30. júní - 28.06.1968, Síða 4
4
30. JÚNÍ
Forsetakosningar
og flokkssjónarmið
Það hefur nú borið til tíðinda, að Morgunblaðið
hefur lýst stuðningi sínum við framboð Gunnars
Thoroddsens, þvert ofan í yfirlýsingar, sem fyrir
liggja um það, að stjórnmálaflokkar létu forseta-
framboðin afskiptalaus. Að vísu bregður ritstjórn
blaðsins því fyrir sig, að Morgunblaðið sé eign
hlutafélagsins Árvakurs, en ekki Sjálfstæðisflokks-
Ins, og sé félaginu því heimilt að styðja þann til
forsetakjörs, sem því sýnist.
Blaðinu 30. júní og skrifstofu stuðningsmanna
dr. Kristjáns Eldjárns hefur borizt fjöldi fyrirspurna
frá kjósendum, sem flestir eru flokksbundnir, um
stöðu flokksbundinna kjósenda við forsetakjörið
30. júní.
Svör og leiðbeiningar blaðsins og skrifstofunn-
ar eru einkum þessi:
1. Frambjóðendur til forsetakjörsins eru utan-
flokka og óháðir stjórnmálaflokkunum. Á þeim
forsendum leita þeir kjörfylgis hjá kjósendum,
flokksbundnum sem óflokksbundnum, og afsala
sér með því fyrrverandi flokkssjónarmiðum.
2. Stjórnmálaflokkarnir hafa allir samþykkt hlut-
leysi við forsetakosningarnar. Sérhver flokks-
maður er þvl frjáls og óbundinn af flokkssam-
þykktum um val forseta.
3. Dr. Kristján Eldjárn hefur ekki haft teljandi af-
skipti af stjórnmálum, en hinn frambjóðand-
inn, dr. Gunnar Thoroddsen, var áður áhrifa-
mikill sjálfstæðismaður, en er utanflokka í fram-
boði. Af þvl tilefni er athygli kjósenda Sjálf-
stæðisflokksins sérstaklega vakin á því, að for-
maður flokksins, dr. Bjarni Benediktsson, for-
sætisráðherra, hefur skýrt frá þvl í viðtali í
Morgunblaðinu 9. júní, að miðstjórn og þing-
flokkur Sjálfstæðisflokksins hafi samþykkt ein-
róma og ágreiningslaust að láta forsetakjörið
afskiptalaust og að flokksmenn séu frjálsir og
óbundnir af samþykktum flokksins um val for-
seta. Dr. Gunnar Thoroddsen hefur því ekki
umboð Sjálfstæðisflokksins og er ekki á hans
ábyrgð f framboði; en áskoranir kjósenda úr
öllum flokkum réðu miklu um framboð dr.
Kristjáns Eldjárns. Því er augljóst, að úrslit
kosninganna hafa ekki áhrif á álit eða stöðu
Sjálfstæðisflokksins fremur en annarra flokka.
Það breytir því engu í þessu efni, þótt útgáfu-
fyrirtæki Morgunblaðsins, Árvakur h.f., hafi í for-
ystugrein blaðsins hinn 23. júní lýst yfir stuðningi
við dr. Gunnar Thoroddsen. Morgunblaðið telur eftir
sem áður, að það hafi vafalaust verið „hyggilegt af
stjórnmálaflokkunum að taka ákvörðun um að hafa
sem slíkir ekki afskipti af forsetakosningunum, þvl
að fólkið vill fá að velja forseta án fyrirmæla flokks-
stjórna."
ÓLAFUR MIXA, læknir:
Varðar mestu
hvað maður ER
í sjónvarpsviðtaU við forseta-
efnin hinn 19. júní s.l. var oft
minnzt á „andstæðinga" dr.
Gunnars Thoroddsens. Enginn
er ég andstæðingur dr. Gunn-
ars. Eg hrósa happi yfir því að
mega velja milli tveggja valin-
kunnra manna með gagnmerka
fortíð í virðulegasta embætti
íslenzku þjóðarinnar. Og ég kýs
dr. Kristján Eldjárn. Orsakirn-
ar eru einkum þessar:
1. Embætti forseta íslands er
æðsta virðingarembætti þjóð-
arinnar. Hann er fulltrúi henn-
ar. Valið nú stendur ekki um
glæsimennsku og höfðingja-
snið, því að báðir eru frambjóð
endurnir þeim kostum búnir.
En maður með bakgrunn dr.
Kristjáns, kunnáttumaðurinn
um fólk og sögu lands vors,
verðmæti þess í munum, list-
sköpun, starfi og verki frá
fyrstu tíð, — slíkur maður er
tvímælalaust verðugasti full-
trúi íslenzku þjóðarinnar.
2. Sá, sem hefur í áratugi bar
izt í fremstu víglínu íslenzkra
stjórnmála í öllum þeirra hrá-
skinnaleik hagsmunabaráttu,
hrossakaupa og valdastreitu,
getur með engu móti orðið allra
bróðir þrátt fyrir sérstakan á-
setning. Hann hlýtur óhjá-
kvæmilega að eiga óvildarmenn,
hann hlýtur að hafa vissar hlut
drægar, persónulegar tilfinning
ar gagnvart fyrrverandi starfs-
bræðrum eða andstæðingum,
eiga sumum gott upp að inna,
en öðrum grátt að gjalda, flokk
um eða einstaklingum. Þótt slík
ur maður gerði sér, eins og bú-
ast má við, far um að sýna full
an drengskap í forsetaembætti,
getur hann aldrei verið samein
ingarfulltrúi heillar þjóðar. Það
væri og ekki nema mannlegt,
að einhverjar gamlar hræring-
ar gætu haft áhrif á vissar emb
ættisgjörðir slíks forseta, ef til
þeirra skyldi koma, og hverjar
sem þær kunna að verða.
Dr. Kristján Eldjárn er ó-
snortinn af vígaferlum stjórn-
málabaráttunnar.
3. Mögnuð mælska og skrýdd
orðgnótt, brýnd og skírð í eldi
orðastimpinga margra ára
stjórnmálabaráttu, er sannar-
lega falleg og aðdáunarverð og
mætti prýða hvern góðan for-
seta. En ekki er þó síður reisn
að sönnu látleysi. í ofangreind-
um sjónvarpsþætti voru báðir
frambjóðendurnir spurðir líkra
spurninga um eftirlætisiðju eða
frístundastarf þeirra hvors um
Ólafur Mixa
sig. Stjórnmálamaðurinn, sem
staðið hefur í fremstu röð
flokkabaráttunnar og hæstu
embættum hennar, svaraði:
kennsla og fræðastörf. En
fræðimaöurinn svaraði ekki:
þjóðmál. Hann svaraði: bara
starf mitt og fræðimennskan.
Það varðar mestu, hvað
maðurinn er. Reisuleg hógværð
og trúverðug framkoma eru
þeir kostir, sem umfram allt
skyldu prýða þjóðhöfðingja.
Slíkir kostir prýða dr. Kristján
Eldjárn.
4. Eg er ekki andstæðingur dr.
Gunnars Thoroddsens. En e.t.v.
er ég andstæðingur andstæð-
inga dr. Kristjáns Eldjárns.
Þeir segja: Dr. Eldjárn hefur
skrifað grein í Frjálsa þjóð (án
þess að nefna innihald hennar,
sem var fræöilegs eðlis). Þess
vegna er hann kommi, sem er .
hræðilegt, og þið skuluð vara
ykkur á því. Þeir segja: Dr.
Eldjárn var einn af sextíumenn
ingunum, sem beindu sér gegn
samkeppnislausum sjónvarps-
sendingum erlendrar þjóðar
(Bandaríkjamanna); þess
vegna er hann einfaldur NATO
andstæðingur og tvöfaldur
kommi. Þeir segja: Hvorugur
frambjóðendanna er bindindis-
maður; þess vegna eru þeir í
sama báti i þeim efnum.
Bæði aðferðir þeirra og efnis
legt innihald bera því þrátt fyr
ir allt keim gamalkunnra bar-
dagaaðferða. Þeir hafa voldug-
ustu dagblöðin og kunna að
beita þeim, svo að lítið beri á.
Þeir hafa mikið fjármagn. En
þeir hafa ekki hreinan skjöld.
Framh. á bls. 15.