30. júní - 28.06.1968, Qupperneq 6

30. júní - 28.06.1968, Qupperneq 6
6 30. JÚNÍ Stuðningsmenn dr. Kristjáns Eldjárns í Norðurlandskjördæmi eystra héldu kynningarfund á Akureyri laugardaginn 22. júní. Ætlunin var að halda fundinn á íþróttavellinum, en vegna veðurhörku var hætt við það og fundurinn haldinn í íþróttaskála bæj- arins á Gleráreyrum. Voru þar saman komnir um 2500 menn, og hefur svo fjölmennur fundur aldrei verið haldinn norðanlands i manna minnum. Margir fundarmenn voru langt að komnir, og m. a. höfðu 50—60 bílar Þingeyinga samflot vestur yfir Vaðlaheiði. Fundarstjóri var Ámi Kristjánsson menntaskólakennari, en sjö menn fluttu ávörp og ljóð á fundinum. Dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóra voru heiðursgestir fundarins, og flutti dr. Kristján ávarp í fundarlok. Var þeim hjónum ákaflega vel fagnað, og þeir sem viðstaddir voru ljúka upp einum munni um það, að fundurinn hafi verið frábærlega áhrifamikill og eftirminnilegur. GUÐMUNDUR BJÖRNSSON, framkvæmdastjóri, Stöðvarfirði: VALIÐ ER AUÐVELT Hinn 30. júní n. k. gengur þjóffin aff kjörborðinu til aff velja hinu unga lýðveldi forseta. í kjöri eru tveir hámenntaðir menn, báffir meff doktorsnafn- bót, svo aff þeirra hluta vegna geta þeir eflaust, hvor sem er, gegnt hinu virðulega forseta- embætti meff sóma. Þar sem hér er ekki um flokks- póUtískar kosningar aff ræða, hlýtur val flestra kjósenda að vera bundiff við þeirra eigið mat á forsetaefnunum. Ég þekki hvorugan frambjóð- andann persónulega, svo að ég get ekkl gert upp á miili þeirra á þeim grundvelli, en tel að báð- lr getl þeir vegna menntunar slnnar og annarra hæfileika, meðfæddra og áunninna, full- komlega valdiff þeim vanda aff gegna íorsetaembættinu, svo að af þelm sökum ættl ég erfitt um val. Bn ég lít þannig á, að fleira þuríl til að koma en að forset- inn sé þeim vanda vaxinn að koma opinberlega fram á erlend- um og innlendum vettvangi, svo aff sómi sé aff. Ég álít, að fyrst og fremst þurfi forsetinn að vera samein- ingartákn þjóðarinnar, sómi hennar, sverð og skjöldur. Hann þarf að skynja hjart- slátt þjóffarinnar. Hann þarf að skynja gróand- ann í þjófflífinu. Hann þarf að skilja hugsun- arhátt alþýðunnar. Hann þarf aff vera fordóma- laus og án allrar undirhyggju. Og hvaffa heilvita maður með óbrjálaða dómgreind trúir því, að maður, sem eytt hefur mest- um hluta starfsævi sinnar í fremstu víglínu íslenzkrar stjórn- málabaráttu, þar sem á ýmsu veltur um greinarmun á sönnu og ósönnu, réttu og röngu og flokkshagsmunir eru settir öllu ofar, verði allt í einu svo íullur xéttlætis, að hann geti orðið merkisberi hins bezta, sem býr með þjóffinni? Þaff þarf meiri trúgirni en guð hefur gefiff mér til aff trúa slíku. Óskertrar réttlætiskenndar og siðgæðisvitundar er vænlegra að leita annars staffar en í hópi stjórnmálamannanna. Því er valiff ekki erfitt í kom- andl forsetakosningum fremur en í þeim síðustu. Af heilum huga greiði ég dr. Kristjáni Eldjárn mitt atkvæði, og ég trúi því, aff meff því vinni ég þjóð minni gagn. Guffmundur Björnsson. KJÖRFYLGI Kristjáns Eldjárns „Þjóðkjör" ver heilli síðu í að birta skrá yfir alla kaupstaði og hreppa landsins og finnur að því, að með- mælendur dr. Kristjáns Eldjáms dreifist ekki jafnt á sveitarfélögin og hljóti meðmælendur að hafa verið mun fleiri en þrjú þúsund, sem er hámark skv. stjórnar- skrá. Þegar frambjóðandi nýtur svo almenns fylgis sem dr. Kristján, má ætla, að fleiri óski að gerast meðmælendur en þörf er fyrir skv. stjómarskrá, og er eðlilegt, að það komi flatt upp á stuðningsmenn dr. Gunnars. Ástæðulaust er fyrir „Þjóðkjör“ að gera ráð fyrir, að kjósendur dr. Kristjáns reynist ekki vera úr öllum byggðarlögum landsins, enda munu tvímæh af tekin á kjördegi. Þó mun vonlítið um atkvæði úr Gmnnavík.

x

30. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 30. júní
https://timarit.is/publication/815

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.