Austurland


Austurland - 23.12.1974, Page 19

Austurland - 23.12.1974, Page 19
Jólin 1974. AUSTURLAND 19 á vetrurna og frá lingmóunum sumrum. Þetta hefur ekki úr skorðum skeikað né heldur hitt að fálkinn ofsæki hana, drepi og éti og kennir hann þess ekki fyrx en hann ke’mur að hjartanu í rjúpunni að hún er systir hans, enda setur þá að honum svo mikla sorg í hvert sinn er hann hefur drepið rjúpu og étið hana til hjartans, að hann væl’ir ámátlega lengi eftir. Lóan Einu sinni var Kristur að mynda fugla af leir með öðrum börn'um Gyðiniga á salbbatsdegi. Þegar hörnin höfðu verið að þessari iðju um hríð bar þar að einn af Sadúseum; hann var aldraður og siðavandur mjög og átaldi börnin fyrir þetta athæfi á sjálfum sabbatsdeginum. Hann lét sér þó ekki nægja ákúrumar einar, heldur gekk hann að leir- fugiunum og braut þá álla fyrir börnunum. Þegar Kristur sá hvað verða vildi brá hann hendi sinni yfir allar fiuglamyndimar sem hann hafði búið tii og ’flúgu þeir þegar upp lifandi. En það eru lóurnar. cg því er kvak þeirra „dýrrin’1 eða „dýrrindí11 að þær syngja drottni sínu’m dýrð og lof fyrir lausnina frá ómildri hendi Sadúseans. Hvað viltu eiga af belju bóndans? Þátttakendur 3 eða fleiri. Einn spyr hina þátttakend- urna í leiknum: Hvað viltu eiga af belju bónd- ans? Einn segir t. d. eyrun — ann- ar segir augun o. s. frv. Spyrjandi spyr alla eftir röð einhverrar spumingar og alveg sama hvað hver hefur valið af beljunni, hann verður að svara spumingunni með því. Ekki má blæja. Sá er úr leik er það gerir. Dæmi: Með hverju blfetrar þú? — Svar: Eyrunu'm. Með hverju borðar þú? — Svar: Halanum. Bannað að hlæja! Spilaleikur Þátttakendur mest 6. Einn gefur spilin jaínt. Hver hefur sán spil í stokk fyrir fram- an sig á borðinu — þannig að bakið á spilxmum snýr upp. Síð- an leggur sá sem situr á vinstri hönd þeim er gaf, efsta spilið úr sínum stokk á mitt borðið, þannig að a'Uir sjá hvaða spil það er. Svo gerir sá næsti og þannig hringinn, koll af kolli. Komi upp tía eiga allir að 'blístra. Komi upp gosi eiga allir að tafca með 'hægri hendi í nef sér og þeirri vinstri í hægra eyrað. Komi upp drottning standa allir upp, Komi upp kóngur, bera allir áHundurinn Hví snúa hundar sér í hring er þeir leggjast? Þegar frelsarinn umgekks't hér á jörðunní gjörði hann möig tákn og kraftaverk sem hvergi finnast rituð. Einu sinni var hann á ferð í haglendi einu þar sem margir hjairðmenn voru með hjarðir sínar. Gengu sauðimir illa hjá þeim. Tók þá lausnarinn grasvöndul og sneri saman milli handa sér. Skapaði hann þar hund til þénustu hjarðsveinunum Flóin Ólafur konungur helgi Har- aldsson lá einu sinni í her- búðum á landi. Vaknaði hann við það að jarðpöddur þær er flær heita og allir þekkja bitu hiann ákaflega svo hann vakn- aði. Voru þá óvinir hans að hon- um komnir og m'önnu’m hans sofandi. Gaf flóin honum og mönnum hans þannig líf. Lagði þá Ólafur konungur það á flóna að fyrir þetta skyldi -hún geta forðað lífi sínu með því að stökkva álnarlangtj en áður skreið hún sem aðrar pöddur. (Þjóðsagnasöfn Jóns Árnason- ar, Ólafs Davíðssonar og Jóns > cifc eililss'onar). höndina að gagnauganu og segja: Bið að heilsa kónginum. Komi upp ás leggja al'lir hönd ina á ásinn. Þetta er keppni, þannig að sá sem síðastur er að framkvæma við-sigandi athöfn verður að taka til sín þau spil, sem eru i borði og láta þau undir sinn stokk. Sá, sem situr uppi ’rneð öll spilin — tapa»- leiknum. Blástursbolti 2 þátttakendur. Nota skal 2 pípuhreinsara og borðtennfe- eða pappírskúlu, t.d. úr málmpappír og ofurlítinn leir. Búið til tvö 'mörk úr pípu- hreinisurunum og festið þau með leimum á borðið. Leikurinn er fólginn í því að koma kúlúnni í mark andsæðingsins (byrja á miðju borði) með því að blása á 'hana, Báðir byrja jafnt að blása. Sá sem flest mörk fær á ákveðn- um tíma, t. d. 5 mínútum vinnur leikinn, Nú er illt í efni hjá vini okkar honum Andrési Önd. Rip. Rep og Rup hafa suðað í homum alla vikuna um að fá peninga til að kaupa sér stóra járnbrautarlest. En Andrés er fastheldinn á pen- inga og ákvað að þeir fengju enga penimga nema þeir , gætu leyst eftirfarandi þrautir. Og nú er spurningin: Getið þið hj'álpað þeim Rip, Rap og Rup? 1. Jóakim frændi fór út í búð og keypti 1 lítra af mjólk og 1 Mítra af rjóma. Hann borgaði 16 brónur fyrir hvort tveggja. Rjóminn var 10 krónum dýrari en mjólkin, hvað kostaði 'mjólk- in? 2. í þessari þraut hef ur Andrés rugliað stöfum í nafni ems jóla- sveinsins. Hvert er nafn jóla- sveiinsins? ASNITERRÍKK. 3. Maður nokfcur þarf að fylla 210 lítra tank af vatni. Maðurinn hefur tvö ílát 10 og 20 lítra, sem hann ber vatnið í úr lsek 1 tank- ann. Hversu margar ferðir þarf maðurinn að fara? 4. Önd kom að vatni sem hún ætlaði yfir. Á vatnsbakkanum var skilti 'sem á stóð: Bannað að synda, kafa, fljúga og ganga yf- ir.vatnið. Hvemig komst öndin yfir vatnið? 5. Tveir bílar lögðu samtímis af stað frá tveim stöðum Akur- eyri og Neskaupstað. Vegalengd- in milli staðanna er 350 km. Bíll- inn setn fór frá A'kureyri og ætl- aði til Neskaupstaðar ók með 60 km hraða á klst., en bíllinn sem fór frá Neskaupstað og ætlaði til Akureyrar ók með 80 km hraða á klist. Hvor bíllinn var i'engra frá Neskaupstað þegar þeir mættust? Heimatilbúin púsla Púslan er búin til úr stífum pappa — eða teiknipappír, sem límdur er á pappa. Teiknið mynd og litið hana í skærum litum. Klippið síðan myndina í parta og þá er púslan tilbúin. Reynið síðan að raða pörtunum saman í þeirra upp- 'haflegtu mynd. Líika má nota gömul jólakort — og klippa þau niður og má blanda nokkrum kortum sa'man til að gera leikinn erfiðari. Einnig má nota myndir úr dag- blöðum og skemmtilegar lit- myndir úr blaði, sem al'lir eru búnir að lesa. Góða skemmtun og gleðileg jól. Kirkjuklukkan (Molbúasaga) Hinir snjöllu molbúar voru hræddir um að óvinimir ætluðu að koma til Mols, og þegar þeir höfðu vopnað sig upp til að verja land sitt isneru þeir sér að því að bjarga því sem bjarg- að yrði. Fyrst og fremst vildu þeir bjarga því sem þeir héldu mest upp á, en það var kirkju- klu'kkan. Eftir 'mikið umstang komu þeir kirkjuklukkimni nið- ur úr kirkjuturninum, en þá urðu þeir ósammála um hvar þeir aettu að fela hana, svo hún félLi ekki í hendur óvinanna. Að lokum urðu þeir, þó siammála um að sökkva kirkjuklukkunni í hafið. Fjórir molbúar renndu nú klukkunni niður í stóran bát, reru með hana út í hafsauga og vörp'uðu henni fyrir borð. Þegar því var lokið urðu þeir skyndi- lega órólegir oe sögðu: „Nú er klukkan ef til viill hólpin fyrir óvinunum, en hvernig eigum við að finna hana aftur? Þá spratt á fætur sá þeirra sem vitrastur var og sagði: „Það er lítill vandi, við setjum merki við hana“. í sö'mu svifum dró hann hníf sinn upp úr vasanum og skar djúpa skoru í borðstokk- inn," þar sem klu'kkunni bafði verið varpað út. Svo xeru þeir allir fjórir glaðir 'heim. Nú voru þeir öruggir um að þeir myndu fimna klukkuna aftur, þegar ó'vinirnir væru á burt úr land- inu. Af frísum Frísiar eru þjóð sem býr við strönd Norðursjávar. Af frísum eru til margar skemmtilegar sagnir, ihér eru nokkrar. Hversu marga frísa þarf til að skrúfa í ljósaperu? Svar: 2000. Eiinn til að ’halda perunni og hina til að snúa hús- inu. Frísneskir lögregluþjónax ganga með borða á einkennis- búningum sínum, einn, tvo eða þrjá. Einn borði' á jakka frís- nesks lögregluþjóns þýðir að hann kann að lesa. Tveir borðar þýða að hann kunni að lesa og skrifia. Þrír borðar þýða að hann þekki mann sem bæði kunni að lesa og skrifa. Frísines'kur fcúreki sem staddur var í Bandaríkjiunum fcom inn á krá sem var full af mönnum, sperrti út brjóstkassann og sagði: „Hver málaði hestinn minn bláan?“ Þá reis upp mjög stór kúreki og sagði með di'mtm- um rómi: „ég gerði það?“ Þá sagði frísinn mjög hræddur: „Ég ætlaði bara að láta þig vita að 'hann er orðinn þurr ef þú ætlar að mála aðra umferð“.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.