30. júní - 28.06.1968, Blaðsíða 10
10
30. JÚNÍ
INGVAR GÍSLASON, alþingismaður, Akureyri:
Gætni í orðum og athöfnum mun
tryggja Kristjáni Eldjárn farsæld
- á forsetastóli
Tvær meginástæður ráða því,
að ég fagna mjög framboði
Kristjáns Eldjárns til forseta-
kjörs.
í fyrsta lagi er það lýðræðis-
ieg nauðsyn að kjósa forseta al-
mennum kosningum nú, þegar
mannaskipti eru óumflýjanleg
I forsetaembættinu. Þegjandi
„útnefning“ nýs manns í æðsta
embættl þjóðarinnar hefði jafn
gilt því að gera ákvæði stjórn-
arskrárinnar um þjóðkjör for-
seta að hlægilegum gervibók-
staf.
í öðru lagi hef ég ævinlega
verið þeirrar skoðunar, að velja
eigi forseta öðru fremur úr
hópi þeirra, sem lítt eða ekki
hafa verið við stjórnmál riðn-
ir. Eins og forsetaembættinu nú
er háttað, vil ég eiga þess kost
að þurfa ekki að velja til for-
seta umdeildan flokksforingja,
nýkominn úr eldlínu dægur-
málabaráttunnar. Mun svo fleir
um farið.
Framboð Kristjáns Eldjárns
var þegar í upphafi og er enn
með öllu óháð flokkspólitík,
enda á hann formælendur og
fylgismenn innan allra stjórn-
málaflokka.
Kristján Eldjárn hefur allt
það í fari sínu, sem prýða má
mann í embætti forseta ís-
lands. Hann er hófsemdarmað-
ur í skoðun og gerð, óflokks-
bundinn og nálega afskiptalaus
um stjórnmál alla ævi, þó að
nafn hans hafi einhvern tíma
fyrir ævalöngu staðið neðarlega
á framboðslista eins stjórnmála-
flokkanna í Reykjavik. Það ger-
ir hann heldur ekki að stjórn-
Ingvar Gíslason
málamanni né geta talizt stjórn
málaafskipti í eiginlegum
skilningi, þótt hann hafi fyrr
á árum skipað sér í fylking með
mönnum úr öllum stjórnmála-
flokkum til andstöðu við ein-
stök afmörkuð og mjög umdeil-
anleg málefni. En um nærfellt
20 ára skeið hefur Kristján
Eldjárn ekkert skipt sér af
stjórnmálum af einu eða neinu
tæi. Svo lítið sem hann lét til
sín taka í opinberum málum
fyrr á árum, mótaðist afstaða
hans jafnan af viðhorfum hins
gætna manns, túlkuð af hóf-
semd og virðingu fyrir réttum
lögum. Rangfærslur og endur-
tekin ofstækisskrif Þjóðkjörs-
ritstjóranna fá ekki breytt
þeirri sannfæringu, sem al-
menningur á íslandi hefur fyrir
óhlutdrægnl hans, réttsýni og
einlægri þjóðrækni. Ósæmilega
er og langt til seilzt í óheilind-
um að gefa i skyn, að Kristján
Eldjárn sé bundinn trúnaði við
annarleg öfl eða sjónarmið.
Margt myndi betur fara, ef
þjóðin hefði í forystu á sem
flestum sviðum hófstillingar-
menn af hans gerð.
Kristján Eldjárn er vel til
þess fallinn að vera íslenzkur
þjóðhöfðingl. Hin óvenju nánu
kynni hans af fólkinu í iand-
inu og högum þess til sjávar
og sveita og eðlislæg gætni í orð-
um og athöfnum mun tryggja
honum farsæld í vandasömum
stjórnarstörfum. Prúðmennska
hans og alhliða menntun, þ.á.m.
ágæt málakunnátta og reynsla
í umgengni við háttsetta menn
heima og erlendis, gerir hann
hverjum manni hæfari til þess
að koma fram sem æðsti full-
trúi þjóðar sinnar, hvar og hve
nær sem er. Hann hefur sér við
hlið frábæra konu að gáfum og
kvenlegu atgervi. Hann verður
manna sízt bendlaður við sér-
hagsmuna- eða stjórnmálasam
tök.
Gott er að geta kosið slikan
frambjóðanda.
Frá fundinum í Stapa
Stuðningsmenn dr. Kristjáns Eldjárns héldu samkomu að kvöldi 25. júní í hinu glæsilega félags-
heimili Stapa í Ytri-Njarðvík. Fundur þessi var einstæður meðal kynningarfunda forsetacfnanna
fyrir þá sök, að þar komu fram þingmenn allra flokka í Reykjaneskjördæmi. Fundarstjóri var Jón
Ármann Héðinsson alþingismaður, en hinir þingmennirnir, sem töluðu á fundinum, voru Gils
Guðmundsson, Jón Skaftason og Pétur Benediktsson. Er ræða Péturs birt á öðrum stað hér í
blaðinu. Auk þingmannanna fjögurra tóku til máls fimm menn aðrir á fundinum: Andrés Kristj-
ánsson, ritstjóri, Kópavogi, Árni Gunnlaugsson, lögfræðingur, Hafnarfirði, séra Björn Jónsson
Keflavík, Kristinn Lárusson, Sandgerði, og Páll Jónsson, Keflavík. — Samkomuhúsið var alskip-
að, og auk þess stóðu menn inni í salnum og frammi í anddyrinu svo sem þéttast mátti: Var
þarna saman komið nokkuð á þriðja þúsund manns. Heiðursgestir fundarins voru dr. Kristján
Eldjárn og frú Halldóra, kona hans. — Ræðumönnum mæltist skörulega. Var máli þeirra ákaflega
vel tekið og mikill bjartsýnishugur rikjandi á fundinum. Að lokum flutti dr. Kristján Eldjám
snjallt og hugnæmt ávarp, og fundarmenn hylltu þau hjónin ákaft og þökkuðu þeim komuna.