Austurland - 03.05.1968, Blaðsíða 4
i
r
AUSTURLAND
Neskaupstað, 3. maí 1968.
Hvaö er í fréttum?
Frá Reyðarfirði
Reyðarfirði, 30. apríl — ÞG/HG
Aflabrögð
Hér er aðeins einn bátur gerð-
ur út, Snæfugl. Hann er nú búinn
að fá tæpar 800 lestir á vertíð-
inni, þar af hefur 116 lestum ver-
ið landað annars staðar. Aflinn
hefur fafið í frystingu og salt,
ufsinn allur í frystingu og þorsk-
urinn flattur og saltaður. Síðast-
liðinn sunnudag kom Snæfuglinn
með tæp 40 tonn.
Félagslíf
Félagslíf hefur verið allgott.
Auk félagsvista á vegum kvenfé-
lagsins og reglulegra kvikmynda-
sýninga hefur allgott líf verið í
sumum félögum. Þann 30. marz
sl. hélt slysavarnardeildin Ársól
fjölsótta skemmtun til fjáröflún-
ar. Meðal annars las Jóhann Ög-
mundsson hluta úr Gullna hlið-
inu, og var því vel tekið. Nýstár-
leg fegurðarsamkeppni lífgaði
upp á skemmtunina, leikþættir og
fleira. Á eftir var stiginn dans.
Slysavarnardeildin Ársól verður
30 ára á þessu ári í desember.
Formaður hennar er Fljalti Gunn-
a.rsson,
Þá eigum við hér Lions-klúbb,
er hélt sameiginlega árshátíð með
Eskfirðingum og Fáskrúðsfirðing-
um 6. apríl sl. Sátu um 80 manns
hófið, er hófst með borðhaldi, en
til skemmtunar var upplestur, al-
mennur söngur og fleira. Dansinn
fylgdi svo auðvitað í kjölfarið.
Fór hófið hið bezta fram. For-
maður klúbbsins hér þetta árið er
Hjalti Gunnarsson.
Nemendur Barna- og unglinga-
skóla Reyðarfjarðar héldu árs-
hátíð sína 21. apríl og tókst hún
hið bezta. Til skemmtunar voru
fjórir leikþættir, er unglingar
önnuðust, upplestur og söngur
allra bekkja Barnaskólans undir
stjórn Sigurðar Ármannssonar, er
kennt hefur söng í vetur við skól-
ann. Auk þess var sýnd kvik-
myndin Syngjandi Ukraína, er
skólinn fékk að gjöi' í vetur.
Þá ber að telja síðast en ekki
sízt frumsýningu Leikfélags Reyð-
arfjarðar á gamanleiknum Þrír
eiginmenn, er Jóhann Ögmunds-
son frá Akureyri stjórnaði. Leík-
tjöld málaði Steinþór Eiríksson á
Egilsstöðum. Sýningin var fjöl-
sótt og þótti góð. og var frum-
sýningin á sumardaginn fyrsta.
Leikendur voru sex. Það liggur
mikil vinna að baki slíkra sýn-
inga áhugamanna, og ber að
styðja slíka starfsemi eftir föng-
um, Núverandi formaður fclags-
ins er Björn Jónsson.
Itúnaður
búpeningi bænda hér í vetur.
Snjór hefur ekki verið ýkja mik-
ill, en svellalög ærin á láglendi.
Heybirgðir munu þó vera all
sæmilegar enn sem komið er, en
bændur horfa með kvíða til kom-
andi tíma, því að fóðurbætir hef-
ur stórhækkað í verði og nú á
stórkostleg hækkun að koma á á-
burð í vor. Er það í góðu sam-
ræmi við þá stefnu ríkisstjórnar-
innar að drepa niður innlenda at-
vinnuvegi og gera okkur þar með
háð erlendu atvinnuvaldi.
Óánægja með SR
Atvinnuástand hefur verið þol-
anlegt en vinna stopul. Mikil
vinna var við skipaafgreiðslu að
loknu verkfalli, og var fóðurbæti
þá ekið til bænda á Héraði. Aðal
atvinna önnur hefur verið í sam-
bandi við fiskinn, en nokkuð hef-
ur borið á því, að menn leituðu
t:l Eskifjarðar í vinnu, en þar
hefur verið mikil atvinna við
fiskverkun. Á tímabili lönduðu
Eskifjarðarbátar hér, og var fisk-
inum ekið til Eskifjarðar, sem þá
var lokaður vegna íss.
Almenn óánægja ríkir með
starfsemi SR hér, enda ekki að
undra, þar sem verksmiðjan hef-
ur staða óhreyfð í vetur, ekki
einu sinni reynt að taka við loðnu,
og er þetta eflaust í samræmi við
fögur fyrirheit stjórnarvalda um
atvinnuaukningu, ekki sízt úti á
landsbyggðinni. Einungis þrír
menn auk verksmiðjustjóra hafa
starfað í verksmiðjunni, og kom
í Ijós í verkfallinu, að þeirra
verksvið allra var eitt og hið
sama, — verkstjórn. Þessi
frammistaða ríkisverksmiðju vek-
ur að vonum athygli og spurn-
ingar.
Ó\iss embættí
Læknishéraðið hefur nú verið
auglýst laust til umsóknar, en
Jónas Oddsson héraðslæknir hefur
sagt starfi sínu lausu, og er í
honum mikil eftirsjá. Menn vona
í lengstu lög, að Þorvarður Brynj-
ólfsson, er þjónar nú héraðinu,
taki við, því að hér er um ungan
röskleikamann að ræða.
Menn fagna hér almennt fram-
boði Kristjáns Eldjárns þjóðminja-
varðar til forsetakjörs, og er mik-
ill áhugi hjá Reyðfirðingum um
að tryggja sem bezt kjör lians,
er væri til sæmdar íslenzkri þjóð.
Frá Hallormsstað
Ilallormsstað, 30. apríl. — Sibl.
Kúnaðarfélag sjötugt
Búnaðarfélag Austur-Valla varð
sjötugt hinn 24. þ. m. (en þess
verður að geta, að í Vallahreppi
eru tvö búuaðarfélög). Það var
stofnað þennan dag árið 1898. Fé-
lagið hélt upp á afmælio með
myndarlegu hófi á Iðavöllum á
sumardagmn fyrsta og bauð öll-
um sveitungum þangað, en einnig
stjórn Búnaðarsambands Austur-
lands og Þorsteini Jónssyni, fyrr-
verandi kaupfélagsstjóra á Reyð-
arfirði, sem er gamall Austur-
Vallamaður. Var fyrst kaffi-
drykkja og annar glaðningur, en
að lokum stiginn dans til kl. 4 um
nóttina. Var veizla þessi hin
ánægjulegasta.
Fyrstu stjórn Búnaðarfélags
Austur-Valla skipuðu þessir bænd-
ur: Gunnar Pálsson á Ketilsstöð-
um formaður, Vigfús Þórðarson
á Eyjólfsstöðum skrifari og Jón
Bergsson á Egilsstöðum féhirðir.
Félagið hafði alltaf búfróða menn
í þjónustu sinni fram um 1940 og
hafði frumkvæði í ræktun á fé-
lagssvæðinu. Árið 1903 var keypt-
ur plógur og tvenn aktygi. Árið
1906 var keypt herff, en siðan
ekki fleiri jarðvinnsluverkfæri í
20 ár. Árið 1926 var stofnað
ræktunarsamband Vallafélaganna
og Skriðdælinga og kallað „Litla
sambandið". Það stóð í 3 ár, til
1929. Það ár var samþykkt að
kaupa dráttarvél, sem kom árið
1930 með jarðvinnslutækjum.
Ekki var unnið mik:ð með drátt-
arvél þessari og var hún seld árið
1933. Árið 1946 keyptu Vallabún-
aðarfélögin fyrstu jarðýtuna sem
kom til Austurlands. Var það
International TD 6, sem þótti hið
Það vakti athygli manna, er
mikið lestaður norskur fiskibátur
sigldi inn Norðfjörð 1. maí. Var
því líkast, sem þar færi drekk-
hlaðið síldveiðiskip, með síldar-
hleðslu eins og sagt er.
Þetta var norska selveiðiskipið
Ásbjörn. Hafði skipið viðkomu
hér á leið sinni til Noregs frá Ný-
fundnalandi, til að bæta við olíu-
forða sinn. Við Nýfundnaland
stundaði skipið selveiðar um mán-
aðartíma, en siglingin hvora leið
tekur 10 til 12 daga.
Mörg norsk selveiðiskip eru nú
á heimleið frá Nýfundnalandi. Er
afli þeirra misjafn og mun afli
Ásbjörns vera beztur að þessu
sinni, um 10 þúsund dýr, sem er
fullfermi skipsins.
1 ár höfðu norsku selveiðiskipin
veiðiheimikl aðeins einn mánuð,
tímabilið frá 24. marz til 24. apr-
íl, er það 10 dögum styttri veiði-
tími en á sl. ári. Að sögn Norð-
manna er nú minni þátttaka í
þessum veiðu'm en áður hefur ver-
ið vegna mikils verðfalls á sel-
spjki.
-Er seh'eiðiskipin í'oru til Ný-
mesta kostaverkfæri. Jarðýta
þessi var seld árið 1953, en hafði
þá unnið mjög mikið í hreppnum.
Búnaðarfélagið lét búfjárkyn-
bætur til sín taka. Þannig var á
fundi árið 1929 rætt um naut-
griparækt og komið á reglubundn-
um fitumælingum mjólkur. Árið
1934 var rætt um stofnun mjólk-
urbús, sem ekki varð að veru-
leika fyrr en eftir meira en 20 ár.
Formenn Búnaðarfélags Aust-
ur-Valla hafa auk Gunnars á Ket-
ilsstöðum verið þessir:
Hallgrímur Þórarinsson á Ket-
ilsstöðum, Pétur Jónsson á Egils-
stöðum, Benedikt Guðnason í Ás-
garði, Axel Sigurðsson á Gísla-
stöðum og Magnús Sigurðsson á
Ulfsstöðum.
Allmargar ræður voru fiuttar
yfir borðum og komu þar fram
ýmsar merkar upplýsingar um
búskap hér í sveit og á Héraði.
Ekki verður neitt rakið hér af
innihaldi í ræðum manna, nema
hvað geta verður eins góðs orð-
tækis, sem Snæþór á Gilsárteigi
notaði í sinni ræðu. Þetta orðtæki
er haft eftir Jóhanni á Brenni-
stöðum í Eiðaþinghá. Hann sagði:
„Þegar guð er kjötlau’s“ um það,
þegar fellt var úr hor!
Skólaslit Húsmæðraskólans á
Hallormsstað
Húsmæðraskólanum var slitið
laugardaginn 27. apríl. Séra
Ágúst Sigurðsson messaði í upp-
hafi athafnarinnar, en síðan
skýrði Ingveldur Anna Pálsdótt-
Framh. á 3. síðu.
fundnalands í marz sl., lá leið
þeirra fyrir norðan Island,
hrepptu skipin þá hið yersta veð-
ur, mikil ísing hlóðst á þau og
sum urðu fyrir áföllum.
Gefur að skilja að veiðar þess-
ar eru all slarksamar, þar sem
þær eru stundaðar um hávetur
og liggja skipin langt inni í rek-
ísnum um veiðitímann. Eru áhafn-
irnar, sem á stóru skipunum eru
20 til 24 menn, sendar út á ísinn
til fanga, brjótast svo skipin í
gegnum ísinn milli kasanna og
hirða upp fenginn. Bera selveiði-
mennirnir það með sér, að þeír
eru harðneskjumenn. Minnist ég
þess, að liér lágu einu sinni nokk-
ur norsk selveiðiskip, sem stund-
uðu þá síldveiðar. Þeirra á meðal
var um 500 lesta skip, scm hét
ITnrmoni, hafði það skip verið
aflahæsta selveiðiskipið þá um
árabil. Skipstjórinn var roskinn
maður, heljarmenni í útliti með
hörkulegan svip, minnti hann mig
óneitanlega á Skugga-Svein þeg-
ar ég sá hann fyrst. Sögðu Norð-
ménn að meðal selveiðimanna
Framh, k 3. tíðu,
Norskur selveidari kom
til Neskaupstaðar 1. maí
líiklai’ úuiiatöðu* kufa veri’ö á