Morgunblaðið - 22.10.2011, Page 1

Morgunblaðið - 22.10.2011, Page 1
íþróttir LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Manchesterslagurinn Mikið í húfi á Old Trafford á morgun þegar toppliðin United og City mætast. Stærsti grannaslagur í 25 ár. Stöðvar City ótrúlega sigurgöngu United á heimavelli? 3 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/Eggert Sex ár Laufey Ólafsdóttir var síðast í byrjunarliði Íslands í september árið 2005. Hún er á miðjunni í dag þegar Ísland mætir Ungverjalandi. FÓTBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Edda ofgerði sér í síðasta leik með Örebro, spilaði lengur en hún hefði átt að gera, og hnéð bólgnaði upp. Við ákváðum því að hvíla hana, allavega frá því að byrja inn á, en höfum hana til taks á bekknum,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gær. Ísland mætir Ungverjalandi í und- ankeppni EM á hádegi í dag en leikið er í Pápa, 30 þúsund manna bæ í norðvesturhluta Ungverjalands. Edda Garðarsdóttir, önnur leikja- hæsta landsliðskona Íslands, missti af leikjunum við Noreg og Belgíu vegna hnjámeiðsla en er komin í hópinn á ný og til stóð að hún spilaði í dag. „Edda þarf meiri tíma og ef hún spilar ekkert hérna eykur það lík- urnar á að hún geti leikið í Belfast á miðvikudaginn,“ sagði Sigurður. Hann gerir tvær breytingar á sínu byrjunarliði frá 0:0 jafnteflinu við Belga og óhætt er að segja að þær séu athyglisverðar. Laufey Ólafsdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir koma inn í byrj- unarliðið og leika á miðjunni, í staðinn fyrir Katrínu Ómarsdóttir, sem átti ekki heimangengt frá Bandaríkj- unum, og Dóru Maríu Lárusdóttur, sem er á bekknum. Laufey var síðast í byrjunarliði Ís- lands fyrir rúmum sex árum, í leik í Tékklandi í september 2005, og Mál- fríður byrjaði síðast inni á í landsleik fyrir rúmum fimm árum, í leik gegn Portúgal á Laugardalsvellinum í júní 2006. Málfríður, sem yfirleitt leikur í stöðu miðvarðar, kom á ný inn í landsliðið í fyrra eftir fjögurra ára hlé og Laufey spilaði sinn fyrsta lands- leik í sex ár þegar Ísland vann Noreg í síðasta mánuði. „Laufey hefur átt ágæta innkomu í tveimur síðustu leikjum og Málfríður hefur áður komið inn á hjá okkur sem varnartengiliður og staðið sig vel í þeirri stöðu,“ sagði Sigurður. Þóra B. Helgadóttir er í markinu, Ólína G. Viðarsdóttir, Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir og Hallbera Gísla- dóttir í vörninni, Laufey, Málfríður og Sara Björk Gunnarsdóttir eru á miðjunni, Fanndís Friðriksdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir á könt- unum og Margrét Lára er fremst. Ísland er með 7 stig, vann Búlgaríu 6:0 og Noreg 3:1 en gerði 0:0 jafntefli við Belgíu. Ungverjar eru án stiga eftir 1:2 tap í Belgíu og 0:6 í Noregi. Bakslag hjá Eddu  Laufey í byrjun- arliðinu í fyrsta sinn í sex ár og Málfríður í fyrsta sinn í fimm ár Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ólafur Ingi Skúlason, landsliðs- maður í knattspyrnu, er búinn að jafna sig eftir tvær aðgerðir á hné í sumar en hann reif liðþófa í landsleik Íslands og Danmerkur í byrjun júní. Ólafur var þá nýbúinn að semja við Zulte- Waregem í Belg- íu. Hann kemur inn í leik- mannahópinn í fyrsta sinn fyrir útileik gegn Standard Liege annað kvöld. „Ég vonast eftir því að fá tæki- færi í liðinu sem fyrst. Mér gekk vel í fyrsta leiknum mínum með varaliðinu á mánudaginn og þjálf- arinn virðist æstur í að fá mig í liðið. Þá þarf ég bara að æfa vel og sjá svo til,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið í gær. Hann kom til belgíska félagsins frá SönderjyskE í Danmörku og er ánægður með flutninginn. „Já, það er gaman hérna og fjöl- skyldan er mjög sátt. Mér líst vel á belgísku deildina, sem er aðeins sterkari en í Danmörku. Liðinu mætti ganga aðeins betur, mark- miðið var að komast í hóp sex efstu liðanna en það hefur ekki gengið enn sem komið er,“ sagði Ólafur Ingi. Zulte-Waregem er í 12. sæti af 16 liðum með 10 stig eftir 10 leiki en er þó aðeins fimm stigum á eft- ir Standard Liege sem er í 6. sæt- inu. Ólafur Ingi fer af stað á ný Ólafur Ingi Skúlason Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Flest bendir til þess að Bárður Ey- þórsson verði næsti þjálfari úrvals- deildarliðs Tindastóls í körfuknatt- leik. Borce Ilievski sagði upp störfum eftir ósigur Sauð- krækinga gegn Fjölni í fyrra- kvöld en hann hafði stýrt liðinu í rúmlega eitt ár. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins settu Tindastólsmenn sig í samband við Bárð í gær og von- ast til þess að hann stýri liðinu gegn Grindavík í næstu umferð deild- arinnar, jafnvel gegn Stjörnunni í Lengjubikarnum annað kvöld. Bárður er 43 ára gamall og þjálf- aði síðast lið Fjölnis. Hann var með það í hálft fjórða ár en hætti fyrir hálfu öðru ári. Þar á undan var hann um skeið þjálfari ÍR og áður þjálfari Snæfells um árabil. Sem leikmaður spilaði Bárður með Snæfelli og Val, frá 1986 til 2000, samtals 191 leik í úrvalsdeild- inni, og skoraði 14,6 stig að meðaltali í leik á ferlinum. Bárður í stað Ilievskis hjá Tindastóli? Bárður Eyþórsson HANDBOLTI KARLA 2011 32JA LIÐA ÚRSLIT Sunnudagurinn 23. október 13.30 14.00 16.00 17.00 Strandgötu Húsavík Víkinni Mýrinni Haukar 2 Völsungur Víkingur 2 Stjarnan 2 Fram Grótta Afturelding Fylkir – – – – Mánudagurinn 24. október 19.30 SelfossiSelfoss ÍR– Þriðjudagurinn 25. október 19.00 MýrinniHamrarnir Stjarnan– Miðvikudagurinn 26. október 19.00 19.30 ÍM Grafarvogi Víkinni Fjölnir Víkingur HK ÍBV – – Fimmtudagurinn 27. október 19.15 VodafonehöllinniValur 2 HKR– Emil Hallfreðsson skoraði mark Verona í gærkvöld þegar liðið gerði jafntefli, 1:1, við Nocerina á heimavelli í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu. Emil jafnaði á 77. mínútu og skoraði þar sitt þriðja mark á tímabilinu. Hann skoraði líka í síðasta leik, gegn Vicenza. vs@mbl.is Emil skoraði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.