30. júní - 28.06.1968, Qupperneq 12

30. júní - 28.06.1968, Qupperneq 12
12 30. JONI PÁLMI PÉTURSSON, kennarl EMBÆTTI SEM ÞJÓÐIN SJÁLF VEITIR Því hefur stundum verið á loft haldið, að embættaveiting- ar ráðherra séu um of litaðar pólitískum viðhorfum, og liggja þar, að því er virðist, allir flokk- ar undir ásökunum. Það er því fagnaðarefni, að veitingavaldið til forsetaembætt- ls er í höndum fólksins sjálfs. Þjóðin veitir, með frjálsum kosningum, æðsta embætti landsins og þarf ekki við neinn að sakast nema sjálfa sig, hvernig til uekst; á herðum hennar hvílir ábyrgðin, sem er rökrétt afleiðing valdsins. Von- andi verður það ætíð svo, sem nú og áður, að valið er á milli manna úr röðum beztu sona landsins. Almennur vilji er á að hefja þessar kosningar yfir hversdags- mennskuna, pólitískar erjur og smámunasemi. Sú hætta er þó alltaf yfirvofandi, að það tak- ist ekki, ef kosið er á milli manna sem staðið hafa í póli- tísku sviðsljósi og ýmist níddir af andstæðingum eða hafnir til vegs af samherjum. Segir sig sjálft, að erfitt kann að vera fyrir kjósendur að meta raun- gildi umsagna um slíka menn. Stjórnmálaflokkarnir ákváðu að láta þessar kosningar afskipta- lausar að sinni, og lofaði það strax góðu. — Og svo kom fréttin. Eins og vorþeyr fór hún um landið, mitt í vetrarkuldanum. Hvarvetna yljaði hún fólki. Alls staðar birti yfir svip manna. „Dr. Kristján Eldjárn hefur loks gefið kost á sér til forsetakjörs", gekk frá manni til manns. Eng- um getur hafa skotizt yfir að veita eftirtekt þeirri almennu Kosningasjóður okkar þarfnast liðsinnis ykkar Ragnar Jónsson Kosningaskrifstofur stuðningsmanna dr. Kristjáns Eldjárns á kjördegi í nágrenni Reykjavíkur: KEFLAVÍK: Aðalskrifstofa á kjördegi er í Aðalveri, sími 1516. Kosningaskrifstofa er einnig að Hafnargötu 57, sími 2240, og er það bílasími og þar eru veittar upplýsingar um kjör- skrá. Keflvíkingar, látið skrá ykkur til starfa á kjördegi og lánið bíla. HAFNARFJÖRÐUR: Kosningaskrifstofan er að Strandgötu 4B. Hafið samband við skrifstofuna og látið skrá ykkur til starfa á kjördegi eða lánið bíla. Símar 52727 og 52728. SELTJARNARNES: Kosningaskrifstofan er á Vallarbraut 16. Seltjamamesbúar, komið í skrifstofuna eða hringið og látið skrá ykkur til starfa á kjördegi. Einnig þeir, sem geta lánað bíla. Símar: 13206 og 10655. GARÐAHREPPUR: Kosningaskrifstofan á kjördegi að Lækjarfit 2, símar 52733 og 52734. Opið allan laugardag og sunnudag. KÓPAVOGUR: Vesturbær: Kosningaskrifstofa á Borgarholtsbraut 43, sím- ar 42565 og 42634. Upplýsingar um kjörskrá og bíla í báðum símunum. Austurbær: Kosningaskrifstofa í Bræðratungu 17, símar 42427 og 42428. — Upplýsingar um kjörskrá og bíla í báð- um símunum. Kópavogsbúar, komið á kosningaskrifstofurnar, veitið upplýsingar, látið skrá ykkur til starfa á kjördegi eða lánið bíla. AKRANES: Kosningaskrifstofan er í félagsheimilinu Röst, sími 1716. Kaffisala á kjördag á sama stað. Akumesingar, látið skrá ykkur til starfa á kjördegi, einnig þeir, sem geta lánað bíla. MOSFELLSS VEIT: Kosnmgaskrifstofa Kristjáns Eldjáms verður að Tröllagili. Opin sem hér segir: Laugardaginn 29. júní frá 13 e.h. til kl. 22. Stmnudaginn 30. júní frá kl. 10 f.h. til 23 e.h. — Sími 66121 Fram að þeim tíma eru allcr upplýsingar gefnar í símum 66121 og 66211. Pálmi Pétursson þjóðarhreyfingu, sem strax varð vart, er fréttin barst um landið. Hvernig stóð á þessu? Svarið er einfalt. Hér hlýddi kalli maðurlnn, sem mikill hluti þjóðarinnar bað um og gat sameinazt um. Hinn hógværi menntamaður, sem staðið hefur traustan vörð um fjöregg íslenzkrar þjóðar, menn- ingararf liðinna kynslóða, hinn glaðværi nútímamaður, er met- ur samtíð sína, hinn íhugull, vökuli vísindamaður, sem lelt- ar staðreynda og hefur það ætið, er sannara reynist, hlnn síungi, tildurlausi fulltrúl þess, sem sannast er og göfugast í íslenzkri manngerð. Það er hamingja hverrar þjóðar að eiga þess kost að senda slíkan mann sem sameln- ingartákn í æðsta embættl sltt. Einmitt þess vegna kýs ég dr. Kristján Eldjárn sem forseta is- lenzka lýðveldisins.

x

30. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 30. júní
https://timarit.is/publication/815

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.