30. júní - 28.06.1968, Side 1
V.
30. JÚNÍ
BLAÐ STUÐNINGSMANNA KRISTJÁNS ELDJÁRNS — 5. TBL. — 28. JÚNI 1868
Vilji
þjóðarinriar
íslendingar!
Þjóöin vill að forseti lýðveldisins sé óbundinn af öllum
stjórnmálaviðjum. Hann á að vera sameiningartákn þjóð-
arinnar, hafinn yfir deilur einstaklinga, stétta og stjórn-
málaflokka.
Þjóðin vill að forsetinn sé kurteis og virðulegur, en þó
alþýðlegur og Ijúfur ( viðmóti, Hann á að vera jafningi
hárra sem lágra, en þó fremstur í flokki jafningja.
Þjóðin vill að forsetinn sé gáfaður maður og vel mennt-
aður, málsnjall og afreksmaður til andlegra verka.
Þjóðin vill að forsetinn sé rausnarmaður heim að sækja,
en gæti þó hófsemdar og ráðdeildar.
Þjóðin vill að forsetinn hafi órjúfandi samband við
þegnana, hvetji þá í baráttu lífsins, sameini þá til mikilla
átaka og gleðjist með þeim á hátíðarstundum.
Þjóðin vill að forsetinn sé mannasættir og beri klæði á
vopn, ef deilur rísa milli stétta þjóðfélagsins.
Þjóðin vill að forsetinn standi vökulan vörð um æðstu
hugsjónir lýðræðisins — frelsi, jafnrétti og bræðralag. Til
þess hefur hann vald samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins,
til þess er hann kjörinn af öllum þegnum þessa lands.
Kristján Eldjárn fyllir allar þær kröfur sem þjóðin gerir
tll forseta síns.
Hann hefur aldrei verið bundinn neinum stjórnmála-
flokki. Einu skipti hans af þjóðmálum hafa verið f þvf
fólgin að standa vörð um frelsi Islands og sjálfstæði, tungu
þess og menningu.
Hann er alþýðumaður að uppruna, en hefur með hæfi-
leikum sínum og dugnaði hafizt til mikilla metorða og
trúnaðarstarfa fyrir land sitt og þjóð.
Hann er gáfaður maður og gagnmenntaður og þekkir
sögu fslenzku þjóðarinnar, lífskjör hennar og örlög frá
upphafi vega og allt til þessa dags.
Hann hefur um langt skeið gegnt einu af virðulegustu
og vandamestu embættum landsins, með þeim ágætum að
enginn skuggi hefur fallið á embættisverk hans, en Þjóð-
minjasafnið vaxið og dafnað undir góori og viturlegr!
stjórn.
Hann er ágætur fræðimaður og snjall rithöfundur og
kann þá íþrótt sem ávallt hefur verið f heiðri höfð meðal
fslenzkra sagnfræðinga: að rita um fræðileg efni á Ijósan
Halldóra og Kristján Eldjárn
og auðskilinn hátt, svo að almennlr lesendur hrffast af
orðum hans.
Hann er prýðilegur ræðumaður, raddfagur og snjallorð-
ur. Hann hefur haldið fyrirlestra um sögu islands og forn-
fræði bæði hérlendis og erlendis og aukið hróður lands
síns meðal annarra þjóða.
Hann er hófsemdarmaður í einkalífi sínu og hefur jafn-
an sýnt gætni í meðför almannafjár.
Hann á gáfaða konu, vel menntaða og myndarlega bæðl
í sjón og raun, sem stendur óhvikul við hlið eiginmanns
síns í blíðu og stríðu. Þau hjón eru alvön að taka á mótf
erlendum gestum í Þjóðminjasafni, og munu með sama
hætti halda uppi þjóðlegri gestrisni á heimili forseta.
Kristján Eldjárn er vammlaus maður í öllu líferni sínu.
Um hann verður ekkert illt orð sagt með sannindum.
Því fylkir íslenzka þjóðin sér einhuga um Kristján
Eldjárn og kýs hann forseta íslands.
Kjósum öll! — Kjósum Kristján Eldjárn!