Austurland


Austurland - 23.12.1974, Síða 13

Austurland - 23.12.1974, Síða 13
Jólin 1974. AUSTURLAND 13 an þeirra fullorðnu. Unglinga- vandamálið verður ekki leyst nema með því að bæta hegðan þeirra fullorðnu. Það er því miklu fremur til hinna fullorðnu sem við eigum að snúa okkur með siðaprédikanir út af fram- ferði unglinganna. Ég held að best sé að hinir fullorðnu skipti sér sem minnst af unglingunu!m. láti þá sjálf- ráða á meðan þeir valda hvorki sjálfum sér né öðrum skaða. Slæm hegðun unglinga er oft uppreisn gegn valdi og ofríki þeirra fullorðnu. En það er nauðsynlegt að böm og ungling- ar hafi nóg fyrir stafni og held ég að allir heilbrigðir unglingar finni viðfangsefni við hæfi, ef þeir eru látnir í friði og ef ekki tr allt búið þeim upp í hendur. Fyrstu árin sem ég var hér, var sannarlega nóg um unglinga vandamál og bamaverndar- nefnd hafði í nógu að snúast. Líklegt þykir mér að óknyttir barna hafi á þeim árum að nokkru verið uppreisn gegn af- skiptum barnaverndarnefndar Og börnin tóku út sína refsingu. Þau voru dæmd til útlegðar. Hin ir brotlegu voru dæmdir til að vera í sveit mislangan tíma eftir eðli afbrotsins. Þetta held ég að ■hia.fi verið 'miög neikvæð refs- ing. — Fannst þér ekki erfitt að slíta þig frá bœjarstjórastarfinu eftir allan þennan tíma? — Nei, mér var það léttir. Og síðan hef ég varla komið á bæj- arskrifstofuna, nema ég hafi veiið kvaddur þangað til funda. Og ég hef auðvitað ekkert skipt miér af stjórn bæjarins, nema sem bæjarfulltrói á bæjarráðs- og bæj arstjórnarfundum. Að vísu þótti mér fyrst í stað skrítið að hafa ekki lengur lykla að bæjarskrifstofunum og stund um þegar ég fór inn í bæ vissi ég ekki fyrr til en ég stóð við skrifstofudyrnar þótt ég ætti þangað ekkert erindi og hafði eikki ætlað mér þangað. Ég tel mig hafa gert rétt þegar ég lét af starfi í fyrra, enda hefur kom- ið í ljós. að vel hefur til tekist um val á eftirmanni ’mínum. — Og nú ertu verkamaður. — Já, þegar ég fór af skrif- stofunni réð ég mig í saltfiskinn til Guja Marteins. Þar kunni ég öll verk frá fomu fari. Vinnu- brögðin em eiginlega þau sömu og fyrir 30—40 árum. nema hvað vélar hausa nú og fletja. Ég kann ekki illa við þessa vinnu og ágætlega fellur mér við sam- verkamennina. Ég hef nokkra ldngun til að halda áfram vinnu þarna, en mig langar líka til að halda áfram enn um stund þeim félagsmálastörfu'm, sem ég hef sinnt svo lengi. En ég þykist hafa komist að raun um, að verkamaður, sem vinnur langan vinnudag getur ekki unnið skipulega að félagsmálum svo lag sé á og síst af öllu verið þar í forystu. Ég hef því ráðið mig í annað starf þar sem vinnutím- inn er reglulegur. Önnur félagsmálastörf — Þú hefur nú sinnt öðrum félagsmálum en pólitískum. — Varla svo orð sé á gerandi. í verklýðsfélaginu starfaði ég alllengi og var um tíma for'mað- ur þess. Ég var líika með 1 að endurstofna Þrótt og í stjórn hans um tíma. En mikið af tóm- stundum mínum hefur farið í blaðaútgáfustúss. Nær aldar- þriðjungur er liðinn síðan það hófst og enn sér ekki fyrir end- ann á því. — Tókstu þátt í íþróttum? — Já, í leikfimi. Það vefst dálítið fyrir mér hvort hún hófst fyrri eða síðari veturinn í ung- lingaskólanum. en ég man, að Jónas Guðmundsson kenndi okkur leikfi'mi í Gúttó. Áður hafði ég engin kynni af íþrótt- um. Síðan tók við þátttaka í 'leik- fimistarfi Þróttar, en kennari var Jóhann Jónsson, sem um áratugaskeið var fimleikakenn- ari barnaskólans. Æfingar Þrótt ar voru í leikfimisal skólans. Ég var engin fimleikastjarna, en sumir strákamir, sem voru líku reki og ég, voru mjög góð- ir, en af báru þeir Lilli ísaks og Dolli í Dagsbrún. í fimleikaflökki Þróttar voru nokkrir menn talsvert éldri og sumir mjög góðir í leikfimi eins og þeir Jón Ólafsson Sigurður Hannesson og Peter Wigelund. Við höfðum jafnan sýningax utn jólaleytið og eitt sinn fórum við í sýningarferð til Seyðis- fjarðar. Annars var fyrsta þátttaka mín í félagsmálum pólitísks eðlis. Annan veturinn, sem ég var hér, stofnuðum við nokkrir strákar Félag ungra jafnaðar- manna og var ég formaður. Skömmu síðar komst ég, og við fleiri í kynnií við stefnu Komm- únistaflokksins og aðhylltumst hana. Kulnaði þá áhuginn fyrir F.U.J. og var það látið fá hægt andlát. Heimilshagir — Hvenær kvæntist þú? — 1941 eftir hátt í tveggja ára tilhugalíf. Kona mín er Anna Eiriksdóttir, trésmiðs Elíssonar og konu hans, Hildar Jónsdótt- ur. Við eignuðumst tvo syni, Eirík, se’m býr á Eskifirði, og Bergsvein, isiem er hjá okkur. Kona Eiríks er Ema Guðjóns- dótir og eiga þau tvo myndar- krakka Guðjón Inga og Önnu Herdísi. Fyrst eftir að við giftumst vorum við hjá tengdaforeldrum mínum, en vorið 1944 fluttum við í húsið, sem við búum í enn og sennilega það sem eftir er, því hvorugt okkar hjóna hefur hug á að skipta og er þetta þó engin höll. Húsið mun upphaflega hafa verið byggt 1930 sem trésmíða- verkstæði Eiríks og Sigurðar Hanneslsonar. Hluta Sigurðar keypti ég á 1500 fcrónur, en Ei- rfkur gaf dóttur sinni hinn hlut- ami. Síðan innréttaði hann hús- ið til íbúðar og fékk víst aldrei neitt fyrir, svo að ég þurfti ekki miklu til að kosta að reisa bú. Ég játa rauðsökkatrú. En sé litið á hei’milislíf mitt má álykta að það sé varajátning. Ég fæ aldrei að sýna trú mína í verki. Ef ég ætla að hjálpa til við upp- vaskið er mér vísað frá, einis er ef ég þykist vilja ryksuga eða gera eitthvað annað til léttis. Það eina. sem ég má gera, er að þurrka af bókum mínum oig satt að segja finnst mér ekkert vit í því hvað oft það er gert. Og að engu má ég dytta, ekki einu sinni draga úr pensli. Þó leyfist mér stund'um að mália girðing- una. Og all't er þetta vegna þess, að ég er sagður flýta mér of mikið og vera hroðvirkur. Satt að segja kann ég þessu ekki illa og það veit ég, að margir kvænt- ir menn telja ’mig stálheppinn. Kommúnisminn — Má ég spyrja þig samvisku spurningar: Ertu kommúnisti — Ég vildi að ég gæti svarað þessari spurningu afdráttarlaust játandi. En ég veit ekki hvort ég hef rétt til þess. Kommún- ismi er ekki trú heldur vísindi, fræðikenning um þróun þjóð- félagsins:, andstæður þess og stéttarbaráttu, sem ekki tekur enda fyrr en í hinu stéttlausa Magnússon. Og í Rétti var jafn- an ýmislegt að finna um þessi efni. Er ég kommúnisti? Ég veit ekki hvort ég hef rétt til að svara þeirri spurningu játandi. En ég tel mig ko-mmúnista og er hreykinn af. En því fer fjarri, að ég sam- þykki allt sem gert hefur verið í nafni sósáallislma og kommún- dsmia. Ég veit að óhæfu- verk hafa verið unniin í nafni kommúnisma. En það má ekki skrifa á reikning stefnunnar. Það væri hliðstætt því að ölfl. þau sk'elfilegu óhæfuverk, sem unnin hafa verið í nafni krist- indómsins, væru sikrifuð á reikn ing hans. Tvúarbrögðin — Já, kristindómur. Hver er afstaða þín til trúarbragðanna? Ertu kristinn maður? — Kristinn og kristinn ekki. Það fer efti,r því hvað þú átt við með orðinu kristinn. Ef þú ert að spyrja hvort ég trúi á upprisu holdsins og eilíft líf, helvítisfcenninguna og a'llt það, þá er svarið nei. En ég er alinn upp í þjóðfélagi. sem í þúsund ár hef'ur mótast af kristnum hugmvndum oig kristinni sið- fræði. Auðvitað hef ég eins og aðrir ósjálfrátt meðtekið þessar kenningar og hagað mér í sam- ræmi við þær og er það gott, því ómenguð kristin kenning er ekkert blávatn. Vissuleiga er ég gegnsýrður af kristnum viðhorf- þjóðfélagi kommúnismans. Til Um og kristnum siðigæðishug- þess að vera kommúnisti þarf maður að tileinka sér þessi vís- indi og læra að beita þe'm við lausn þj óðfélagsvandamálanna. Það er ekki nóg að sjá rang- ilætið, menn verða líka að vita af hverju það sitafar og hvernig á að uppræta það. Þar er marx- isminn leiðarljósið. Enginn getur orðið kommún- isti. nema hann hafi tileinkað sér þessi vísindi og lært að beita þeim í þjóðfélagsátökunum. En besti skólinn er lífið sjálft, dæg- urbaráttan, hugsjónabaráttan og og árekstrar hinna sundurleitu þjóðfélagsafla. Þegar ég var ungur var lítið um lestrarefni á íslensku um marxismann og er svo raunar enn. Til dæmis hefur Auðmagn- ið, höfuðrit Marx, aldrei ko'mið út á íslensku í heild aðeins gllefsur úr því. Ég er lítt læs á erlend mál, einkum þó ef um er að ræða flókin vísindi. Ég ias því ekki mikið um marxjsmann. Þó höfðu komið út nokkur rit á íslenskiu um efnið og man ég eftir Komm únistaávarpinu ef'tir Marx og Engels, Þróun jafnaðarstefnunn ar eftir Engels Launavdnnu og auðmagni eftir Marx, Leninism- anum eftir Stalin og Ríki og bylt ingu eftir Lenin. Auk þess var eitthvað frumsamið utn þessi efni og man ég eftir Marxism- anum eftir Ásgeir Blöndal myndum. í þeim skilningi er ég kristinn. Fyrir mér er trú mannsins á ódauðleikann átafcanlegasita dæmið u'm eigingimi hans. Mað- urinn á ákafliega örðugt með að sætta sig við þá hugsun, að hann — sjálfur herra sfcöpomar- verksins — þurfi að gjalda líf- inu þann sfcatt að deyja. Efcki man ég til þess að ég hafi nokkru sinni reynt að telja nokkurn mann af trú sinni. Ég tel að hver og einn eigi skýlaus- an rétt á því að trúa því sem hann vill, og að réttur hans til trúariðkana með þeim hætti sem hann kýs, eigi að vera óvé- fengjanlegur. Maður með mína afsitöðu till trúmála hlýtur að vera and- vígur lögboðnum tniarbrögðum og þjóðkirkjum. Þó mundi ég, ef til kætni, greiða atkvæði gegn aðskilnaði ríkis og kirkju. Þetta mætti sýnast mifcil þver- sögn. íslensfca kirkjan er ákaflega umburðarlynd. Innan hennar rúmast gallharðir bókstafstrúar- menn og forhertir guðsafneitar- ar og allt þar á milli. Og ekki minnist ég þess iað hafa heyrt þess getið að maður hafi verið rekinn úr kirkjunni síðan bann- færingar voru af tekar. Á meðan kirkjan er svona umburðarlynd er ég á móti að- skilnaði rikis og kirkju. Ég ótt-

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.