Austurland - 05.02.1965, Síða 4
4
AUSTURLAND
Neskaupstað, 5. febrúar 1965.
600 milljóna kr. sjóður
I verkföllunum miklu 1955,
knúðu verklýðssamtökin iþa.5
fram meðal annars, að stofnaður
skyldi atvinnuleysistrygginga-
sjóður er greiddi meðlimum verk-
lýðsfélaganna dagpeninga á at-
vinnuleysistímum. Á næsta þingi
voru svo sett lög um atvinnu-
leysistryggingar og atvinnuleys-
istryggingasjóðnuimi tryggðar
miklar tekjur frá ríki, sveitarfé-
lögum og atvinnurekendum.
Sjóður þessi hefur vaxið hröð-
um skrefum ár frá ári og er nú
orðinn meir en 600 millj. kr. og
mun vera gildasti almenni sjóð-
urinn, sem Islendingar eiga.
Síðan sjóðurinn tók til starfa
hefur árferði verið með þei.n1
hættl, að atvinnuleysisbætur hafa
verið sáralitlar. Alls nema þær
innan við 5 millj. kr. og hafa
þær að mestu gengið til Norð-
lendinga, vegna árstíðarbundins
atvinnuleysis nyrðra.
Atvinnuleysistryggingasjóður-
inn hefur lánað mjög mikið fé —
hundruð milljóna króna — til
margvíslegra þýðingarmikilla
framkvæmda víðsvegar á landinu,
s. s. til hafnargerða, fiskvinnslu-
stöðva og síldarverksmiðja og
hefur þannig greitt mjög mikið
fyrir uppbyggingu atvinnulífsins
víðsvegar á landinu. Auk þess
hefur sjóðurinn. lánað stórfé til
íbúðabygginga.
Það má því segja, að árangur
verkfallanna 1955 hefur orðið
mikill og góður og mun íslenzk-
ur verkalýður um langan aldur
búa að þeim sigri.
Þær fátæklegu upplýsingar,
sem hér að framan eru skráðar,
eru fengnar úr grein, sem for-
maður sjóðsstjórnarinnar, Hjáim-
ar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri
skrifaði í nýútkomið heftir Sveit-
arstjórnarmála.
Og nú hlýtur sú spurning að
vakna, hvort ekki sé orðið tíma-
bært að endurskoða lögín um at-
vinnuleysistryggingar. tÞaju fela
sjálf í sér ákvæði um, að það
skuli gert, en mér vitanlega hef-
ur sú endurskoðun ekki farið
fram.
En hverra breytinga er þörf á
löggjöfinni um atvinnuleysis-
tryggingar ?
1 fyrsta lagi þarf að margialda
atvinnuleysisbæturnar. Þær eru
nú si.-niánarlega lágar, en sjóður-
inn hinsvegar svo öflugur, að
engin ástæða er til að skera bæt-
ur við neglur sér.
1 öðru lagi þarf verklýðshreyf-
ingin að fá umráð yfir sjóðnum,
en eins og er hefur ríkisvaldið
yfir honum að segja. Atvinnu-
leysistryggingasjóðurinn er eign
verklýðshreyfingarinnar og verk-
lýðshreyfingin á að stýra þessari
eign sinni.
Og svo hlýtur sú spurning að
vakna, hvort ástæða sé til frek-
ari sjóðssöfnunar. Vaxtatekjur
sjóðsins hljóta að vera nálægt 40
millj. kr. á ári og fara vaxandi,
þar sem alltaf leggst eitthvað við
höfuðstólinn á meðan ekki kem-
ur verulegt atvinnuleysi.
Getur ekki verklýðshreyfingin
unað þeirri sjóðssöfnun, sem
orðin er, og hægt á henni? Mætti
t. d. ekki fella niður framlag at-
vinnurekenda gegn því, að fram
næðu að ganga kjarabætur á
öðru sviði? Og framlög ríkis og
sveitarfélaga imiætti fella niður
gegn því að tilsvarandi upphæð
renni til að hrinda í framkvæmd
einhverjum öðrum hagsmunamál-
Á iþriðjudagsmorgun undirrit-
uðu samninganefndir sjómanna
og útgerðarmanna í deilu þeirri,
er staðið hefur að undanförnu
um kjör sjómanna í tíu kaup-
stöðum og kauptúnum nýja kjara
samninga er voru samdægurs
bornir undir atkv. í fél. þeim, er
í deilunni áttu, og voru þeir
samþykktir og var verkfallinu,
sem stóð í fimm vikur, aflýst
síðdegis á miðvikudag. Sjómenn
saimþykktu samningana með 255
atkv. gegn 197 en útgerðarmenn
með 134 atkv. gegn 43.
Samningarnir eru næstum sam-
hljóða miðlunartillögu, sem
sáttasemjari hafði áður lagt fram
og sjómenn höfðu fellt með 235
atkvæðum gegn 197.
Utgerðarimenn höfðu lagt á
það mikla áherzlu, að fá skipta-
prósentu á þorskveiðum með
nót lækkaða, en fram að þessu
hafa sjómenn haldið því fram,
að sömu skiptakjör ættu að gilda
við þær veiðar sem á sildveiðum.
Otgerðarmönnum tókst að
'knýja fram nokkra lækkun á
þessum lið, eða um 1%. Verða
kjörin á þorskveiðum með nót á
þeim stöðum, sem samningarnir
taka til, sem hér segir:
Á bátum undir 60 tonnum 38%
í 10 staði.
Á bátum 60—120 tonn 36.5%
í 11 staði.
Á bátum 120—240 tonn 35.5%
í 12 staði.
Á bátum 240—300 tonn 35.5%
í 13 staði.
Á bátum 300—400 tonn 35.0%
í 14 staði.
Aftur á móti fengu sjómenn
Mdnafindur
ónýtur
1 haust var Djúpavogsbáturinn
Mánatindur tekinn í slipp hér í
Nesk. og skyldi fara fram á hon-
um gagngerð viðgerð.
Við rannsókn kom í ljós, að
skipið var svo illa farið af þurra-
fúa, að það mun hafa verið dæmt
ónýtt og mun Mánatindur þar
ineð úr sögunni.
En vonandi verður þess ekki
iangt að bíða, að annar Mána-
tindur korni til Djúpavogs.
um verkalýðsins, eða einhverjum
réttinda- eða menninga|rmálum,
semi verklýðshreyfingin ber fyrir
brjósti ?
Ég álít, að verklýðshreyfingin
ætti að íhuga vandlega, hvort
ekki sé í samræmi við hagsmuni
meðlima hennar að draga úr
hraðanum í sjóðmyndun atvinnu-
leysistrygginganna, og snúa sér
jafnframt að öðrum aðkallandi
verkefnum, sem im'ikil þörf er að
sinna.
nokkrar kjarabætur á línu- og
netaveiðum. Á bátum 30—50
lesta verður skiptaprósentan ó-
breytt, en fækkað er um einn
mann. Á bátum 50—130 tonna
hækkar skiptaprósentan úr 29.5%
í 31.0%, er skiptist í 11 staði.
Kaupgjaldsliðir samninganna,
þar með talin kauptrygging,
hækka um 5%.
Héðinn reisir
brœðsluna á
Djúpavogi
Frá því hefur verið greint hér
í blaðinu, að loks hafi tekizt að
fá fyrirgreiðslu stjórnarvalda til
að síldarVerksmiðja verði reist á
Djúpavogi.
Nú hefur verið samið við Vél-
simiðjuna Héðin í Reykjavík,
sem reist hefur flestar austfirzku
verksmiðjurnar, um að það fyr-
irtæki taki að sér verkið fyrir 13
millj. kr. og mun verða hafizt
handa strax og ástæður leyfa og
mun verksmiðjan taka til starfa
í sumar.
Fengizt hefur loforð fyrir rík-
isábyrgð á 80% stofnkostnaðar
verksimiðjunnar. Hreppurinn hef-
ur lagt fram 500 þús. kr., en
auk þess hefur verið safnað
framlögum meðal einstaklinga og
hefur almennur áhugi komið
fram í því, að söfnun gengur vel
og leggja menn fram 5—100 þús.
kr. -— Þorpsfoúum hlýtur líka að
vera það ljóst, að til imikils er
að vinna, því verksmiðjan á á-
reiðanlega eftir að vera mikil
lyftistöng fyrir þorpið.
Ekki hefur verið stofnað nýtt
félag til að reisa og reka verk-
smiðjuna. Búlandstindur hf.,
sem stofnað var 1946 og rekur
hraðfrystihúsið á staðnum og
bátana Sunnutind og Mánatind,
verður eigandi ' verksmiðjunnar.
Verður þarna um að ræða sama
fyrirkomulag og verið er að
koma á hér, að láta saima aðil-
ann reka síldarverksmiðju, út-
gerð og frystihús, þannig, að
hver einstakur þáttur þessarar
starfsemi geti notið stuðnings frá
hinum.
Rafmagnsmál Austfirðinga
Nú er talið, að uppsett dísilvélaafl á orkuveitusvæði Grímsár, j
sé um 2800 kw, en sjálf getur Grímsárvirkjun, þegar bezt jj
gegnir, framleitt kringum 3000 kw. Fyrirsjáanlegt er, eftir ;
þeirri reynslu, sem fengin er og þegar höfð er í huga hin
mi-kla aukning, sem framundan er á síldarbræðslum og rekstri ;
frystihúsa vegna síldarfrystingar og nokkur vélvæðing hjá ;
söltunarstöðvunuim', að þörf er á meiri orku en nú er fyrir ;
hendi, þó öll dísilorkan sé notuð og öll orka Grímsárvirkjunar.
Svo er þess að gæta, að orkuvinnsla Grímsár fellur oft i;
mjög mikið, einmitt á annatíinanum, einkum þó í nóvember- t,
mánuði, en þá imá reikna með, að orkuframleiðsla Grímsár
minnki stórlega, eða stöðvist jafnvel með öllu.
Nú er ráðgert að sett verði upp næsta sumar ný dísilvéla-
samstæða á Seyðisfirði 1700 kw, og önnur á Fáskrúðsfirði
440 kw. Má þá gera ráð fyrir, miðað við útlit, að á þessu ári j;
verði næg raforka fyrir hendi, jafnvel þó Grímsá brygðist að j;
verulegu leyti á aðalvinnslutímanum. Er það öfugþróun, að j;
byggja orkufraimleiðsluna að æ meira leyti á disilstöðvum. ;
Grímsárvirkjun er sífellt að verða þýðingarminni í orkufram- j;
leiðslu Austfirðinga, en dísilstöðvar taka við því hlutverki,
sem vatnsaflsstöð var 'ætlað. j;
En urn framtíðarlausn í rafmagnsmálum okkar er það
helzt að segja, að gert er ráð fyrir því, að Austurlandssvæð- j;
ið verði tengt við Laxárvirkjunarsvæðið fyrir norðan irneð
línu. Sú lína mun kosta um 65 millj. kr. Er hér um að ræða
,,hundinn“, sem frægur var á sínum tíma. Enn hefur ekkert
verið ákveðið um það hvenær þessi lína verði lögð, en búizt j
við, að enn þurfi að auka dísilaflið í millitíðinni, eða reisa j;
gastúrbínustöð. j
Á Djúpavogi, þar sem reist verður síldarverksmiðja á þessu jj
ári, gera Rafmagnsveitur ríkisins ráð fyrir, að setja upp nýja j
220 kw dísilstöð. ;;
5 yikna sjómanna
verkíalli lokið