Austurland


Austurland - 15.02.1979, Qupperneq 2

Austurland - 15.02.1979, Qupperneq 2
SKÍÐARÁÐ ÞRÓTTAR __________lUSTURLAND_________________________ Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Blaðncfnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðar- son, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóbannsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Auglýsingar og dreifing: Birna Geirsdóttir s. 7571 og 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað sími 7571. Prentun: Nesprent Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Um skattheimtu Vart greinir menn á um það, að í þjóðfélagi sem okkar er skattheimta nauðsynleg. Hún er ekki einungis nauðsynleg fyrir hinn sameiginlega sióð landsmanna allra, ríkissjóð, held- ur einnig fyrir hinar smærri stjómunareiningar í landinu. sveitarfélögin. Hvers konar opinberar framkvæmdir og allar tegundir opinberrar þjónustu byggjast á því, að þegnamir séu skattlagðir í einhverri mynd. Eina ráðið til að komast hjá skattlagningu eða a. m. k. draga verulega úr henni er f>að, að ríki og sveitarfélög fengju pann ágóða, sem hvers konar rekstur skapaði, og gætu á þann hátt staðið undir framkvæmdum og jjjónustu á vegum þessara opinberu aðila. Þessi lausn er vissulega sanngjörnust, enda hreinn sósíal- ismi. En við eigum því miður langt í land, að þessi tilhögun verði ofan á í okkar þjóðfélagi, og afturhaldið í landinu tryllist jafnan, þegar á hana er minnst. Það er því ekki um annað að gera en skattleggja lands- lýðinn. Og pá koma upp ótal spumingar svo sem: Er skatt- lagningin of mikil? Er skattlagningin réttlát? Eru skattamir teknir í réttlátu formi? Um það, hvort skattlagningin sé of mikil, má endalaust deila og skal ekki fjölyrt um það að sinni. f þeim efnum verður að meta hverju sinni j>örfina á nýjum framkvæmdum og auk- inni jjjónustu annars vegar og skattþol einstaklinga og reksturs hins vegar. En hvað er pá að segja um réttlætið í skattskiptingunni og það, í hvaða formi skattarnir eru af mönnum teknir? Ríkisvaldið hefur í síauknum mæli farið meir og meir inn á pá braut að auka óbeinu skattheimtuna svo sem söluskatt, vörugjöld o. fl. Hlutur beins tekjuskatts hefur því orðið æ veigaminni þáttur í tekjuöflun ríkissjóðs. í þessu felst mikið óréttlæti, sem bitnar fyrst og fremst á bammörgum og stómm heimilum,. Með þessu fyrirkomulagi eru barnmörgu fjölskyld- umar að greiða mikiu meira til opinberra aðila en eðlilegt er. Meira óréttlæti er þó fólgið í því, að fyrirtæki og einstak- lingar, sem einhvem rekstur hafa með höndum, geta á hægan hátt bæði löglegan og ólöglegan komist hjá því að greiða af launum sínum og hagnaði hlutfallslega jafnháan tekjuskatt og hinn almenni launþegi. Mest er þó kannski óréttlætið og brotalömin alvarlegust, þar sem eru hin gífurlegu vanskil á söluskatti, og ekki síst þegar ætla má, að oft sé söluskatturinn lagður oftar en einu sinni á hverja vöru- eða þjónustueiningu. Nokkuð hefur núverandi ríkisstjóm gert til að draga úr því óréttlæti skattheimtunnar, sem hér hefur verið drepið á. Má þar nefna álagningu hátekjuskattsins svonefnda og lækkun söluskatts á matvörum. Áfram þarf að haida á þeirri braut og Áhuginn fer mjög vaxandi fyrir skíðaíþróttinni Greinilegt er að áhugi almenn- ings fyrir skíðaíþróttum fer mjög vaxandi hér í bæ sem annars stað- ar. I því sambandi reynir Þróttur að gera það sem hann getur til þess að mæta aukinni þörf fyrir bætta aðstöðu vegna skíðaíþrótt- arinnar. Má í því sambandi nefna nýju skíðalyftuna, sem er mesta fjárfesting, sem félagið hefur lagt í til þessa, en hún kostaði milli 6 og 7 milljónir króna. Það sem helst háir félaginu í þessari viðleitni er vöntun á full- orðnu fólki til starfa við skíða- mannvirkin þ. e. skíðalyftur og skíðaskálann. Það er því einlæg ósk skíða- ráðsins að áhugafólk um þessa ágætu íþrótt veiti félaginu liðsinni og gefi sig fram við formann skíðaráðsins Ólaf Sigurðsson, íþróttakennara. VeJ heppnað skíðanámskeið Fyrir stuttu lauk hér mjög vel heppnuðu skíðanámskeiði, sem haldið var fyrir barnaskólanem- endur, aldursskeiðið 9—12 ára. Kennarar á námskeiðinu voru Sigríður Jónasdóttir frá Akureyri og Ólafur Sigurðsson, Neskaup- stað. Meiningin er að fljótlega hefjist námskeið fyrir yngri bekki bama- skólans og einnig fyrir nemendur Gagnfræðaskólans. Kennari verð- ur Ólafur Sigurðsson. Skíðalyftur Undanfarnar tvær helgar hefur nýja skíðalyftan í Oddsdal verið í gangi. Aðsókn hefur verið geysi- lega mikil. 1 sambandi við það, að fólki finnst fremur dýrt að þurfa að greiða 1000 kr. fyrir daginn í Oddsdalslyftunni og kr. 500 fyrir börn, þá hvetur skíðaráð fólk til þess að kaupa árskortin, sem er tvímælalaust miklu hagkvæmara, en þau fást bæði hjá Ólafi Sig- urðssyni, Sverristúni 1 og í Apó- tekinu og kosta fyrir fullorðna kr. 10-þúsund og fyrir böm kr. 5-þúsund og gilda fyrir báðar lyfturnar. Annars kostar dagkort- ið í „Hjallalyftuna" kr. 400 fyrir fullorðna og kr. 200 fyrir börn. Skíðatrimm Á sunnudaginn kemur, efnir Skíðasamband íslands til allsherj- ar skíðatrimms og er skíðatrimm- ið upphaf að kerfisbundnu starfi, sem Í.S.f. er að setja á laggirnar, til eflingar almenningsíþróttum. Á morgun gefur Skíðaráð Þrótt- ar út dreifibréf þar sem skíða- trimm vetrarins verður kynnt nán- ar. Skíðamiðlun Skíðaráðið hefur grun um að ýmsir liggi heima með nothæfan skíðaútbúnað þ. e, skíði, skíða- skó o. fl. sem þeir af einhverjum ástæðum nota ekki og vildu gjarn- an losna við. Einnig er það grun- ur okkar, að ýmsir, sem áhuga hafa þó fyrir íþróttinni, en telja sig ekki hafa efni á að kaupa nýjan útbúnað, myndu slá til, ef á boðstólnum væri ódýr útbúnað- ur, sem hægt væri í það minnsta að byrja með. í þessu sambandi hefur skíða- ráð ákveðið að koma upp skíða- miðlun þar sem fólk geti losað sig við eldri útbúnað og aðrir leitað eftir ódýrum búnaði, að sjálfsögðu bæði fyrir börn og full- orðna. Þeir sem áhuga hafa fyrir þessu, eru beðnir um að koma með skíða- útbúnað, sem þeir vilja losna við (verðmerktan) að Sverristúni 1 (Ólafur Sigurðsson, íþróttakenn- ari) n. k. mánudag og þriðjudag kl. 18—20 og þeir sem áhuga hefðu á að fá sér ódýran skíða- útbúnað athugið það mál á sama stað og sama tíma miðvikudag og fimmtudag. Að lokum vill skíðaráð hvetja alla, sem eiga skíði, að draga þau nú fram og nota snjóinn meðan hann er. — S. Þ. KIRKJA Messa í Norðfjarðarkirkju n. k. sunnudag, 18. febr., kl. 2. Barnastund í kirkjunni laugar- dag kl. 10.30. Sóknarprestur EFNALAUGIN Neskaupstað verður opin 19.—23. febrúar. NESKAUPSTAÐUR RARNAÁR Barnabókmenntir eru á dagskrá í fundarsal Egilsbúðar sunnudaginn 18 febrúar. Silja Aðalsteinsdóttir fjallar um íslenskar barna- bækur. Lesið verður upp úr nokkrum jteirra. * Sýnishorn íslenskra barnabóka liggur frammi. Umræður og kaffi. Barnagœslci verður fyrir börn eldri en 2ja ára í Sjó- mannastofunni á meðan fundurinn stendur yfir. Þar verður væntanlega glatt á hjalla. MENNINGARNEFND Æðallundur Aðalfundur Kvennadeildar SVFÍ, Norðfirði verður haldinn í Egilsbúð mánudaginn 19. febrúar kl. 21. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Kaffiveitingar. — Nýjar félagskonur velkomnar. S T J Ó R N I N búa svo um hnúta, að fyrirtæki og einstaklingar, sem atvinnu- rekstur stunda, greiði einnig sinn skatt. Viðbrögð íhaldsins við þessum tilraunum í réttlætisátt eru besta sönnunin fyrir j'ví, að í rétta átt er stefnt. Auka ber hlut beinna skatta í tekjum ríkisins og umfram allt herða mjög allt skattaeftirlit, svo að komist verði fyrir skattsvik. Skattalög pari að gera þannig úr garði, að þau heimili ekki óeðlileg undanskot frá skatti, sem nú eru leyfileg. Draga ber úr innheimtu óbeinna skatta, en jafnframt }>arf að tryggja að söluskatti verði skilað að fullu. Náist }>essi atriði fram, er nokkur von til j>ess, að skatt- heimtan færist til réttlátari vegar. — B. S. Gistið í hjarta borgarinnar Bjóðum mjög hagstæn vetrarvcrð. Biört og rúmgóð herbergi og viöurkenndan öergstadasthæti 37 veisluatat. Sérstakt aísláttar- SIMi 21011 verð tyrir hópa.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.