Austurland


Austurland - 16.08.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 16.08.1968, Blaðsíða 1
 MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 16. ágúst 1968. 33. tölublað. Irfiðleikar fiskfraileiðenda Fyrirtæki, sem gegna því hlut- verki, að vinna markaðshæfa vöru úr fiskafla landsmanna, eiga nú í miklum erfiðleikum og að sjálf- sögðu bitna þessir erfiðleikar harkalega á þeim, sem afla fisks- ins, sjómönnum og útgerðarmönn- um. Það er einkum tvennt, sem veldur þessum erfiðleikum, í fyrsta lagi verðfall á framleiðsl- unni á erlendum mörkuðum og í öðru lagi söiuörðugleikar, eða of- framleiðsla, e:ns og venjan er að kalla það. Við íslendingar getum að sjálf- sögðu lítil áhrif haft á markaðs- verð erlendis, nema þá með þeim hætti, að vinna nýja markaði þar sem hærra verð er í boði. En hvað markaðsöfiun varðar, er á- reiðanlega s’.ælega á málunum haldið. Engin ástæða er til að ætla, að ekki sé hægt að selja allan þann fisk, sem við getum aflað, ef vel er að unnið. En til- burða í þá átt verður lítt vart. Sumir vilja skella skuldinni af sofandahætti í markaðsmáiunum á sölusamtökin. Og vafalaust hefðu þau getað gert betur. En höfuðsökin er hjá ríkisvaldinu. Ríkisstjórnin gerir alla milliríkja- samninga um verzlun og það er fyrst og fremst hennar að tryggja landsmönnum markað fyrir fram- leiðs'.una. En fast virðist sofið á þe:m bæ og er tími til kominn, að fólk þar fari að bregða blundi. Að nokkru leyti stafa vand- ræðin af fordómum ríkisstjórnar- innar og heimskulegri stefnu í viðskiptamálum. Hún hefur sett sér það mark, að selja aðeins gegn greiðslu í pundum og doll- urum, en vöruskiptaverzlun hefur hún fordæmt og með því spillt ýmsum okkar beztu mörkuðum. Sölusamtökin hafa yfirleitt verið andvig afnámi vöruskiptaverzlun- ar. Þau hafa hvað eftir annað mótmælt þeirri stefnu. Afnám vöruskiptaverzlunarinnar, sem á sinn þátt í vandræð inum, er því á ábyrgð ríkisstjórnarinnar einn- ar. Svo er að sjá, að ríf'sstjórnin, eða a. m. k. viðskiptamáíaráðheri'- ann, sé nú að átta sig á. að þessi Etefna endar í blindgötu. Söluerfiðleikarnir hafa orðið Lil þess, að birgðir hafa hlaðizt upp í frystihúsunum. Hafa sum þeirra fyllzt af fiski og orðið að hætta fiskmóttöku. Fyrir nokkru er lokið víð að framleiða upp í alla sölusamninga og með öllu óvíst um frekari sölu. Hraðfrystihúsin halda þó áfram að taka á móti á meðan bank- arnir lána. En Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hefur gert þá kröfu til ríkisstjórnarinnar, að veitt verði verð- og sölutrygging á öll- um frystum bolfiskafurðum eftir 31. júlí. Þá hefur SH krafizt leið- réttingar á starfsgrundvelli frysti- húsanna og endurskoðun á láns- fjármálum þeirra. Viðræður SH við ríkisstjórnina hafa enn ekki borið árangur. Fé- lag Sambandsfiskframleiðenda Enn hefur mikil þurrkatíð vald- ið alvarlegum neyzluvatnsskorti í Neskaupstað. Hver einasta lækj- arspræna í fjallinu er löngu þorn- uð, líka þær, sem menn muna varla eða ekki til, að áður hafi þornað. Og jarðvegurinn er skræl- þurr og hefur litlu vatni að miðla. Þó hefur miklu minna borið á vatnsleysi i húsum en oft áður, þegar meira vatn hefur verið að hafa, og kvartanir yfir vatnsleysi hafa mjög litlar verið, enda skil- ur fólk hvernig ástatt er. En ef eitthvað hefði verið um að vera í atvinnulífinu væri fullkomið vand- ræðaástand og atvinnufyrirtæki eins og síldarbræðslan hefðu stöðvazt, ef ekkert hefði verið að gert. Undir þeim kringumstæðum er þó líklegt, að ráðin hefði verið bót á vatnsskortinum, því auð- velt er að gera það á örfáum dög- um. Þá hefði dælustöð nýju vatns- veitunnar verið sett; í gang, en hún má heita tilbúin. Hefði þá sildarverksmiðjan fengið vatn og auk þess hefði vatni verió dælt á allt bæjarkérfið, því bráðabirgða- hefur iíka fjallað um þessi vanda- mál fiskiðnaðarins. 1 ályktun fé- lagsins segir m. a.: „Þrátt fyrir óvenjulega hag- stæða þróun markaðsverð erlend- is á árunum 1962—:66 reyndist fiskiðnaði Islendinga ekki mögu- legt vegna dýrtíðar og síhækk- andi tilkostnaðar, að byggja sig upp fjárhagslega, þannig að hann yrði þess megnugur að mæta þeim miklu erfiðleikum, sem skapazt hafa af verðfalh 2ja síðustu ára . . . Á þessum árum fylgdi verð- lag innanlands fast á eftir hækk- andi erlendum markaðsverðum og bættum rekstri fiskvinnslustöðv- anna, þannig að fyrirtækin höfðu ekki möguleika á að bæta fjár- Framh. á 2. síðu. En máttarvöld ríkisfyrirtækir,- ins, sem framleiðir og selu: ork- una, neitaði þverlega að tengja dælurnar, nema bærinn jafnfra.mt greiddi rafmagnsskuldir sínar, sem einkum stafa af kostnaði við götulýsingu. Bærinn hefur oft skuidað rafveitunum tiltöiulega mikið fé, en nú nokkra tugi þús. kr. þegar allt kemur til alls, og á þó bærinn óuppgerðar sakir við fyrirtækið vegna skemmda á götum og gangstéttum. Hafa raf- veiturnar nú hafizt handa um að jafna þessa reikninga og skal þeim ekki láð það. Hafa þær myrkvað bæinn með því að taka straum af götuljósakerfinu og gera sig nú líklegar til að taka straum af öllum veitum, sem eru á vegum bæjarins. Þá hefur höfnin verið myrkvuð. Þótt maður viðurkenni rétt raf- veitnanna til að innheimta raf- magnsgjöld með þeim hætti, sem hér heíur verið lýst, og þótt mað- Framh. á 2. síðu. Vatmsktrtur í Heskaupstaö Dœlustöðii tilbúin, en neitoð aó tengja, neiut skuldir séu greiddar tenging hafði verið undirbúm. Þrottnr 4J m Iþróttafélagið Þróttur í Nes- kaupstað var stofnað árið 1923, að því er talið er. Fyrsta fundar- gerðarbók félagsins er löngu glötuð og hefur ekki verið ljóst hvaða dag félagið var stofnað. En nú hafa forráðamenn félags- ins grafið upp, að stofndagurinn muni hafa verið 9. ágúst, en ekki mun það alveg víst. En hvað sem því líður, mun 9. ágúst talinn afmælisdagur félagsins, nema annað sannist. Framan af mun félagið hafa starfað af talsverðum þrótti. Kom það sér upp íþróttavelli á Bakkabökkum og mun einkum hafa verið lögð stund á knatt- spyrnu. En þegar frá leið dofnaði yfir félaginu og lagðist það loks nið- ur. Var það síðan endurstofnað um 10 árum eftir að það var fyrst stofnsett. Síðan hefur fé- lagið verið við lýði, en mikill bylgjugangur í starfseminni, eins og verða vill. Stundum starfaði það vel, en þess á m:lli lá það í dvala. Að undanförnu hefur verið mikið líf í félaginu, og líklega hefur það aldrei starfað jafn vel og um þessar mundir. Þróttur á miklu hlutverki að gegna í þágu æskulýðs þessa bæj- ar og bæjarbúar verða að leggj- ast á eitt til að hjálpa honum til þess að rækja það hlutverk. Fyrsti formaður Þróttar var Jónas Guðmundsson, sem þá var kennari hér í bæ. Núverandi for- maður félagsins er Sigurður G. Björnsson. Sólríkt sumar Um það bil viku af júlí brá t’l betri tíðar á Austurlandi, en fram að þeim tíma hafði verið kuldatíð. Síðan veður breyttist, hefur verið að heita má stöðugt sólskin og stillur miklar þar til í gær, að vindátt sneri til norðurs og norðausturs með lítilsháttar rigningu. I nótt rigndi talsvert, en gránaði í fjöll. I morgun var logn á Norðfirði, loft þungbúið og lítilsháttar rigning. Er langt síðan Austfirðingar hafa fengið jafn sólríkt sumar. Þessi góða tíð hefur gjörbreytt lieyskaparhorfum. Sláttur hófst óvenjulega seint vegna þess hve seint spratt, en heyskapartíð hef- ur verið hin ákjósanlegasta og má heita, að hirt hafi verið af Ijánum, e:ns og það er kallað. Heyfengur verður þó sennilega i minna lagi, en heyin verkast mjög vel og fóðurgildi þeirra eins mik- ið og á verður kosið. Lítil síldveiði Enn heldur síldin sig í órafjar- lægð frá íslandsströndum. Og þar i Fratuh. á 2. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.