Austurland


Austurland - 23.12.1974, Síða 20

Austurland - 23.12.1974, Síða 20
20 AUSTURLAND Jólin 1974. A allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New Yorh Úr afdal á allsherjartorg Það eru snögg umskipti að koma skyndilega úr afskekktum dal á íslandi til laðalstöðva Sam- einuðu þjóðanna í New York. Sá, sem þetta reynir, spyr sig, þegar mætir honum sú ringuil- reið, sem silíkt allsherjartorg sýnist honunr í fyrstu: Hvað er ég að gera hingað? Er ekki í rauinni skoplegt að hugsa sér sveitamann úr dvergsaVnfélagi dubbaðan upp til þátttöku á málþingi, þar sem fulltrúar 3000 millljóna eru sam'an komnir til að ráða ráðum mannkyns- ins? Þvílíkar spurningar hafa ef- laust leitað á hug minn fyrir VVVVWWV VVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVX'VVV'VV'V v\ Eftir: Sigurð Blöndal ^VVVVWWWWWWVWVWVVW'WWWWVWVWVV ári, er ég var allt í einu sem fulltrúi í sendinefnd einnar minnstu þjóðar heims á alls- herjanþingi S. Þ. í New York. Hafandi auk þess laldrei fytrr komið vestur yfir haf. hvað þá dottið niður í annan eins soð- ketil og þessi fræga stórborg kemur fyrir sjónir manni fúá litlu landi. En það er til marks u!m aðlögunarhæfni mann- skepnunnar við nýjar aðstæð- ur að eftir nokkra daga er mesta nýjabrumið horfið og þetta nýja og óvænta um'hverfi er farið að fá sfnar skýru línur í augum rnanns og huga: Maður er orðinn þátttakandi í því hfi, sem þarna hrærist — eins og hjinir. Firrhn vikur dugðu til þess að maður viar farinn að þekkja talsvert á leik- og umferðarregl- ur í hinni miklu hringiðu, sem daglegt líf þeirra þúsunda manna er, sem starfa og hrærast á 8 hektara landsskika þarna á bakka Austurár. Að minnsta kosti á yfirborðinu. Ný landafræði Haustið 1973 vioru aðildarríki S. Þ. 135. Þegar maður kemur í fyrsta sinn inn í fundarsial, þar sem fulltrúar þeirra allra eru sestir í sœti sín, verður honuim heldur betur ljóst. að landa- fræðin. sem hann lærði fyrir meira en 30 árum er orðin úrelt. Hann var vanur að hugsa sér miðdepil heimsins fullan af hvít um mönnum, af því að þeir höfðu skrifað söguna, sem hann lærði. En þjóðþingið 1973 er ekki lengur með hvítu yfirbragði, heldur svörtu, ef ekki á hörund að algerum meirihluta, þá a. m. k á hár. Og fullyrða má að rautt hár hefði verið slegið háu verði á uppboði. ef reglan um, að það sjaldgæfa seldist hæstu verði, gilti þar. Aðeins þrír menn sáust ’með þeim háralit meðal hinna mörgu þúsunda fulltrúa á 28. allsherjarþinginu: Einn dani, einn svíi, einn ís- lendingur. Ekki einu sinni ír- arnir voru rauðhærðir!!! Auk gulra manna og svartra, en hinir síðasttöldu setja sér- stakan svip á hópinn, eru arab- ar. indverjar og suður-afríku- menn með svo dökku yfirbragði, að fulltrúar hins litla útskaga, sem heitjr Evrópa, og fyrrver- andi nýlenda breta, vekja litla athygli. Þungamiðjan á allsherjarþing inu hefur þannig færst mikið til á þeim rúma aldarfjórðungi, sem það hefur starfað. „Hinir 77“ („The group of seventy seven“), sem reyndar nú eru orðnir 92 eða 93, þ. e. fulltrúar „þriðja heimsins“ eða hinna svokötluðu hiutlausu þjóða er hópur, sem heldur orð- ið ákaflega fast saman hjá S. Þ. og tebur ekki við fyrii’mælum frá Moskvu eða Washington held ur fer sínu fram, hvað, sem þeir stóru segja. Þessi staðreynd hefur breytt alþjóðamálum ákaflega mikið síðustu árin og dregið svo úr á- hrifamætti hernaðaTbandalaga risaveldanna, sem þeir komu sér upp, er kalda stríðið var í algleymingi, að þessi bandalög (N. A. T. O., Varsjárbandalag) eru í dag eins konar ömurleg minnismerki um eitt myrkasta tímabii' þessarar aldar. Tíminn hefur hreirilega skilið þau eftir. Aðalstöðvarnar í árslok 1946 var ákveðið eft- ir ’mikla leit að stað og margar vangaveltur að aðalstöðvar S. Þ. síkyldu verða í New York. Bandarísikur auðmaður, John D. Ilo'ckefeller yngri, hafði gefið 8V2 millj. dollara til þess að kaupa 8 ha stóra lóð á bakka Austurár á Manhattaneyju í þessu skyni. Nokkrir frægustu arkitektar heims, svo sem Le Corbusier frá Frakklandi. Frank Lloyd Wright frá Bandarikjunum og Oscar Niemeyer frá Brasilíu voru kvaddir til þess iað vera bandar- ískri aúkitektastofu tiQL ráðuneyt- is um ge-rð bygginganna, sem .hýsa skyldu starfsemi samtak- anna. Flutt var í hús framkvæmda- stjórnarinnar 1950 og í önnur húsakynni 1952. Þa-u kostuðu 67 ’millj. dollara, sem vislsulega var stórfé á þei’m tíma. En eftir aldarfjórðungsnotkun eru þess- ar byggingar frá'bærlega hent- ugar til þess að hýsa þinghald sem er orðið nær þrisvar sinn- um fjölmennara en var í upp- hafi. Byggingar aðalstöðvanna eru fjórar og allar tengdar sarnan: 1. Framkvæmdastjórnin, sem er 39 hæða skýjakljúfur, úr stáli og glleri, eins og eld- spýtustokkur upp á endann. Þetta er sú bygging S. Þ., sem mest ber á á myndum af aðalstöðvunum og flestir kannast við. Þarna er Kurt Waldheim húsbóndi og full- trúar á allsherjarþinginu eiga þangað fá erindi nema helst í skrifstofur fréttaþjón- ustu S. Þ. 2. Allsherjarþinghöllin. Þetta er sú bygging. sem þingfull- trúar og almenningur, se'm heimsækir aðalstöðvarna-r, íkoma inn í, en þó sitt frá hvoiri hlið. Aðalanddyrin eru sitt í hvorurn enda; en í miðju húsinu er fundarsalur fullslkipaðs allsherjarþings. Salui’inn hefur sæti fyrir rúmlega 2000 manns, full- tnia, áheyrendur og frétta- menn. Hver þjóð á rétt til þess að hafa 5 aðalfulltrúa og 5 aukafulltrúa á fullskip- uðu lalllsherjarþingi. o-g þar vegur atkvæði ísilands jafn- rnikið í atkvæðagreiðslum og atkvæði Kína. Allsherjar- þingsalurinn er ákaflega fallegur og haganlega gerður fyrir svo stóra samkomu. 3. Ráðstefnubyggingin. Þetta hús tengir á vissan hátt sam an a 11 sherjarþingh-öl 1 ina cg skýjakljúf framkvæmda- stjórnarinnar. Hér eru fund- arsaiir hinna þriggja föstu starfsráða S. Þ.: Öryggisráðs- ins, Efnaihags- og félagsmála Aoalstöðvar S. Þ. á Manhattaneyju. Aðalgafl alllsherjarþingbyggingarinnar er fremst á myndinni. Þar er inngangur ferðafólks, sem heimsœkir aðalstöðvarnar. Eldspýtustokkur framkvœmdastjórnar- innar er á bak við, en aðeins sést í horn ráðstefnubyggingarinnar til vinstri. — Mynd: Sibl.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.