Austurland


Austurland - 23.12.1974, Blaðsíða 3

Austurland - 23.12.1974, Blaðsíða 3
Jólin 1974. AUSTURLAND 3 i/VVVV\\AAAAAVVW\VVVV\W\V VVWV YVYYYY'V V\ \ V VV\ VV V\ V V V V\ VVV W W YYY V\ V\YY\\\\ Y\ VVVY V VVW\V1\\ Ritnefnd Austurlands hafði ákveðið að heiðra rit- stjóra sinn með útgáfu aukablaðs á sextugsafmæli hans 24. apríl sl. Aðalefnið átti að vera viðtal við hann og var það fullunnið. En prentaraverkfall varð til þess, að þessi fyrirætlun fór út um þúfur. En ekki þótti rétt að kasta þessu efni í ruslakörfuna og varð að ráði að birta það í jólablaðinu. WAAA/VVVWVWVWWVWVAAVVWWAAAAWVWVVVWVVVVWWWAVVWWVVWAAVVVVVVWVVVVVVWAVWW Uppruni — Er ekki rétt að byrja þetta rabb á því að þú gerir grein jyr- ir œtt þinni og uppruna? — Jú, það er víst sígilt upp- haf í þessari bókmenntagrein. En við skulum sleppa aettar- tölum. Ég er ekki af höfðingjum kominn og þykir það ekki mið- ur. Og prestablóðið í mér er ansi þunnt. í forfeðrahópi ’mín- um bregður varla fyrir presti fyrr en aftur í grárri fomeskju. Þó var ein-n langalangafi minn prestur. Það var Jón Bægisár- kálfur, sem prestur var í Vest- ur-Skáftafeilssýslu, mig minnir í Reynisþingum. Forfeður mínir og formæður voru ósköp venjulegt bændafólk sem litlar sögur fara af, en hafa þó, ásamt öðru fólki af sarna tagi, spunnið örlagaþráð ís- lenskrar þjóðar. Uppruna minn og ætt á ég einkum að rekja til Skaftafells- sýslu og þá sérstaklega til vest- ursýs'lunnar. Móðurforeldrar mínir báðir voru bornir og barnfæddir Vestur-Skaftfelling- ar, þótt þeir byggju allan sinn búskap í austursýslunni. Föðurmóðir min var Austur- Skaftfellingur ættuð úr Lóni og Nesjutn og kannski af Mýrum. En föðurfaðir minn var Aust- firðingur, meira að segja Norð- firðingur, og átti heima á Bakka til tuttugu og fjögra ára ald- urs. Þá réðst hann til Djúpa- vogs á hákarlaskútu og átti ekki afturkvæmt þótt hann yrði nær tíræður. Þó man ég óljóst að hafa heyrt að hann hafi komið hingað að minnsta kosti einu sinni snögga ferð. Fæddur kafteinn og skytta Við þessa romsu má svo bæta því, að ég fæddist í Austur- Skaftafellssýslu, nánar tiltekið á Kálfafelli í Suðursveit þar sem móðurforeldrar mínir bjuggu. Foreldrar mínir voru Matthildur Bjarnadóttir frá Kálfafelli og Þórður Bergsveins son frá Urðarteigi við Berufjörð. Þau höfðu kynnst í Papey þar sem þau voru í vinnumennsku hjjá Gísla Þorvarðssyni. Þau igiftust á afmælisdegi föður tnins 24. apríl 1913. Þann dag ári síðar fæddist ég, og þegar þar við bættist að þennan sama mánaðardag löngu síðar opin- beruðum við hjónin trúlofun okkar, má ljóst vera. að 24. apríl er ekki svo lítill tyllidagur hjá mér. Þegar ég fæddist var Pétur Jónsson prestur á Kálfafells- stað. Að sögn móður minnar sagði hann svo frá bamsfæð- ingunni: „Það er fæddur kaft- einn og skytta á Kálfafelli“. Ekki reyndist þetta spámann- lega mælt, því aldrei hefur mig langað til að vera kafteinn. Og þótt byssur hafi verið í hverju horni á bemskuheimili mínu, og þær ekki látnar ónotaðar var ég alltaf hálf smeikur við þessi tól. Þó hleypti ég stundum af byssu þegar ég var strákur og tókst að bana nokkrum sjófugl- um. Hins vegar hefðu spádó’.nsorð klerksins á Kálfafellsstað átt vel við tvo bræður mína, sem báðir urðu kafteinar og skyttur, ’meira að segja hvalaskyttur. Störf og leikir — En hvað varstu gamall þegar þú fórst frá Kálfafelli? — Arsgamall var mér sagt. Foreldrar mínir fluttu þá að Krossi á Berufjarðarströnd og bjuggu þar allan sinn búskap, sem raunar varð ekki langur, aðeins tíu ár. — Segðu okkur frá bernsku þinni. — Reyna má það. Mann- margt var í Krossþorpinu þegar ég var að alast upp, þótt nú gangi þar ekki margt fólk um garða. Þríbýli var á Krossi. tví- býli í Krossgerði og svo var Krosshjáleiga. Margt bama var í þorpinu og einnig á næstu bæj- um, sem mikið samband var við. Við krakkamir höfðutn sannarlega nóg fyrir stafni, og það er mér næst að halda að ef einhver hefði tekið sér í munn orðið unglingavandamál, hefði enginn skilið hann um gjörvaú- an Berufjörð. Okkur krökkunum var snemma haldið að 'vinnu, en þó ekki fastar en svo, að nægur tími gafst til leikja. Mikill hluti af leiktíma okkar strákanna fór í áflog, því við vorum mestu áflogagikkir. Er á e-ngan hallað þótt sagt sé, að þeir frændur mínir í Krossgerði, Ingólfur og Hannes Ámasynir, hafi staðið okkur hinum framar í áflogum og garpsskap. Stundum háðutn við fólfcorustur í fornum stíl og bárum þá nöfn fornkappa. Ég var Kolskeggur. Leikir okkar voru fjölbreytt- ir. Við þekktum ekkert til knattspyrnu eða handbolta eða sumra þeirra annarra leikja og íþrótta, sem nú eiga mestri hylli að fagna. Ef ég man rétt voru stórfiskaleikur og slagbolti al- gengustu leikirnir, einnig hús- bolti og felingaleikur. Þá má nefna að hlaupa í skarðið. eitt par fram fyrir ekkj umann, fram fram fylking, höfrungaleik o. fl. Einnig reyndu menn með sér í krók og hnefákaupi. Eiginlegar íþróttir voru ekki stundaðar, að minnsta kosti viss- um við ekki að það væru íþrótt- ir. Skautaferðir voru álgengar, enda svellalög oft mikil á mýr- um og tjörnum. Fyrstu skautar mínir, og sjálfsagt flestra. voru hrossleggir, sem við renndum okkur á milli þúfna. Síðan tóku við heimasmíðaðir skautar, tré- klossai', sem skautajái-nið var fest neðan í. Mig minnir að út- lendir skautar hafi verið famir að sjást á Ströndinni áður en ég fór þaðan. Skíðaíþróttin var ekkert iðk- uð. Snjólétt er þarna flesta vet- ur og skíðaland ekkert. Þó minnir mig að Sverrir í Fram- bænum hafi eignast skíði. Eitthvað glímdum við og kunnum algengustu glímubrögð. Fóruxn við stundum í bænda- ghmu og einni bændaglímu fullorðinna man ég eftir. Einnig reyndum við með okk- ur í hlaupum og stökkum. Árangurinn var aldrei mældur í siekúndum eða sentimetrum. Við sáum hver stökk lengst eða hæst og hljóp hraðast. Það var ökkur nóg. Allir voruVn við ósiyndir ki'akkamir í Krossþorpinu og líklega í allri sveitinni og ná- grannasveitunum. Ég man alltaf hver undur mér þóttu það, þeg- ar Ragnar Sigurðsson frændi minn fi'á Urðarteigi kastaði klæð um í Krosstanganum, steypti sér í sjóinn og synti langt út á Bót. Hann hafði verið við nám í Reykjavík og lærði þá sund. Eins og títt var um krakka á þeim árum fórum við snemrna að hjálpa til við hina dagleigu störf og tókum smátt og smátt Vneiri þátt í störfum fullorð- inna. Ég fékkst talsvert við skepnu hirðinigu, smalaði ánum á vetr- um, sat yfir þeim um sauðburð- inn, sóttl hesta, rak kýr og sótti og bar vatn í fjós og bæ. því vatnsleiðsla var engin. Bæjar- lækurinn rann í gegnum stöð- ulinn. Sem betur fer var þá ebki búið að finna upp mengunina og varð held ég engum meint af. Mór var tekinn til eldsneytis á hverju sumri og vann ég ýms störf við mótekjuna, þui'rkun ’mósins og heimflutning. Mörg önnur bústörf má nefna, en verður ógert látið. En það voru ekki aðeins sveitastörf, sem ég vandist á bai'nsárunum. Útræði var á Krossi og fleii'i bæjum á Strönd- inni. Faðir minn var útvegs- bóndi, lagði jöfnum höndum stund á landbúnað og sjávarút- veg. Hann gerði út árabát og var sjálfur formaður. Þó held ég að ég fai’i í'étt með það, að hann hafi tekið vélbátinn Heklu frá Fáski'úðsfirði á leigu ásamt öðrum. líklega mági sínxxm, Árna í Krossgerði. En slík út- gei'ð fi’á Krossi er vonlaust fyr- irtæki, hafnleysa er þar og verð ur að draga báta á land daglega. Ég man lífca eftir því, að Albei't föðurbi’óðir minn og Ámi í Krossgerði, keyptu Skipting, se’m áður var hér á Noi'ðfirði, og gerðu hann út. en þó varla lengi. Ég held að faðir minn hafi vei'ið sæmilegur bóndi, en mig grunar, að ihugur hans hafi meir staðið til sjósóknar og veiði- mennsku. Ég fór ungur að hjálpa til við sjóinn, líklega þó einkxxm við útgei'ð frænda minna eftir lát föður míns, því ég hef varla verið til mikils gagns við þau störf fyrir þann tíma vegna bernsku. Ég man að ég skar úr skel, hjálpaði til í aðgerð. sítokk- aði upp, tók þátt í fiskverkun og eitthvað var ég farinn að beita í bjóð. Talsverð stund var lögð á hákaiiaveiði og var hákarl oft Upprifjanir Rabbað við ritstjórann sextugan

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.