30. júní - 28.06.1968, Page 16

30. júní - 28.06.1968, Page 16
16 30. JÚNÍ HERSTEINN PÁLSSON VÍÐA BLÁSA SVALVINDAR Eins og menn vita, var í upp- hafi kosningahríðarinnar gerð tilraun til að bæta vígstöðu Gunnars Thoroddsens með því að telja almenningi trú um, að íramboð hans væri stjórn Sjálf- stæðisflokksins ekki aðeins þóknanlegt, heldur væri sá mað- Ólafur E. Einarsson. Fylgið sannfæringu ykkar. — Kjósið dr. Kristján Eldjárn Allt frá unglingsárum mín- um hefi ég haft afskipti af sveitarstjórnar- og alþingis- kosningum hverju sinni, og ekki hefur neinn vafi leikið á skoðunum mlnum. Fylgt hefi ég Sjálfstæðisflokknum og frambjóðendum hans af heilum hug. Nú hefur einn af mínum góðu vinum á Suðurnesium furðað sig á þeirri ákvörðun minni að kjósa dr. Krístján Eldjárn við forsetakjörið 30. Júní n.k. Við þennan góða vin minn og fleiri vil ég segja þetta: Allir stjórnmálaflokkarnir hafa lýst því yfir, að forseta- kosningarnar skuli vera ó- pólitiskar að þessu sinni. Auðvitað á hver og einn að kjósa eftir sinni beztu sann- færingu, ekki sízt þegar öll flokksbönd hafa verið leyst. — Minnugir forsetakosning- anna 1952, sem þá voru póli- tlskar, og úrslitanna, sem Framh. á bls. 15. ur í rauninni frambjóðandi þess flokks við forsetakosningarnar. Hvort tveggja er rangt, eins og lýst hefir verið yfir opinber- lega — meðal annars af Bjarna Benediktssynl forsætisráðherra. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefir hvorki gert samþykkt um, að framboð þetta sé henni sér- staklega að skapi, né heldur að hún veiti Gunnari Thoroddsen brautargengi, svo að flokksmenn eigi að styðja hann. Hitt er rétt, að einstakir ráð- herrar flokksins hafa látið birta eftir sig greinar eða jafnvel flutt ræður, þar sem þeir lýsa stuðn- ingi við Gunnar Thoroddsen vegna stjórnmálaafskipta hans. Þeir hinir sömu sem studdu séra Bjarna Jónsson 1952, af því að hann var ekki stjórnmálamaður, berjast nú gegn þeim rökum og kenningum, sem þeir settu fram þá. Er nokkur furða, þótt al- mennlngur hafl litla trú á „rök- um“ slíkra manna, sem þann- ig snúast? Raunar mætti einnig spyrja þessa menn, hvort það sé ekki mikil vanrækslusynd hjá þeim, úr því að forseta er slík nauð- syn að hafa vaðið forir stjórn- málanna, að þeir skuli ekki hafa reynt að breyta stjórnarskránni á þá leið, að þjóðin sé firrt þeim voða, sem fólginn er í því, að þar eru engar skorður við því reistar, að aðrir séu færir um að gegna embætti forseta ís- lands. Annars verður mjög að efast um, að allir þeir, sem hafa vitn- að með Gunnari Thoroddsen, geri slíkt sem sjálfboðaliðar. Er miklu sennilegra, að þeir hafi látið til leiðast fyrir þrábeiðni þess manns, sem verður þess glögglega var, að framboð hans finnur ekki hljómgrunn með þjóðinnl. Og það liggur næstum 1 hlutarins eðli, að sumir stjórnmálamenn telji stjórn- málavafstur nauðsynlega for- sendu framboðs til forseta. Ella telja þeir sig kippa stoðunum undan starfi og striti sjálfra sín. Ef til vill finnst þeim, að þeir verði að auðsýna „stéttvísi", þeg- Frh. á bls. 15. Ávarp til kjósenda Nú eru örfáir dagar til forsetakjörs. Það er nú ijóst orðið, að framboð dr. Kristjáns Eldjárns til hins háa embættis á geysiiegu fyigi að fagna með þjóðinnl. Undirtektir almenn- ings hafa verið einstaklega góðar, hvar sem stuðningsmenn hans hafa boðað samkomur. Feikilegur fjöldi einstakiinga hefur auk þess komið til fylgis við framboð dr. Kristjáns og boðið fram krafta sína til að vlnna að sigri hans. Þessar und- irtektir eru okkur, sem frá öndverðu áttum hlut að framboð- inu, nægileg sönnun þess, að sú ákvörðun hafi verið rétt og heillavænleg. En sigur vinnst ekki fyrr en á kjördegl. Þótt horfur séu glæsilegar, er of snemmt að slaka á. Því viljum við skora á stuðningsmenn dr. Kristjáns Eldjárns að sameina nú alla krafta sina við lokaátakið. Markmið okkar er ekki naumur meirihluti, markmiðið er stórsigur dr. Kristjáns Eldjárns 30. júní. Þjóðin á þess nú kost að sameinast um glæsilegt for- setaefni. Þeim kosti mun hún ekki hafna, en hvert eitt at- kvæði, sem fellur dr. Kristjáni Eldjárn í skaut, stuðlar að þjóðlegri einingu og þjóðlegri reisn. Keppum nú sem fyrr af prúðmennsku og drengskap! Leggjumst öll á eitt! Kjósum Kristján! Benedikt Blöndal. Hilmar Foss. Kristján Karlsson. Stefán Jóh. Stefánsson. Guðmundur Hjartarson. Jóhannes Elíasson. Kristján Thorlacius. Steingrímur Hermannsson. Ilatldór E. Sigurðsson. Jónas Árnason. Ragnar Jónsson. Svandís Skúladóttir. Hersteinn Pálsson. Karl Guðjónsson. Sigurður Guðmundsson. Þorsteinn Pétursson. Örlygur Geirsson. GUNNAR GUÐBJARTSSON form. Stéttarsambands bænda: í nánum tengslum við fornan menningararf íslendingar eru sjálfstæð þjóð fyrir það, að þeir hafa varðveitt sitt sérstæða tungumái nær óbreytt um þúsund ár og við- haldið sérstakri þjóðmenningu, sem hefur þroskazt í sambúð þjóðarinnar við harðbýlt land og duttlungasama veðráttu frá upphafi íslandsbyggðar. Allmikið hefur á því borið síðustu ár, að lítið sé gert úr gildi þjóðmenningar okkar, að ekki sé hirt um verndun móð- urmálsins og vanmetið sé gildl okkar fornu og þjóðlegu atvinnu- hátta, landbúnaðar og sjávar- útvegs, einmitt þeirra þátta, sem hafa tengt þjóðina land- inu og náttúruöflunum og verið styrkustu stoðirnar í við'haldi þjóðmenningar okkar. Þetta van- mat hefur ekki hvað sízt beinzt að landbúnaðinum, hlut bænda- stéttarinnar í þjóðlífinu og sér- stöku hlutverkl hennar í við- haldl þjóðmenningar okkar og tengslunum við landið og for- tíðina. í þessu vanmatl felst mikll hætta fyrir sjálfstæði þjóðar- innar, og getur það leitt tll þess, að við glötum rétti okkar til sjálfstæðrar tilveru sem þjóðar. Forsetl landsins getur miklu fremur en aðrir menn haft áhrif á hugsunarhátt fólksins í land- inu I þessu efni sem öðrum. Hann hefur það hlutverk, að mínum dómi, að vekja þjóðina til aukins skilnings á þelm þáttum, sem mestu orka um sjálfstæði hennar og þjóðarvit- und. Nú eigum við völ á forsetaefni, sem er uppalið I sveit, 1 nánum Framh. á bls. 7.

x

30. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 30. júní
https://timarit.is/publication/815

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.