Austurland


Austurland - 23.12.1974, Qupperneq 27

Austurland - 23.12.1974, Qupperneq 27
Jólin 1974. AUSTURLAND 27 Vil ég svo nefna Villa'mund22, fsem vegur áttatíu pund, svona nokkurnveginn nettó og komi í eina kennslustund kyrjandi í allegrettó Íreginfagra aríu úr Rígólettó. Verst er það. að Vilmundur vill helzt aldrei sitja kjur, og undrast margir, hvemig á því standi; en hann er í íþróttum ágætur, og orðinn fyrir þær víðfrægur, iðkar þær bæði blautur og þurr, þar bugar hiann enginn vandi. Hann sveiflar sér jafnvel á sjó út í lausu bandi. Klárt get ég það um Koniráð;23 sagt um iklu'kkuna stendur hann trúa vakt; og þó að bringe. bragte, bragt hann beygi kannski stundum skakkt, tekst honum jafnan með pomp og prakt og prýði að komast út um dymar fyrsitur manna í frímínútum. Það ke’mur fyrir að hvislar Jón24 að Konna oig Villa í ljúfum tón — svo 1 dönsku þeir fái forðast tjón — fréttum af ýmsU tagi, líkt og trúnaðarmál sé í telefón talað á aðra bæi, þó að sambandið stundum virðist í verra lagi. En ef nú Jón er ekki við ólesnum mönnum að veita lið, og allt virðist komið í óefnið á allra tæpasta vaði. í Óskar25 strax þeir hringja þá með hraði. Hjörvari finnst það bölvað bax að berjast við lexíur morgundags, en komi hann upp. þá leitar hann lags, með lagni sig áfram fetar. „Hættu þessu hvísli strax, heyrirðu það. Gretar26?“ Og svo biður kannsiki kennarinn, að kunngjöri Gretar vísdóm sinn, og þó bamn ei kunni allt út og inn. það oftast sa'mt gengur að vonum. En annars sakar það ekki par, þó eitthvað hann reki í vörðumar, því þá hvíslar Hjörvar að honum. En margir vinna mikið á og mæddum lærer gleði fá, og gjarnan þess hér geta má að Gunnar Jóns27 og Draupnir28 eru hættir að horfa í gaupnir. Björgvin29 er stundum á svipinn súr, sé að honum vikið ofurlitlum óvertúr af ávítunum í moll og dúr. En á kompásinn þekkir hann edns og úr, öst til söd og vest til nord. þó hann fái sér stundum einn lítinn lúr og lendi þá út fyrir strikið í þokunni dönsku, og þykir víst engum mikið. Guðmund30 einkennir algjör ró, söm aldrei bifast um tommu, þó í dönskunnar stríða stormasjó hann strandi á hverri kommu. Hann er sagður vera meistari mikill á trommu. Næst vil ég geta um merkan mann, sem Magnús3i heitir og búktal kann. Stafi skrifar stundum hann á stærð við sjálfan kennarann, en þess á milli ófsert er með augunum að sjá þá. nema starað sé í stækkunargler stereóskóp eða s'másjá. Komist hefur þrátt í þrot Þórarinn32 með tugabrot og mörg ein báran bringuvot bylit honurn þung og erfið, hafi hann sett sitt fley á flot til ferða um metrakerfið. því þar er al'drei stormaslot, og stundum jafnvel ber við að kennarinn sjálfur sjóunum ekki sér við. Margir hafa af ótta engst við umsjónannanninn langa, sem er allra manna længere, længst og lætur hið sama ganga um stöndvísiskröfu stranga jafnt yfir Hjörvar Góa, mig og Manga. I þessutn bekk er mærin mörg, sem mér er skylt að 1‘ofa. Ingunn33, Steinunn34 Ingibjörg35 aldrei við námið sofa. þó að of-t sé S'tarfrækt í horninu hjá þeim hárgreiðslustofa. Og þar í hóp er ennþá ein afbragðsdugleg silkirein, sem situr prúð, í baki bein, þá berserkir sig ybba. Sú er enginn svarkur eða gribba. hún Sibba36. Hátt um dönskunnar hálu stig hljóðlega tvíburar feta sig. En hitt vill' stundum henda mig, að hreint engan grun ég renn’ í hvort Jenný37 er Guðný38 eða Guðný Jenný. Róshildur39 tíðum skriver, skrev skemmtilega myndsikreytt bréf, og á þeim sumum séð ég hef sæta stúlku ’með lítið nef, sem leikur sér án þess að óttast kvef í ágætu veðri og hlýju á baðströnd í Brasilíu. Ónefndar rnunu ennþá sex yngismeyjar þessa bekks, lausar við allt rag og rex, rifrildi og nauð og pex. Þær vita lengra sínum litla nebba, Guðrún40 Hallbjörg4l, Halldóra42 og Ebba43. Og um Bjameyju44 get ég borið vott, að baunversfcu talar hún meget flot, og mikið hefur hugsað gott hennar kollur rauður. Og þá uppljómast haf og hauður, er horfi ég til þín Auður45. Á enda þulan loks er lent; að lokum vil ég þó segja tvennt: Gangi ykkur ganske pænt að gera lífið excellent, og skólans endist ykkur mennt eins og besta permanent. 1. Ægir Árvnannsson. — 2. Guðný Bjömsdóttir. — 3. Uni Bjömsson. — 4. Sigfús Guðmundsson. — 5. Pálmar Magnús- son. — 6. Eiríkur Karlsson. — 6. Sigrnar Björnsson. — 7. Guðmundur Þorleifsson. — 8. Sveinn Jóhannsson. — 9 Tryggvi Ólafsson. — 10. Karl Hjelm. — 11. Halldór Þor- steinsson. — 12. Ari Árnason. — 13. Gunnar Bjartmarsson. — 14. Viggó Sigfinnsson. — 15. Stefán Marteinsson (látinn). — 16. Lovísa Ölversdóttir. — 17. Halldóra Svanbjömsdóttir. — 18. Guðrún Baldursdóttir. — 19. Inga Rósa Oddsdóttir. — 20. Hjörvar Valdemarsson. — 21. Sigurjón Jónsson. — 22. Vilmundur Vilmundsson. — 23. Konráð Auðunsson. — 24. Jón Benjamínsson. — 25. Óskar Óskarsson. — 26. Grétar Jónsson. — 27. Gunnar Jónsson, — 28. Draupnir Marteins- son. — 29. Björgvin Halldórsson (látinn). — 30. Guðmundur Haraldsson. — 31. Magnús Herjólfsson. — 32. Þórarinn Ölversson. — 33. Ingunn Stefánsdóttir. — 34. Steimmn Karlsdóttir. — 35. Ingibjörg Bjarnadóttir. — 36. Sigurbjörg Ólafsdóttir. — 37. Jenný Aðalsteinsdóttir. — 38. Guðný Að- alsteinsdóttir. — 39. Róshildur Stefánsdóttir. — 40. Guðrún Jónsdóttir. — 41. Hallbjörg Eyþórsdóttir. — 42. Halldóra Jónsdóttir. — 43. Ebba Stefánsdóttir. — 44. Bjarney Bjama- dóttir. — 45. Auður Óskarsdóttir.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.