Austurland


Austurland - 23.12.1974, Síða 26

Austurland - 23.12.1974, Síða 26
26 AUSTURLAND Jólin 1974. Gagnfrœðaskólaþula þEGAR ÉG var að róta í dót{ mínu fyrir nokkrum vikum kom upp í hendur mér þula sú, er hér fer á eftir. Eg sá strax að hún var orðin hœfilega gömul til að birta hana og sneri mér þá til höf- undarins} Jónasar Ámasonar, og bað hann um leyfi til að birta hana í jólablaðinu. Varð hann Ijúflega við þeirri beiðni en tekur fram, að þetta hafi verið „samið í einum grænum hvelli til upp- lestrar á skólaskemmtun — og síðan var gert ráð fyrir að málið yrði úr sögunni“. Hann tekur líka fram að á nokkrum stöðum sé stuðlasetning hœpin og hafi hann smogið þar framhjá með vissum áherslum í upplestri. — B. Þ. Nú skal fögnuð hefja hér með hláitirasköll sem vera ber, og gleðjast af, hve gaman er í Gagnfræðaskóila. þó ’margur karskur kavaler kunni þar stundum fátt hjá mér og sé með brellur hist og her oig hoppi upp á stóla og geti stundum ei stillt sig um að góla og borði minna brauð og smér en beinlínis kannski vel á fer og næringu frekar sæki sér í svarta lakkrísnjóla, Spur og CocaCoIa. Mér samt líkar miklu ver, hvað mörg ein falleg damani sleikipinna af stolti ber standandi firam úr munni sér, svo hún verður eins og íguilker ásýndum 1 framan og fær svo illa í magann af öllu saman. En þó fólk þetta sé ei f jarska stillt og fáeinir gallar á því, ég ætla það geti engum spillt að eyða vetri hjá því. Og mun ég nú segja svol'ítið nánar frá því. Þriðja bekk við byrjum á. því best mun Mca fara á, því þar er menning rnerk og há og mikið af setningafræði og óteljandi fleiri andleg gæði. Og þar er æðri ensika kennd og ýmsir garpar frægir. „How do you do, my dear old friend, to-day, professbr Ægiri? Rauðmaganetin leggjum við strax oghann Iægir“. í fylkingarbrjósti firæðatraust þar fröken Guðný2 skálmar og yfirstignir umsvifalaust allir farartálmar. Á eftir koma svo Uni3, Sigfús4 og Pálmar5. Frá Eiríki® heyrist aldrei víl né ögn af kveifarvoli, enda þótt hann oft í stíl illa skelili þoli og ensfcan líkist ánni Níl, sem öllu burt skoli; ótrauður gegn hverjum straum stefnir hann á kroli. Næst að kanna ætla ég annars bekkjar flokkinn. sem þeys-ir friam um fræðaveg á f jörhestum, stimdum á skrokkinn. Sú ferð er ekki letileg; menn lemja fótastokkinn. Það er að segja sumir þó sjaldan lesa alveg nóg; það hnígur á þá himnesk ró horfandi út um glugga, eins og verið sé þeim í væran svefn að rugga. Við Sigmariö mínum hef ég til dæmis stundum orðið að stugga, Um grundir allar Guðmundur'7 geysist með mifclum bresti, þó að vísu stundum víxlgangur verði á hans hesti og ýmislegt frá Sveini8 sé saman við hans nesti. Um Svein skal annars unders-tood, að enskan hans er very good. og á því sviði hann eflaust could aflað sér mikils frama. Og um Tryggva9 má segja það sama. Og þó KalliiO ekki hafi hátt, hugsar hann fleira stórt en smátt; og aftur.mundi bekknum brátt í betri siðum fara ef þar vantiaði HalldórM og hann Aral2. Og þá er að geta um Gunna-r Bjart.13, og gætj það orðið vandi, því fram hann gengið hefur hart í hinu og þessu standi og búinn að reyna býsna margt bæðj á sjó og landi. Sem stendur e-r hann blaðam-aður og bóikaútgefandi. Það kem-ur fyrir í kennslustund. að kurteisir balir og fögur sprund af öllum kröftum á ýmsa lund ólöeigt jóðla tyggó. Slík't hendir þó aldrei heiðurspiltinn ViggóH. Stefánl5 í háu embætti er, sem er embættum fáurn verra. Hann hefur þá stöðu hlotið hjá mér að hrópa í skyndi: „Guð hjalpi þér,“ strax og hann he-yrir mig hnerra. Um góðar stúlkur get ég hér, sem gjarnan mætti hrósa. í enskunni Lovísal6 af þeim ber, og einnig Halldóral7 bjargar sér, en hins vegar stundum here and there hryg-gð hún Guðrúnl8 veldur mér, og dálítið hræddur ég urn það er. að oft hún ej nennj að glósa. Og af hverju sikrifarðu was fyrir were. vina min, Imba Rósai9? Við förum þá í fyrsta bekk, sem frægur er af mörgum hrekk og líkist gjaman lambastekk um lífsgleði á vorin og þyngir oft okkur þreyttum kennurum sporin. Mjög svo eru meyjar þar að margra dómi laglegar, fríðar og fagurgjörvar, og utan úr homi augum tveim ýmsir trúi ég sendi þeim heitar ástarörvar. En fáir mun-u þar hitta betur en Hjörvar20. Fyrst ég þó um Góa21 get, garpinn dönskusnjalla; því þó hann ei skilji að köd er ket og kannski segi stundum det í hirðsiðum er hann uddannet. og einkum það ég við hann met, að mig hann ávarpar Majestæt, og má þá saklaust kalla, iþó hann viti stundum lítið um hvað lexíumar fjal-la.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.