Austurland - 23.12.1974, Page 5
Jólin 1974.
AUSTUKLiNfi
5
á borðum á Krossi. Hákarlinn
va-r veiddur á vað, sem hafðux
var fyrir utan Bjamarsker. Til
þessa hefur hákarlaveiði verið
stunduð friá Krossi, en er nú
miklum erfiðleikum bundin
vegna tnannfæðar.
Skemmtunum man ég ekki
eftir utan böllum. Þau voru að
sjálfsögðu 1 heimahúsum. Var
þá allt lauslegt flutt úr þeiTri
vistarveru. sem dansa skyldi í.
Leikið var undir á tvöfalda
harmoniku og man ég eftir
tveimur harmonikuleikurum,
Helga frænda mínum á Krossi
og Vai'ða á Núpi.
Félögum ’man ég enigum eftir.
Þó mun ungmennafélag hafa
verið stofnað áður en ég fór.
Ég man að Jón Eiríksson á
Krossi kvaddi sér hljóðs á dans-
leik á Karlsstöðum og hvatti
til stofnunar ungmennafélags.
Fékk það góðar undirtektir og
var nefnd falið málið í hendur
-og upp úr því va-r félagið stofn-
að.
í sambandi við skemmtanir
má geta þess, að ungmennafé-
lagið í Breiðdalnum, Eining
mun iþað heita, hélt mikla sam-
kornu á sumri hverju og sótitu
margir Strö'ndungar hana. Var
það kailað að fara á Eininguna.
Ég fór aldxei á Eininguna.
Fundum man ég engum eftir.
Þó vissi ég að haldnir voru
sveitaf undir. V andræðafundir
voru iþeir nefnair, því helsta
verkefni þeirra var að ráðstafa
þurfamönnum hreppsins, en
aldarandinn hefur þá enn verið
slMkur, að litið hefur verið á
þetta fólk sem vandræðamenn.
Skólinn í Krossgerði
— En hvað um skólagöngu?
— í hi'eppnum var fai'skóli.
Raunar má segja að við, krakk-
arnir í Krossþorpi, höfum verið
í heimangöngus'kó 1 a, því kenn-
arinn, Gísli Sigurðsson bjó í
Krossgerði og kenndi á heimili
sínu. Skólaskylda var fjögur ár.
Ekki man ég hvað skólinn var
langur á vetri ‘hverjum, líklega
þó þrír mánuðir, kannski fjórir.
Ég held að Gísli hafi verið
góður kennari, þótt ólærður
væri og að nemendur hafi yfir-
leitt lagt sig frarn við námið.
Ég er ekki frá því, að þessi
Sltutta skólaganga hafi orðið
okkur eins notadrjúg og mörg-
um verður mikfu lengri skóla-
ganga nú. ,
Gísli var mjög fatlaður mað-
ur. Ungur hafði hann fengið
mænuveiki og lamast afar mik-
ið. Hann sat á rúmi sínu frá
morgni til kvölds og kenndi.
Þess utan sýndist mér hann allt-
af vera önnum kafinn við lestur
•og skriftir. Hann gegndi líka
ýmsum störfum, sem útheimtu
■skriftir, var t. d. í skattanefnd.
Vilborg Einarsdóttir hét kona
Gísla. Á henni hvíldi að mestu
forstaða heimihsins utan húss
og innan. Heimilið var stórt og
ofit hlýtur Vilborg að hafa geng-
ið þreytt til hvílu.
Gísl'i í Krossgerði las jafnan
húslestra, en ekki man ég til að
aðrir í þoi'pinu gerðu það. Við
bar, að maður varð innilyksa í
Krosisgerði, gleymdi sér og lenti
í húslesitri. Það var mifcil raun,
einkurn ef veður var gott úti,
því lesturinn var langur og þess
ekki að vænta, að ærslagjamir
strákar gætu fest hugann við
kenninguna. Húsl'estramir voru
það eina, sem að ’mér var rétt
í Krossgerði og ég kunni ekki
að meta.
Opið e og lokað e
Þetta nám mitt fór fram áður
en skólarnir hófu krossferð sína
gegn flámæli og hljóðvillu, en
Berufjörður er á iMiræmdaslta
hljóðvillusvæði landsins. Það
var aldrei talað um e og i. Bæði
kennari og nemendur töluðu um
opið e og lokað e. Svipuðu máh
mun hafa gegnt um u og ö.
Viðurværi og aðbúnaður
— En hvernig var matarœði?
Höfðu menn nóg til hnífs og
skeiðar?
— Aldrei vissi ég annað.
Hvað mig snerti hafði ég nóg
að boi'ða og flest var það hei'ma-
fengin kjarnafæða. Mjólk var
næg, skyr og smjörgerð nokkur,
en þó man ég ekki betur en að
smjörlíki væri mikið notað. Sel-
spik var oft haft sem viðbit með
fiski. Uppistaðan í fæðunni var
auðvitað fiskur og kjöt. Og það
er ég viss um að oftar var á
boi’ðum fuglakjöt, selkjöt og
hnísukjöt en kindakjöt. Þá var
oft ýmislegt hnossgæti á boi'ð-
um, súrmeti alis konar, hákarl
og fleira. Aðaidrykkurinn var
kaffi. Brauð var auðvitað allt
heimabakað: jólakökui', hveiti-
brauð. flatbrauð, kieinur, pönnu
kökur, iummur, vöflur og randa
lín. Og ekki má gleyma pott-
brauðinu, se'm mér þótti bi'auða
best.
Fráfærur voru af lagðar fyrir
mitt minni. Þó man ég eftir að
hafa nokkrum sinnum fengið
sauðasmjör. Það var frá Svein-
birni í Gautavík. Hefur hann
annað hvort sent það móður
minni sem vinargjöf eða látið
föður minn hafa það í skiptum
fyrir sjófang, nerna hvort-
tveggja hafi verið.
Fatnaður, annar en prjóna-
fatnaður. mun að mestu hafa
verið að fenginn. Þó man ég eft-
ir vefsitólum á nokkru'm bæj-
um. Heimagerður skófatnaður
var gerður úr stórgripahúð,
sparisikór þó úr blásteinslituðu
sauðskinni og bryddaðir. í þeim
voru íleppar, sem á Berufjarð-
arströnd voru kallaðir spjarir.
„Danskir" spariskór voru þó
orðnir aigengir. Skór voru
einnig gerðir úr selskinni og
hákarls’Sikráp og gekk ég á slík-
’Um sikóm. Skinnsokkum man ég
einnig eftir. Annars voru
gúmmístígvél alveg búin að
leysa skinnsokkana af hólmi og
légir gúmlmísikór urðu algengir.
— En húsakynni?
■—- íbúðarhús voru yfirleitt
jámvarín timburhús. Ég má
segja að í sumum þessara húsa
sé búið enn og mun það eiga
við bæði um Fossgerði og Steina
borg.
Ég held að aðeins hiafi verið
einn torfbær á útströndinni þeg
ar ég var strákur. Það var Mið-
bærínn á Núpi, en bann var rif-
inn og byggt timburhús á rúst-
unxxm. Vera má að einhverjir
torfbæir hafi verið á innströnd-
inni. en þar var ég ókunn-ugur.
Til ljósa var not-uð steinoMa.
Þó var komið rafmagn á nofckra
bæi frá Htlum vatnsaflsstöðv-
um, sem Skarphéðinn á Vagns-
stöðum gerði. Þannig var um
Fossgerði, Steinaborg, Bei'unes
og ÞiljuvelH. Einnig mun hafa
verið búið að raflýsa í Beru-
firði.
— Þú sagðist hafa verð ó-
kunnugur á innströndinni.
— Já, Berufj arðarströndin ei’
ansi löng. Þegaa.- ég fór þaðan
hafði ég víst aldrei komið inn-
fyrir Berunes utan einu sinni
eða tvisvar sjóleiðis til Beru-
fjiai’ðar. Hlýddi ég'þá á fyrir-
lestur sem Sigrún Blöndal hélt,
ég held um hei'miHsiðnað. Að
Urðarteigi sem er sunnan fjarð-
ar x-étt innan við Búlandstind,
kom ég oft. Þar átti afi minn
heima og þar bjó Sigurður föð-
urbróðir minn.
— Hafði vélvœðing haldið
innreið sína í landbúnaði á
Berufjarðarströnd á þínum upp-
vaxtarárum?
— Lítið held ég að farið hafi
fyrir því. Ég man ekki eftir
ineinu vélknúnu iandbúnaðar-
tæki. Sjálfsagt hafa þekkst
hestavex'kfæri, en ekki man ég
eftir þeim og þori næsturn að
fullyrða að þau hafi ekki verið
á Krossi. En skilvindur voru á
hverjum bæ. Á hverjum bæ
hafði verið unnið að jarðabót-
um, túnsléttun, með ristuspaða
■og reku.
Ég man ekki til þess. að til-
búinn áburður hafi verið notað-
ur, en ekki er óHklegt að byrj-
að hafi verið á því. Húsdýraá-
burður. sem til féll, var notaður
og fiskúrgangur. Ég „ók sfcami
á hóla“ og flutti slóg í kössum
á hestum á tún. Þari var eitt-
hvað notaður til undirburðar,
en gnægð er af þara á Ki'ossi og
oft voru mö'rg lörnb skjögruð.
— Áðan sagðir þú að fugla-
kjöt hafi oft verið á borðum á
Krossi. Hvaða fuglar voru helst
veiddir?
— Það voru sjófuglar af ýmsu
tagi, svartfugl, lundi. teista,
hávella, einnig nxan ég eftir
stokkönd, straumönd, lóm og
himbrima. Þetta átti ég víst
ekki að segja. eða er ekki him-
brimi alfriðaður?
— En æðarfugl?
— Æðarfuglinn er heilagur
fugl og herramanns’matur. Jú,
efcki er því að neita að fyrir
kom að hann varð fyrir skoti.
Nú, og þegar svo var komið var
hann að sjálfsöigðu étinn. Ann-
ars voru Ströndungar áfcaflega
löghlýðinir menn og ég held að
að þessi slys með æðarfuglinn
hafi verið þeirra stærstu og
kannsiki einu lögbrot. Ég held
að friðun æðarfuglsins hafi
strítt gegn réttarvitund þeirra
sem efcki áttu varp, að þeim
hafi fundist þeir eiga alveg jafn
mikinn rétt til að njó'ta þeirra
Mimninda, sem æðarfuglinn var
ef ekki í eggjum og dúni þá
kjöti 'Og fiðri.
Föðurmissir
— Þú misstir föður þinn ung-
ur, var það ekki?
— Jú, hann drukknaði við
fimmta mann 19. september
1925. Hann var 34 ára gamall
og langelstur þeirra. sem þaroa
fórust. Allir vox’u þeir af Strönd
inni og þarf ekki að lýsa því
hver böóðtaka þetta var fyrir
ekki stærira sveitarfélag en Beru
nesihi’epp. Allir voru þeir. sem
fórust ókvæntir og bamlausir,
nema faðir minn. Tveir synir
Gísla og Vilborgar í Krossgerði
. fórust þarna.
Ég var 11 ára þegar slysið
varð, en man vel aðdi’a'ganda
þesg og hveroig það gerðist.
Tveir Ströndungar gerðu út
trillubát frá Stöð'varfirði um
sumarið. Þeir voru að sækja
sfcel í beitu suður í Hamars-
fjörð þegar slysið varð. Faðir
minn fór með þeim, Hfclega af
því að ’hann var kunnugur. Þeg-
ar þeir höfðu tekið skeHna héldu
þeir heiml'eiðis með hlaðinn bát.
Ekki man ég betur en þeir hafi
fcomið í Kuaslshöfnina, hverra
erinda veit ég efcki, kannski hef-
ur þeim eklki litist á veðui’. En
þeir hafa afráðið að halda út í
Krosstanga en fórust er þeir
voi’u skammt komnir. Sást úr
landi hvar báturinn féfck á sxg
brot af boða. fylltist og sökk í
sömu andrá, enda var hann með
vondan farm. Slysið varð
skamxnt frá landi og ef menn-
irnir hefðu kunnað eitthvað til
sunds, hefðu þeir átt að geta
náð landi.
Ég vissi hvað gersit hafði áður
en fregnin var boi’in að Krossi
og réði það ýmsu, sem fýrir bar.
Veit ég að þetta er rétt munað,
því ég ráfaði til móts við
Sigursvein bróður minn, sem
var að sækja kýroar. Voro þær
bágrækar og bölvaði Sveinki
þeim hroðalega. Ég bað 'hann að
tala ekki svona ljótt því líklega
væi’i pabbi dáinn. Þegar við
fcomum hei’m var Árni í Kross-
gerði nýkominn með sorgar-
fréttimar.
Ekkja með fimm börn
Andlát föður míns var auð-
vitað mikið á'fall fyrir móður
mína. ekki aðeins ásitvinami’SS-
irinn, heldur og það að standa
uppi eignalaus með fjögur börn,.