Austurland


Austurland - 23.12.1974, Blaðsíða 23

Austurland - 23.12.1974, Blaðsíða 23
Jólin 1974. AUSTURLAND 23 setm. öll sæti voru löngu setin, en fjöidl manns stóö ut á mitt goli_ rétt eins og 4 íslensku sveitabaiii iyrr á árum. Og þarna sátu þeir i eigin per- sónu. jþessir kallar, sem maöur lieiui' heyrt talað um i fréttutn. eða séö í sjónvarpi myndir ai. iVíenn eins og Jakoib Maiik, sem hefur liklega lengst alira verið fulLtrúi lands sins í Öryggisráð- inu, eða næstum því frá stófnun S. Þ., aó vísu með hléum. Hinir andstæðu póiar þarna á f undinum voru Dr. iViohamed El- Zayyat, utanríkisráðherra Eg- yptalands, og Yosef Tekoah, íastafulltrúi Israels hjá S. Þ., gerólílkiæ menn að öllu leyti, sem nú iköstuðu ásökunum og stórum orðum milli borða hvors annars — og út í ljósvakann. Ég veitti fljótlega athygli liitl- um sköllóttum kalli 'með langt króknef, sem var að snúast þarna kringum borðið, sem ráðs- fuiltrúar sitja við og var greini- iega að reyna að fá orðið. Loks kom starfsmaður með þjóðar- heiti á spjaldi og setti á eitt borðdð 1 hringnum og þar settist karlinn loksins. A spjaldinu stóð: Saudi-Arabía. Þarna var sem sé kominn iulltrúi þessa olíuríkasta lands í heimi og bú- inn að fá orðið. Og hann sleppti því svo sannarlega ekki strax, þvi að nú upphófst ræðu- mennska, sem fágæt er á alls- herjailþinginu: Þarna talaði karl inn blaðalaust. steytti hnefana, brýndi raustina, bent| á Tekoah nú, John Scali, fastafuiltrúa Bandaríkjanna næst, í eitt skipti á Malik, fulltrúa Sovétríkjanna, annað á Huang Hua varafasta- fulltrúa Kína, sem hann hrósaði reyndar uppí hástert. Hann tal- aði eins og leikprédikari og til- kynnti ráðsmönnutn reyndar, að hann væri ekki að tala til þeirna heldur bandarísku þjóðarinnar, sem hann hefði nú tækifæri til að láta heyra til sín, en ekki endranœr því að gyðingar ein- okuðu alla áhrifamestu fjöl- miðla Bandaríkjanna. Hann not- aði tækifærið til að rekja orsak- ir misklíðar ísraelsmanna og araba í ljósi sögunnar. Nafn prédikarans var Jamil M Baroody, og hann er vara- fastafulltrúi Saudi-Arabíu hjá S. Þ. — og hefur verið það svo lengi sem elstu menn í aðal- 9töðvunum muna, Við áttum eft- ir að sjá hann og heyra oftar og í flestum nefndum allsherjar- þingsins. Hann talar sjaldan skemur en klukkutíma í einu er af heitnamönnum talin piága, sem hafi kostað S. Þ. ótaldar milljónir með lengdu þinghaldi í aldarfjórðung. En mér þótti ó- vænt gaman að heyra karlinn tala í þetta fyrsta sinn. Svo ó- hkur var hann öllum hinum. Hann var rœðumaður. í borgaralegu lífi er hann lög- fræðingur, kristinn, giftur ame- rískri konu, búsettur í New York í ein 40 ár upphaflega víst Palestínu’miaður, spilar með milljarða Feisals konungs í Kauphöllinni í New York. Sem sagt: málaliði í utanríkisþjón- ustu Feisals! Ég gekk í veg fyrir hann uppi í áttundu nefnd daginn eftir og þakkaði honum fyrir ræðuna, sem ég sagði að hefði verið sú eina, sem hlustandi var á kvöld- ið áður. Hann leit á mig með vingjamlegu brosi og sagði: ,,Guð blessi þig, sonur minn“. En fundur Öryggisráðsins þetta kvöltí stóð til kl. tvö um nóttina og var af kunnugum talinn með þeim sögulegri í sögu samtakanna. Undirbúningur hafréttarráð- stefnu S. Þ. setti mjög svip á John Scali (t. h.), fastafulltrúi Bandaríkjanna, rœðir við Henry Kissinger. — Mynd: S. Þ. störf allsherjarþingsins fyrstu vikuna. sem við þingflokkafulL- trúarnir vorum þar. Um það mál var fjallað í 1. nefnd þingsins, stjómmálanefndinni. og undir- nefnd hennar. Raunverulegur undirbúningur átti sér fyrst og fremst stað í undimefndinni, sem í daglegu tali var kölluð hafsbotnsnefndin. For’maður hennar og fundarstjóri var Sir Hamilton S. Amersinghe, fasta- fulltrúi SriLanka (Ceylon) hjé S. Þ. Við íslendingamir vorum á- kaflega þaulsætnir í L nefnd, meðan hafréttarmáiin voru þar til umræðu og eitt af því minn- isstæðasta frá dvölinni vestra voru einmitt þær umræður. Ekki var það síst hin frábæra fundar- stjórn og samningalagni, Amer- singhe, sem var lærdómsríkt að kynnast. Hann hafði sett sér það mark að reyna að teygja stóru iðnaðarveldin sem lengst til samkomulags um víða efnahags- lögsögu, sem flest öll strandríki og smáþjóðir með þeim og raunar sjálft Kína í fararbroddi, óskuðu eftir. En málþóf iðnveldanna og þá ekki síst Sovétríkjanna, í þessu máli var manni heilmikii lífs- reynsla á að hlýða. Þó fór svo að lokum, að Amer- singhe tókst að sjóða saman til- lögu, sem var slíkur línudans með orðum, að hún var sam- þykkt mótatkvæðalaust. Var hún um væntanlega hafréttar- ráðstefnu í Caracas og málsmeð- ferð þar. Tókst honum þar að sveigja iðnveldin til nokkurs samkomuLags um málsmeðferð- ina. Dagur S. Þ. er 24. október. Þá er haldin samkoma 1 aLMierjar- þingsalnum ár hvert. Fram- kvæmdastjóri samtakanna flyt- ur ávarp og hljómleikar eru haldnir. í þetta sinn var ko’min til tón- leika sjálf Fílharmóniuhljóm- sveit Leningrad sem er víst taL- in í röð 5 bestu sinfóníuhijóm- sveita í heimi. Hún iék þama verk rússneskra tónskálda, Tjai- kovskis, Glinka og Prokofievs við geysilegan fögnuð áheyr- enda í þéttskipuðum sal. Þetta varð minnisstæð hátíðisstund. Utanríkisráðherra Portúgals var oft áhyggjufullur á suipirm, sem von var, því að hann hafði venju- legast öll ríki S. Þ. á móti sér, nema eina þrjá dygga fylgi- sveina: Bandarikin. Paraguay, Suður-Afríku. Nú hefur allsherj- arþingið fengið fram vilja sinn um málefni portúgölsku ný- lendnanna. — Mynd: S. Þ. Fóstbrœðra saga. Tveir menn á allsherjairþinginu vöktu sér- staka athygli manna og forvitni af ýmsum sökum. Þeir voru á- 'kaflega mikið á ferðinni á göng- um og í áttundu nefnd og voni allltaf saman, iðulega gengu þeir með handlegginn yfir öxlina á hvor öðru’m. Auk þess voru báð- ir sérstök glæsimenní á velli. Þetta voru fastafulltrúar Ind- lands og Júgóslavíu hjá S. Þ., Samar Sen og Lazar Mojsov. Báðir sátu þeir í Öryggisráðinu þetta árið og áttu manna drýgst- an þátt í að friður komst á við Súez þar eða þeir töluðu fyrir tillögunni um stofnun gæsluliðs S. Þ., sem átta hlutlausar þjóðir stóðu að. Ég tók fyrst eftir þeim á fundum Öryggisráðsns um Súez-stríðið. Þegar ég var iðulega búinn að sjá þá eins og samvaxna tví- bura á barnum og þá oft með hóp af öðrum fulltrúum í kring- um sig. fór ég að kalla þá fóst- bræður. Okkur var sagt að báðir nytu ákaflega mikils álits hjá sa'mtökunum. Þannig er Lazar Mojsov talinn einhver allra fær- asti fastafulltrúinn um öll fund- arsköp og málsmeðferð. Samvinna og sýnileg vinátta þessara manna sýnist vel við hæfi, þar eða lönd þeirra hafa haft forystu fyrir „hinum 77“ og átt hvað drýgstan þátt 1 að rýra alveldi risaveldanna tveggja. Hafa S. Þ. varðveitt heimsfriðinn? Eins og Þjóðabandalagið eftix fyrri heimsstyrjöldina var stofn að til þess að vera trygging gegn nýjum heimsófriði, voru S. Þ. eftir hina síðari stofnsettar tii þess að vernda heimsfriðinn. Hefur þeim tekist þetta megin viðfangsefni? Það getur sjálfsagt enginn fullyrt, hvort ný heimstyrjöld væri skollin á, ef S. Þ. væru ekki til. Kannski væri svo ekki. En ég er sannfærður um að vegna S. Þ. er friðvænlegra í heiminum en ella. Tilvera hei'mssamtaka þjóð- anna er vettvangur þar sem full trúar hugsanlegra stríðandi að- ilja verða að ræðast við, hvört sem þeim líkar betur eða verr — og það fyrir opnum tjöldum. Þessi sítaðneynd ein dregur úr hættu á vopnaviðskipitum vegna þess að opin samskipti stuðla að sköpun almenningsáiits í heim- inum og minnka tortryggni milli andstæðinga — eins og við- ræður gera alltaf. í stað þess að pukur úti í horni vekur hana. |S. Þ. (hlatfia orðlð vettvangur smáþjóða og nýfrjálsra þjóða sem nú mynda „hiniar 77“, sjáift þriðja aflið í heiminum sem stöðugt vex ásmegin. Jafnframt rýrnar máttur risave'ldanna tveggja og hernaðarbandalög þeirra ern orðin fortíðarófreskj- ur, sem allir sæmilega skyni- bornir menn fyrirlíta, hvar sem er í heirni, og ekki lifa enn í galdnatrú kalda sitríðsins. Þriðja aflið hefði ekki orðið svona sterkt nú þegar, nema fyrir S. Þ. Það kostar þjóðir heims smá- muni að halda uppi þessum sa'm- tökum ti'l þess að ræðast við og láta sér koma siaman miðað við þau býsn fjár, sem þær sóa 1 að búa sig undir að troða illsakir 'hver við aðra. Því fé er vel varið sem kostað er til að Lofa fulltrúum þjóðanna jafnvel að halda langar og leið- inlegar ræður, miðað við það að sóa þeim í smíði vígvéla. Stundum heyrist, að S. Þ. séu aðeins skálkaskjól fyrir skraf- skjóður, sem litlu komi til leið- ar. í fyrra urðu þær þess þó megnugar að silökkva í púður- tunnunni við Miðjarðarhafs- botn. Án þeirra hefði sá eldur ekki verið slökktur svo fljótt sem raun varð á. Kannski eru S. Þ. skálkaskjóL fyrir einhverja. En þær ei'u alla- vega það eina skjól, sem skjáif- andi beimsfriður getur leitað sér athvarfs í þessi árin.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.