. Það sama má segja um skjalaskápinn.
Hægt er að hanga í höldunum og festa lappirnar í þeim
þegar magaæfingar eru gerðar.
Það besta við þessa húsgagnalínu er að hún ber þess
ekki merki að búa yfir tvöföldu lífi.
Húsgögn fyrir þá sem
komast ekki í ræktina
Sjáið umfjöllun
og fleiri myndir
á mbl.is
Húsgögn í stofuna Fjölnota húsgagnalína
Skutulsfjarðardsbraut
MiðtúnSætún
Seljalandsvegur
Vallartún
Urðarvegur
Stakkanes
M. Í.
Héðan úr Miðtúni flutti égfyrir 22 árum en í síð-ustu viku sneri ég aftur.Mér líkar sú lending vel
og stundum er sagt að sagan end-
urtaki sig alltaf. Líklega er nokkuð til
í því,“ segir Daníel Jakobsson, bæj-
arstjóri Ísafjarðarbæjar. Hann er
uppalinn á Ísafirði og bjó þar með
foreldrum sínum fram á unglingsár.
Fyrir rúmu ári, þá í kjölfar kosninga,
var hann ráðinn bæjarstjóri Ísafjarð-
arbæjar. Flutti þá vestur og bjó
fyrsta kastið við Urðarveginn, sem er
efsta gatan á Ísafirði. Nú eru Daníel
og Hólmfríður Vala Svavarsdóttir,
eiginkona hans, ásamt þremur börn-
um flutt í Miðtún og búa þar í húsi
númer fjórtán.
Nágrannar hýstu strákinn
Foreldrar Daníels eru hjónin Auð-
ur Daníelsdóttir og sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson, lengi prestur á Ísafirði.
Þjónustu vestra fylgdi prests-
bústaður í Miðtúni 12 og þar bjó fjöl-
skyldan uns Jakob tók við embætti
prests við Dómkirkjuna í Reykjavík
síðla sumars 1989.
„Sumarið 1989 vann ég hjá Íshús-
félagi Ísfirðinga. Hafði góðar tekjur
og vildi ekki sleppa þeim þótt for-
eldrar mínir væru farnir suður. Því
varð úr að hjónin Gunnar Stein-
dórsson og Bryndís Baldursdóttir
hýstu mig síðustu vikurnar vestra og
þau bjuggu þá einmitt í húsinu þang-
að sem ég er fluttur nú. Milli þeirra
og fjölskyldu minnar var alltaf tals-
verður samgangur, hjá þessum góðu
nágrönnum átti ég alltaf skjól sam-
anber máltækið að heilan bæ þurfi til
að ala upp barn. Húsin, sem standa
hlið við hlið, eru byggð eftir sömu
teikningu og stundum olli það rugl-
ingi. Einhverju sinni man ég eftir að
Hjálmar Ágústsson afi minn, sem var
eftirlitsmaður hjá Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna, kom með stóran kassa
af fiski og setti í frystikistuna hjá
Gunnari og Binnu. Þau áttuðu sig
auðvitað ekkert á því hvaðan þetta
kom, enda þótt misskilningurinn leið-
réttist um síðir þannig að mánudags-
soðningin skilaði sér í rétt hús. Og
hlutir þessu líkir gerast enn. Fyrir
fáeinum dögum var vinur sonar míns
kominn hér inn í næsta hús og hefur
líklega brugðið svolítið þegar hann sá
hvers kyns var,“ segir Daníel.
Átján strákar í einum bíl
Árin milli 1980 og 1990 voru upp-
gangstími á Ísafirði. Norðurtanginn
og Íshúsfélagið voru á þeim tíma ein-
hver stærstu og afkastamestu fisk-
vinnsluhús landsins. Starfsemin þar
kallaði á allar vinnufúsar hendur.
Bærinn blómstraði og unnið var að
margvíslegum framkvæmdum þar
sem horft var til langrar framtíðar.
Og svo sem venja er voru hálfbyggð
húsin leikvöllur athafnasamra
stráka.
„Annars fór tilveran fljótt að snú-
ast um íþróttir. Á íþróttavellinum á
Torfnesi hér beint fyrir neðan Mið-
túnið var hægt að vera á gönguskíð-
um frá í október og fram á vor. Þá
tók fótboltinn við og hann stunduðum
við af kappi allt sumarið. Allir flatir
urðu fótboltavöllur, til dæmis Rikkat-
ún hér við Seljalandsveginn, sem
raunar var völlur sem hallaði upp í
mót. Svo var þvílíkur barnaskari í
bænum að hægt var að safna saman í
fjögur fótboltalið yngri flokka og ein-
hvern tíma fórum við Ísafjarð-
arstrákar og kepptum við Súðvík-
inga. Þá var mikið lagt undir og pabbi
keyrði okkur út eftir á sínum Volvo
Station, sem bar skráningarnúmerið
Í 76. Þetta væri ekki í frásögur fær-
andi nema sakir þess að prestinum
tókst að koma átján strákum fyrir í
bílnum og geri aðrir betur. Ætli
svona væri ekki harðbannað í dag?“
Sést yfir fjörðinn
Miðtúnið er hallandi gata og frá
henni sést vel yfir innanverðan Skut-
ulsfjörð. Í fjallinu andspænis kaup-
staðnum blasir Nausthvilft við og í
botni fjarðar setur fjallið Kubbur
sterkan svip á umhverfi sitt. „Við er-
um afar vel sveit í sett í þessari götu
og Hólmfríði, konunni minni, finnst
líkt og mér stundum að hún sé aftur
komin heim, enda alin upp í svipuðu
umhverfi og hér norður á Ólafsfirði.
Og hér eru börnin okkar alsæl; líður
vel, hafa nóg við að vera og líkar vel
við skólann sinn. Er hægt að biðja
um eitthvað betra,“ segir bæjarstjór-
inn Daníel Jakobsson.
sbs@mbl.is
Gatan mín Miðtún á Ísafirði
Allir flatir urðu
fótboltavöllur
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
„Og hér eru börnin okkar alsæl; líður vel, hafa nóg við að vera og líkar vel við skólann sinn. Er hægt að biðja um eitthvað
betra,“ segir Daníel Jakobsson bæjarstjóri sem býr við Miðtún á Ísafirði.
Húsið er vandað að allri gerð og
mjög vel staðsett með
útsýni í allar áttir, Það er teiknað
af Guðmundi Kr.Guðmundssyni
arkitekt.
Lóðin er stór og mögulegt að
byggja við húsið í suðurátt.
Svefnherbergi eru 3-5, tvö böð og
stórar stofur. Verð 125 milljónir.
Til sölu glæsilegt 320fm einbýlishús að
Barðaströnd 18,
Seltjarnarnesi
UPPLÝSINGAR gefur
Ólafur Garðarsson
í síma 515 7400