30. júní - 28.06.1968, Page 2

30. júní - 28.06.1968, Page 2
2 30. JÚNÍ Frú Halldóra Ingólfsdóttlr er fædd á ísafirði 28. nóvem- ber 1923. Foreldrar hennar eru ólöf Jónasdóttir og Ing- ólfur Árnason. Ingólfur er ættaður úr Bolungarvík. en Ólöf er Breiðfirðingur. Þau hjón bjuggu lengst af á ísa- firðl, unz þau fluttust til Reykjavíkur fyrir sjö árum. Halldóra ólst upp með for- eldrum og þremur systkinum á ísafirði, en var send í skóla og stundaði nám við Verzl- unarskóla íslands. Þaðan lauk hún verzlunarprófi vor- lð 1942, með einkunninnl 7,82 (skv. eink.kerfi Örsteds, hæst gefið 8), en það er hæsta einkunn, sem gefin hefur verið við skólann. Síðan vann hún við skrifstofustörf, þar til hún giftist Kristjáni Eld- járn árið 1947. Hann hafði þá starfað sem safnvörður við Þjóðminjasafnið um tveggja ára bil og var skipaður þjóð- xnlnjavörður 1. desember sama ár. Ég hitti frú Halldóru á heimili þeirra hjóna 1 bygg- ingu Þjóðminjasafnsins og rabbaði við hana stundar- kom. Stoían er vistleg með ó- sviknum og alþýðlegum mennlngarbrag. Bækur. Mál- verk eftir valinkunna málara. Á elnum vegg útsaumað VIÐTAL VIÐ FRÚ HALLDÓRU ELDJÁRN teppi, yfirskrift: Abbadís Sólveig Rafnsdóttir f Reynis- nesi. Sex dýrlingar hennar fyrir neðan. — Þetta var teiknað upp fyrir mig eftlr frumgerðinni, sem er í ÞJóðminjasafninu, segir frú Halldóra aðspurð. — Frumgerðin er talin vera írá því rétt fyrir siðaskipti. Eg hafði gaman af því að sauma það, eins og ég hef raunar ánægju af saumaskap, eftir því sem ástæður leyfa hverju sinni. — Er gott að búa hér í ÞJ óðminj asaf ninu ? — Við kunnum mætavel við okkur. Það er ekki ónæð- issamt að neinu ráði, en þó meira en ef vlð byggjum lengra frá safninu. Við flutt- um hingað árið 1950, skömmu á undan safninu, og ibúðin er rúmgóð. — Og oft mun vera gest- kvæmt hjá ykkur? — Það leiðir af sjálfu sér, að hingað koma oft gestir, innlendir sem erlendir, ekki sízt á sumrin. Þá eru hér oft á ferð fræðimenn, sem ann- aðhvort ferðast á eigin veg- um eða er boðið, og þeir eru jafnan aufúsugestir hjá okkur. — Hefur þú áhuga á forn- leifafræði? — Sennilega varla meira en gengur og gerist. En það hefur auðvitað ekki farið hjá því, að ég hafi heyrt talsvert um þessi fræði talað, þó að ég geti ekki hælt mér af því að vera neltt fróð um þessi efni. — Hefur þú unnið utan heimilisins eftir hjónaband? — Nei, það hef ég aldrei gert. Ég lauk námi við Verzl- unarskólann vorið 1942 og vann næstu árin á skrifstofu Magnúsar Kjaran. Við Krist- ján giftum okkur I byrjun árs 1947, og síðan hef ég ein- göngu sinnt heimilisstörfum og fundizt nóg að gera. Auk þess hef ég litið -svo á, að heimilið væri bezti vett- vangur minn og ekki sótzt eftir því að vinna úti. Eg veit ekki, hvort tekur þvi að nefna, að ég hef stundum að- stoðað Kristján smávegis við vélritun og prófarkalestur á því, sem hann hefur skrifað. — Þið eigið allstóra fjöl- skyldu? — Börnin eru fjögur, Ólöf, 21 árs, stúdent, gift og sjálf búin að stofna heimili, Þór- arinn, nemandi 1 6. bekk Menntaskólans, Sigrún 14 ára og Ingólfur á áttunda ári. Og ekki má gleyma barnabarn- inu, Kristjáni Andra, sem er nýorðinn eins árs. — Einhver sérstök áhuga- mál? — Eg hef ánægju af að hlusta á góða tónlist, af lestrl góðra bókmennta og leikhús- ferðum, þegar tómstundir gefast frá skyldustörfum. í skóla hafði ég mjög gaman af tungumálum, einkum ensku og þýzku, og sótti nokk ur námskeið í þeim, eftir að skóla sleppti. — Hefurðu ferðazt með < manni þínum, innanlands og <; utan? | — Já, ég hef farið með hon um til Norðurlandanna,' Þýzkalands og Englands, þeg ar hann hefur farið í fyrir- lestraferðir til þessara landa eða sótt ráðstefnur. Þá hef ég oft verið með honum á ferðum innanlands, þar sem unnið hefur verið á^ vegum Þjóðminjasafnsins. Ég hef aldrei hætt mér út í að að- stoða við uppgröft, heldur litið á þetta sem nokkra upp- lyftingu fyrir fjölskylduna að fylgjast með og skoða mig um. — Þú hefur farið með Kristjáni á nokkra kosninga- fundi úti á landi nú siðustu vikur? — Já, við vorum fyrst á ísafirði, og mér þótti mjög gaman að koma á mínar bernskustöðvar, í fyrsta skipti í tíu ár. Það er orðið langt síðan ég átti heima á ísafirði, en á meðan foreidr- ar mínir bjuggu þar, kom ég 1 heimsóknir alltaf öðru hverju. Síðan vorum við I Varma- hlíð í Skagafirði, á Egilsstöð- um og svo á Akureyri. Auk þess verða fundir á Selfossl og á Stapa. Mikil aðsókn var að öllum þessum fundum og mér virtust þeir takast vel. Við höfðum ánægju af þvi að hitta fólkið og ræða við það. Allir voru hlýlegir og tóku okkur sérstaklega vel. — Og hvernig lízt þér á horfurnar? — Eg treysti mér ekki til að dæma um það. Þetta hef- ur allt verið umsvifameira en ég hélt i fyrstu. En ég vona, að ég taki úrslitum rólega, á hvorn veg sem þau verða. Það dregur nú til þeirra og við sjáum brátt fram úr þessu, enda held ég, að gott sé fyrir alla, að þessu linni senn. Og svo er að bíða á- tekta. En ef þetta vandasama hlutverk verður lagt mér á herðar, þá mun ég að sjálf- sögðu reyna að gera það sem ég get til að standa vel I stöðu minni. Og ætli bezta vegarnestið verði þá ekki að taka til fyrirmyndar forna ís- lenzka greiðasemi og gest- risni. H. K. I I

x

30. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 30. júní
https://timarit.is/publication/815

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.