30. júní - 28.06.1968, Blaðsíða 5
30. JÚNÍ
5
B
tbl.
Föstudagur 13. júní 1952;
S3SE:
Prentsmiðjs Motgunblaðsins.
líí&fiss' Thös'ss
.....
f sjónvarpsþættl stuðnings-
manna dr. Gunnars Thorodd-
sens 24. júní, var vitnað til um-
mæla Ólafs Thors um forseta-
embættið. Sú stutta tilvitnun,
sem þar var tekin upp, gefur
alveg ranga hugmynd um merk-
lngu orða Ólafs, eins og sanna
má með því að athuga lengri
kafla úr máli Ólafs og síðarl
ummæli hans um þetta. Ólafur
Thors skrifaði í Morgunblaðinu
SKÚLI ÞÓRÐARSON,
form. verkalýðs- og sjó-
mannafélags Akrancss:
Ég hef reynt að kynna mér
ummæli beggja frambjóð-
enda og stuðningsmanna 1
blöðum þeirra og sjónvarpi,
einnig ummæli ýmlssa
mætra manna, er lýst hafa
fyrir þjóðinni í aðalatriðum,
í hverju starf forseta íslands
er helzt fólgið.
Persónulega hef ég hvorug
um frambjóðanda kynnzt.
Menn úr öllum flokkum
hafa skorað á Kristján Eld-
Járn að gefa kost á séi til
framboðs og hann er til
kvaddur úr hópi valinkunnra
manna vegna sinna miklu
vinsælda og prúðmannlegrar
framkomu í starfi, er hann
hefur gegnt mörg undanfar-
in ár og lagt einstaka alúð
við, enda má segja, að hann
hafi vaxið með starfi sínu til
þess álits að vera valinn sem
forsetaefni. Virðist hann lík-
legur sigurvegari, ef dæma
má eftir undirtektum, hvar
sem hann hefur komið fram,
en þær eru á einn veg jafnt
hjá ungum sem öldnum.
2. febr. 1952 í minningargrein
um Svein Björnsson forseta:
„En aðal vandi forsetaembætt-
isins liggur þó í allt öðru. Hon-
um er ætlað að vita allt á sviði
stjórnmálanna, hafast ekki að,
Skúli Þórðarson.
Kristján Eldjárn er verð-
ugur fulltrúi þjóðarinnar,
hafinn yfir alla pólitíska
togstreitu.
Því mun þjóðin sýna hug
sinn sunnudaginn 30. júní
með því að fylkja sér um
kosningu hans.
en vera stöðugt viðbúinn. Þegar
svo örlagastundln rennur upp,
þegar stjórnarkreppur ógna og
yfir vofir glötun mikilla verð-
mæta, vegna þess að þjóðar-
skútan velkist um í ólgusjó
stjórnmálanna, eins og stjórn-
laust rekald, er þessum afskipta-
litla manni ætlað að grípa um
stjórnvölinn, taka málin í sín-
ar hendur, firra þjóðina voða
og koma þjóðarskútunni heilli í
höfn. Án efa er þetta alls staðar
erfitt verk þar sem forsetavald-
ið er með svipuðum hætti sem
hér á landi. En vissulega er það
hvergi jafn vandasamt sem
hér, vegna hinna lágkúrulegu
sjónarmiða, sem oft leiða af
smæð þjóðarinnar. Það er afar
þýðingarmikið að forsetl íslands
gerþekkl völundarhús stjórnmál-
anna. Hann þarf að geta leikið
á hljóðfærl sitt eins og snilling-
ur“.
Ólafur Thors ræddi síðan aft-
ur um þessi ummæli sín og
merkingu þeirra í Morgunblað-
inu 13. júní 1952. Þar segist hann
hafa talið síðustu málsgreinina
kjarna málsins og bætir síðan
við:
„Það var í þessu skyni, ein-
mitt til þess að forsetinn gæti
„leikið eins og snillingur á hljóð-
færi sitt“, að ég taldi honum
nauðsynlegt, að lífsstarf hans
hefði veitt honum svo mikla
innsýn í mannlega sál, að hon-
um yrði auðratað um öll „völ-
undarhús stjórnmálanna". Mér
var þá og er enn vel ljóst, að sú
þekking myndi auðvelda forset-
anum vandasama samninga við
stjórnmálamennina og sættir
milli þeirra."
Verðugur fulltrúi þjóðarinnar
ÓSKAR HALLDÓRSSON,
lektor:
„Engan hóf á
efstu skör
yfirborðið glæsta”
Dr. Kristján Eldjárn hefur
ekki sótzt eftir embætti forseta
íslands. Hann varð við óskum
mikils fjölda íslendinga um aS
gefa kost á að takast á hendur
vanda og vegsemd þessarar
stöðu. Væntanlegt framboð
Gunnars Thoroddsens var þá
alkunnugt, en jafnframt var
Ijóst, að þar hafði þjóðtn ekki
fundið sameiningartákn sltt. A8
öðrum kosti hefði framboð dr.
Kristjáns ekki vakið siíkan
fögnuð um land allt sem raun
varð á.
Kosningabarátta Kristjáns
Eldjárns hefur verið í fyllsta
samræmi við þennan aðdrag-
anda. Hún einkennist i hvívetna
af hógværð og drengskap.
Kristján er manna háttvísastur,
en yfirborðs- eða sýndar-
mennska er ósamrýmanleg fari
hans.
Kristján Eldjárn er skarpur
vísindamaður og hefur glöggan
skilning á fornum og nýjum
verðmætum þjóðar sinnar.
Menntun hans og hæfileikar
samfara mannkostum og far-
sæld í starfi hafa greitt honum
götu til æðsta embættis þjóðar-
innar.
Óskar Halldórsson.
3 0. JÚNÍ
Ritnefnd:
Bjarni Vilhjálmsson (ábm.),
Hersteinn Pálsson,
Jónas Kristjánsson, Ragnar Amalds,
Sigurður A. Magnússon.
Setning: Prentsmiðjan Edda.
Prentun: Prentsmiðja Þjóðviljans.