Austurland


Austurland - 15.02.1979, Qupperneq 1

Austurland - 15.02.1979, Qupperneq 1
29. árgangur Nýr skóli á Breiðdalsvík Á Breiðdalsvík er hafin bygging nýs grunnskóla og hefur verið unnið fyrir um 20 milljónir króna, aðallega síðustu mánuðina fyrir áramótin. Skólinn sem börnin á Breiðdals- vík sækja er í Staðarborg og að- eins (tpp í 8. bekk. StaðsetnLng þess skóla er afar óhentug þar sem aka þarf öllum börnunum þangað. Bygging grunnskólans verður fjárfrek framkvæmd og sveitar- stjórinn, Helgi Guðmundsson, segist ekki vera búinn að reikna það dæmi til enda, en þeir hafi reynt að nota hið eindæma góða tíðarfar fram að áramótum til hins ýtrasta til að vinna að þessu hags- munamáli byggðarinnar. Bræðslan á Breiðdalsvík er nú tekin til starfa eftir nokkrar end- urbætur og viðgerðir sem nauð- synlegar þóttu. Það er Varðarút- gerðin á Stöðvarfirði sem rekur bræðsluna, forstjóri er Friðrik Sól- mundsson. Þar vinna nú 12—14 manns. — lóa Námsflokkar Neskaupst. Námsflokkarnir hafa nú byrj- að starfsemi st'na. Ekki fékkst nægilegur fjöldi í allar greinar sem boðið var upp á. í þeim nám- skeiðum sem hófust í janúar er þátttaka þessi: fimmtán f ensku, níu f frönsku, 25 í leikfimi, 13 f garðyrkju og 12 í skattskýrslu- gerð. — Krjóh. NESKAUPSTAÐUR: Breytt skipan Á fundi bæjarstjórnar Neskaup- staðar 6. febrúar var samþykkt ný reglugerð um skipan félagsmála í kaupstaðnum í samræmi við sam- þykkt bæjarstjórnar frá afmælis- fundinum 7. janúar. Skv. 1. grein hinnar nýju reglu- gerðar starfa í Neskaupstað fé- lagsmálaráð og tómstundaráð, og hafa þau framkvæmd félagsmála- starfsemi í kaupstaðnum með höndum. Félagsmálaráð fer með stjórn lýðhjálparmála og er höfuðverk- efni þess að vinna að eflingu fé- lagsiegrar þjónustu í Neskaupstað, skipuleggja fyrirbyggjandi félags- starf og hjálpa fólki til sjálfsbjarg- ar með ráðgjöf, upplýsingum og endurhæfingu. Tómstundaráð fer með stjórn tómstundamála að svo miklu leyti sem bæjarfélagið lætur þau til sín taka. Höfuðmarkmið þess er að vinna að eflingu heilbrigðs tómstundastarfs bæjarbúa og skal það beita sér fyrir nánu sambandi óg samstarfi við skóla, félög og samtök sem tómstundastarf hafa á stefnuskrá sinni. Skal tómstunda- ráð hafa forgöngu um að halda NESKAUPSTAÐUR: Alþjóðaár barnsins 1979 Neskaupstað, 15. febrúar 1979. Helgi Seljan alþingismaður Aðeins örfá orð útaf allbiturri grein lngólfs, vinar míns, Arn- arsonar í Austurlandi síðast. Mér þykir býsna sárt ef þeir vinir mínir á Fáskrúðsfirði, sem ég hef heimsótt jafnoft og raun ber vitni, ímynda sér að einhver afturkippur sé þar í kominn vegna ótta við gerðir mínar eða nánast afbrot gegn þeim. Ekki kannast ég þar við. En lítum á málin í heild. í fjárveitingamefnd var lögð höfuðáhersla á sem allra hæsta fjárveitingu til skólans á Fáskrúðs- firði og hygg ég að þar hafi vart verið unnt að ná lengra miðað við allar aðstæður. Ekki síðri áhersla var lögð á framlag til heilsugæslu- stöðvar. sem var úti með 0 krón- ur allt fram til hins síðasta hjá undirnefnd, ekki af neinni ill- girni þar, heldur aðeins af því hve fjárskortur var mikill í áðurhafin verk. Allt of lágt er framlagið, en ef tekst að byrja á þessu ári er ísinn brotinn og það er fyrir mestu. Að því er nú stefnt og ég get fullyrt það nú að fyrir for- félagsmáia fundi með þessum aðilum ekki sjaldnar en tvisvar á ári. Talið er eðlilegt að hin beina framkvæmd tómstundamála verði að mestu £ höndum starfandi fé- laga og skóla sem njóta styrks bæjarfélagsins beint eða óbeint, þ. e. fjármagns eða aðstöðu nema hvorttveggja sé. Skal ráðið m. a. hafa umsjón með rekstri mannvirkja og að- stöðu til almennrar tómstunda- starfsemi í eigu eða á vegum bæj- arfélagsins, leggja fram tillögur um aðgerðir á sviði tómstunda- mála, hvetja til nýjunga og gera tillögur um uppbyggingu á að- stöðu og stuðning við tómstunda- starf í skólum, félögum og sam- tökum. Félagsmálaráð leysir af hólmi framfærslunefnd, barnavemdar- nefnd, áfengisvarnarnefnd og leik- vallanefnd. Tómstundaráð kemur í stað íþróttanefndar, sundlaugar- stjórnar, stjórnar sjómannastofu og æskulýðsráðs. Hér er um reglugerð að ræða og þarf því samþykki félagsmála- ráðuneytis. Má ætla að reglugerð- in komi til framkvæmda í júrtí í sumar. — Krjóh. 7. tölublað. Eins og flestum mun kunnugt, hafa Sameinuðu þjóðirnar ákveð- ið, að beina þeirri áskorun til Helgi Seljan: Framlagið er mikil mistök Svar við grein Ingólfs Arnars göngu formanns fjárveitingar- nefndar, Geirs Gunnarssonar, í samstarfsnefnd, mun verkið hafið nú og reiknað með heilsugæslu- stöðinni fokheldri á miðju ári 1980. Ávinningur sem ég met mikils eftir aðgerðarleysi síðustu fjögurra ára. Hafnarframlagið flokkast undir mikil mistök, sem meðal annars byggjast á röngum upplýsingum frá Vita- og hafnamálaskrifstof- unni um milljóna ónotað geymslu- fé á lokastigi afgreiðslunnar. Full- trúar Fáskrúðsfirðinga hafa verið hér síðustu daga og úr hefur verið og mun verða bætt á næstunni svo sem unnt er. Hins vegar berast frá nær öllum stöðum á Austur- landi kvartanir og ásakanir um of lítið í hafnarframkvæmdir, og þær ásakanir eru réttar. Allt of lítið fé er til þessa málaflokks til skipta. Framhald á 3. sfðu uðildarríkja sinna, að 'árið 1979 verði helgað málefhi barna í heim- inuni. í franihuldi af því hefur Menntamálaráð skipað undirbún- ingsnefnd til að hvetja þá aðila, sem á einhvern hátt láta sig mál- cfni barna varða, til aðgerða á barnaárinu. Barnaverndarnefnd Neskaup- staðar fór þess á leit nú nýlega við ýmsar nefndir og félög í bænum, að þær hefðu samvinnu um að vekja athygli á kjörum og málefnum barna í byggðarlaginu nú á þessu ári. Var stungið upp á því, að komið yrði á fót eins konar framkvæmdarráði sem ynni að þessu máli. Auk fulltrúa úr barnaverndarnefnd, eiga eftirtald- ir aðilar fulltrúa í þessu fram- kvæmdaráði: Jafnréttisnefnd, menningarnefnd, bókasafnsnefnd, æskulýðsráð, foreldrafélag grunn- skóla, dagheimilið og nemenda- Undur og stórmerki V:, " ■■■-. ■ ■■ " ■:•■■ ,,Svo trúa menn ekki lengur á drauga“. Ljósm. lóa í froststillu og vatnsleysi síðast- liðinnar viku sá ég dag einn mann vappa um lóðina fyrir utan hús- ið. Hann hélt báðum höndum fram svo að þær mynduðu vinkil og í hvorri hendi var teinn líka beygður í vinkil og lék teinninn laus í hendinni. Þegar maðurinn gekk áfram gerðust þarna undur og stórmerki, teinarnir fóru skyndilega að hreyf- ast, nálgast hvorn annan, lögðust síðan í kross og loks alveg sam- síða hvor öðrum. Þá stoppaði maðurin og sagði: „Lögnin er hérna“. Vatnslögnin, sem árangurslaust hafði verið leitað að í marga dága með gröfu, loftbor og mannafla, fannst nú með aðstoð tveggja venjulegra víra sem krakkarnir mínir notuðu f kricettleik. Engin nútímatækni, enginn seguli aðeins venjulegir teinar úr jámi. Mann- inum varð líka að orði „Og svö trúa menn ekki lengur á drauga*. Þeir sem þarna notuðu járn- teinana í fyrsta skipti voru pípu- lagningamennirnir, Sigurþór Valdimarsson og Jón Svanbjörns- son. Báðir höfðu þeir verið á nám- skeiðinu um snjóflóð, sem frá er sagt annars staðar í blaðinu. Sig- urþór sem slökkviliðsstjóri bæjar- ins og Jón sem meðlimur slysa- varnadeildarinnar. Á námskeiðinu sem þeir létu mjög vel af var þeim m. a. kennd notkun víra til leitar. Vírarnir sem éiga áð vera 2—-3 mm í þvermál eru beygðir í vinkil með annán endann ca 15 cm langan og hinn endann 35—40 cm. Síðan eru þeir lagðir í sitt hvora hönd, þannig að þeir leiki lausir og ef síðan er gengið yfir t. d. vatn eða mann undir snjó eða jörð krossast vfr- arnir. Svo einfalt er það. Eina skilyrðið er að logn sé annars fjúka vírarnir til. Hins vegar er mönnum misjafnlega lagið að handleika vírana og geta ekki all- ir. Þó er talið að um 8 af hverjum 10 geti lært þessá kúnst. — lóa ráð G. í N. Auk þess er í ráði að kalla til aðra aðila við framkvæmd einstakra málaflokka, s. s. Sjálfs- björgu ög starfsfólk spítalans. Á fundi sem þessir aðilar héldu nýlega, voru lögð drög að dagskrá fyrir árið. Var ákveðið, að hafa kynningar- og umræðufundi einu sinni í mánuði fram á sumar og taka upp þráðinn að nýju í haust. Meðal málaflokka sem kynntir verða sérstaklega eru: 1. Bókmenntir fyrir börn og um börn. 2. Samvern foreldra og barna. 3. Áhrif skipulags bæja á lífs- hætti og leikmöguleika barna. 4. Börn og tómstundir þeirra. 5. Barnið og atvinnulífið. 6. Heilsugæsla barna og heil- brigðisþjónusta fyrir börn. Fyrsti fundurinn verður haldinn nú á sunnudaginn og er hann kynntur nánar annars staðar í blaðinu. Önnur atriði verða kynnt nánar síðar. Það er Ijóst, að þó margt sé hér vel gert fyrir börn nú á tím- um þá er líka margt ógert og margt mætti betur fara. Barna- árinu er einmitt ætlað að vekja fólk til umhugsunar um stöðu barna ( samfélaginu og finna leið- ir til úrbóta. Það er von þeirra sem í þessu framkvæmdaráði sitja, að Norðfirðingar fjölmenni á þessa dagskrárliði og sýni þannig í verki að okkur er ekki sama um velferð barnanna. Þá er barnaverndarnefnd Nes- kaupstaðar fús til samstarfs við barnaverndarnefndir og aðra aðila á Austurlandi um þessi mál. — S. S. Loðnuafli Á þriðjudagskvöld hafði verið landað rúmlega 150 þús. tonnum sem skiptist þannig milli staða: Vopnafjörður 19.000 tonn Seyðisfjörður 42.000 tonn Neskaupstaður 22.000 tonn Eskifjörður 38.000 tönn Reyðarfjörður 14.000 tonn Fáskrúðsfjörður 9.500 tonn Stöðvarfjörður 3.500 tonn Breiðdalsvík 2.000 tonn Djúpavogur 3.500 tonn Höfn í Hornafirði l.ÖÖO tonn Samt. 154.5000 tonn

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.