Líf og list - 01.07.1951, Page 4

Líf og list - 01.07.1951, Page 4
TVÆR FERÐAMINNINGAR eftir Sigurð Bejiediktsson ANNA MARÍA 1\ /TAf-MORGUNN fyrir mörgum árum, — og stríðinu var lokið. Ég minnist þess nú, af þvi ég fann gamalt póstkort, sem einhvem veginn hefur ekki orð- ið viðskila við mig. Lestin er að leggja af stað, — hraðlestin frá Róm til Mílanó. Glampandi sólskin og ylvolg gola. Ys og háreysti á brautarstéttinni: kveðjur, kossar og faðmlög, bros og tár, — þessi stílhreina stemning, þar sem tilfinningarnar eru fólki eðli- legar og bikar augnabliksins er tæmdur í botn. En þó þröngt væri á stéttinni, var enn þrengra inni í lestinni. Maður við mann um alla ganga og hvert sæti setið. Hótelþjónninn brauzt á und- an mér inn í klefa, þar sem ég átti keypt sæti. Hann óskaði mér góðrar ferðar og kvaddi með mörgum óskiljanlegum orðum. Hér sátu þrjár nunnur og tveir karlar. Fram- an við dymar stóð kona með grátandi barn. Það vildi ekki láta huggast, og það ýlfraði eins og sært dýr. Ég bauð konunni sætið mitt og hún þáði það með tárin í augunum. Ég fékk stæði út við gluggann, og hið næsta mér stóð ung stúlka, sem hlaut að vekja athygli. Hún var hnarreist og spengileg eins og hind, og yfir persónuleikanum öllum hvíldi einhver tiginborin ró og staðfesta. En jafnvel þó henni hefði ekki verið gefin svo mikill yndisþokki sem raun var á, þá hlaut hún samt að vekja etirtekt vegna tötranna, sem hún klæddist. Þeir báru af allri örbirgð í klæðnaði, sem ég hef séð. Hún var berfætt í götóttum strigaskóm. Fót- leggirnir voru blóðrisa og slegnir kaunum eins og hún hefði troðið einikjarr alla ævi. Yfir ein- hverju, sem einu sinni mun hafa verið kjóll, bar hún slá eða axlakápu úr límbomum striga. Stór seglbót var á hægri öxlinni og flipa rifin í vinstri boðunginn. Hendur hennar voru öskugráar af skít og saxa, og yfir vöngunum var dálítið hrúður af svitastorknu ryki, sem gekk upp í hársræturnar. Hún bar strigatösku á handleggnum, og upp úr stóð rúgbrauðsbiti og nokkur græn epli. Við fæt- ur henni stóð gamalt ferðatöskuskrifli, krossbund- ið með marglitum, samanhnýttum spottum. Með eðlisbundinni varkárni leit hún tíðum til töskunnar eins og hún byggist við, að einhver mundi koma og hrifsa hana frá henni. Hún er berhöfðuð, og sóllýst hárið féll niður á herðar. Barmurinn, hálsinn og andlitið er eyr- brúnt af sól og vindi. Svipurinn er hreinn og barnslega mildur. Augun myrk og starandi eins og hún hvessi sjónir í áttina til einhvers, sem henni er glatað að eilífu. Hún styður hnúum í gluggakarminn og lítur út. Andvarinn blæs inn um opinn gluggann og strýk- ur henni um vanga. Hún þenur nasavængina og svelgir goluna, svo að barmurinn lyftist. Hví er svo fögur kona ein á ferð? Hver er hún, og hvert fer hún. Og hví er hún töturlegar klædd en aumur betlari? Svo mumrast lestin af stað. Nunurnar létu sér dátt um barnið og dilluðu því í svefn. Nú hvíldi það á guðivígðu skauti ungrar konu, sem ekki má eiga barn. Karlarnir hrutu, o.g það streymdi af þeim svitinn. Móðirin gaf mér bita af nestinu sínu og rétti mér glas af víni. Undir kvöldið yfirgaf hún lestina í litlu þorpi, og nunnumar viknuðu yfir því að þurfa að skilja við barnið. Svo tóku þær fram stórar, svartar bækur og lásu fram í myrkur. ... Eftir nokkra hvíld benti ég stúlkunni við glugg- ann að setjast. Hún þáði það, og það kom þá í ljós, að hún talaði ensku. Við kynntum okkur, og hún kvaðst heita Anna-María og vera frá Pól- landi: — Faðir minn var þýzkur að uppruna, en hafði pólsk borgararéttindi. Móðir mín var af enskum ættum. Ég var eina barnið þeirra, og við vorum látin í friði. Faðir minn var kennari, og svo var hann með staurfót eftir limlestingu í gamla stríðinu.... 4 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.