Austurland


Austurland - 15.02.1979, Qupperneq 4

Austurland - 15.02.1979, Qupperneq 4
Auglýsið í Austurlandi Símar 7571 og 7454 Neskaupstað, 15. febrúar 1979. Gerfst ásklÍfendUr Innlánsviðskipti er leiðin til lánsviðskipta. ' SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR & — Ljósm. L. K. FRÁ BŒJARSTJÓRN NESKAUPSTAÐAR: Frá bygginga- nefnd Erlingur Ólafsson lagði fram og kynnti skýrslu sína um bygg- ingar í Neskaupstað á sl. ári. Þar kemur fram m. a„ að flutt var inn í 11 íbúðir á árinu, 15 aðrar urðu fokheldar og enn aðrar 9 voru í smíðum. Auk pess voru teknar í notkun 4 viðbyggingar og 5 aðrar voru í smíðum. Af öðrum byggingum, sem eru á ýmsum byggingarstigum, má nefna birgðahús olíufélaganna, fjölbrautaskóla og nýbyggingu við F.S.N. Skýrsla VST Verkfræðistofa Sigurðar Thor- oddsen hefur sent hingað skýrslu um ástand í steinsteypufram- leiðslu í Neskaupstað, byggingar- efnavinnslu o. fl. Skýrslan var rædd og sampykkt að fá hingað eins fljótt og unnt er dæluskip til að leita að og dæla steypuefni og fyllingarefni úr sjó. Þá var einnig sampykkt að fara þess á leit við VST að þeir geri tillögur til úrbóta varðandi framleiðslu steinsteypu í bænum. Að lokum lýsum við fyllsta þakklæti til þeirra í Neskaupstað sem aðstoðuðu okkur og sóttu námskeiðið". Almannavarnir ríkisins hafi þökk fyrir þetta framtak. Fræðsla um þessi mál hefur legið of lengi í láginni af hálfu yfirvalda. Það að Almannavarnir taka aðra þætti en þá, sem þeim var ætlað, með í námskeiðahaldið undirstrikar einungis vanrækslu annarra og að þessir þættir verða ekki sund- urslitnir ef árangur á að nást. — lóa Námskeið Nokkrir þátttakenda á námskeiðinu. aðvörunum og miðlar þeim til annarra staða? Hafþór: „í öllu skipuiagi al- mannavarna er kveðið á um skyldu vissra aðila til að tilkynna almannavörnum ríkisins eða al- mannavarnanefnd sveitarfélags um allar þær hættur sem ógnað geta öryggi fólks og byggðar. Tengsl almannavarnanefndanna verður að auka. Þær eru eini aðilinn sem virkur er í þessa veru á hinum ýmsu stöðum og sá aðili sem ber ábyrgð á öryggi íbúanna“. — Er einhver nefnd eða stofn- un sem starfar markvisst að að- gcrðum á snjóflóðamálum? Vinna inenn hver í sínu horni eða er þarna samstarf? Helgi: „Eftir snjóflóðin ’74 var sett á stofn á vegum rannsóknar- ráðs ríkisins nefnd sem gerði til- lögur og skilaði til forsætisráðu- neytisins um fyrirkomulag snjó- flóðarannsókna og skipan snjó- flóðamála. Þessi skýrsla var síðan send almannavörnum sem lögðu áherslu á að komið yrði upp at- hugunarstöð snjóflóða á a. m. k. 4—5 stöðuni t. d. Siglufirði og ísaf:rði í líkingu við þá stöð sem þá þegar var starfrækt í Neskaup- stað. Eftir að almannavarnir sendu þessar tillögur frá sér er málið í nokkurri þoku. Eini þáttur til- lögu nefndarinnar sem hefur hlot- ið endanlega skipan er þáttur al- mannavarna. Þættir sem ekki eru komnir á hreint eru: snjóflóða- varnir, mat á hættusvæðum og gerð varanlegra varnarvirkja, þ. e. viðbrögð við yfirvofandi snjó- flóðahættu ásamt málum sem varða björgun úr snjóflóðum. Þáttur veðurstofu er einnig óljós“. Hafþór: „Ég vona að þetta skýr- ist og að samstaða náist með þeim aðilum sem faldir verða aðrir þættir snjóflóðamála, svo að um samræmt átak verði að ræða. Ég vil ítreka að af hálfu al- mannavarna er hér um markvissa fræðslu að ræða sem ekki verður afgreidd í eitt skipti fyrir öll held- ur endurtekin með vissu árabili. Barnaár: Barnabókmenntir um snióflóð Um síðustu helgi var haldið i Neskaupstað námskeið í snjó- flóðavörnum á vegum almanna- varnanefndar Neskaupstaðar og Almannavarnaráðs. Blaðinu lék forvitni á að vita hvernig unnið væri að þessum málum yfirleitt og fékk áheyrn hjá tveimur leiðbeinendanna, þeim Helga Björnssyni, jöklafræðingi og Hafþóri Jónssyni frá Almanna- vörnum ríkisins. Þriðji leiðbein- andinn var Ingvar Valdimarsson, frá Flugbjörgunarsveitinni. Hafþór varð fyrst fyrir svörum: „Neskaupstaður er fyrsti staður- inn af mörgum sem heimsækja á. Markmið námskeiðsins er að miðla sem víðast þeirri þekkingu sem menn hafa aflað sér á þessu sviði, þekkingu sem best er kom- in hjá þeim mönnum sem helst þurfa að búa við snjó og kunna að umgangast hann. Við höfum reynt að byggja það upp á þann hátt.að veitt sé bæði fræðileg og verkleg þjálfun sem unnt er að veita á 2 dögum. Nám- skeiðið er ætlað þeim aðilum sem stjórna almannavörnum á hverjum stað ásamt björgunarsveit lögreglu og slökkviliðsmönnum, sem óhjá- kvæmilega verða fyrstu aðilar sem kallaðir verða til starfa ef óhöpp dynja yfir. Aðalefni námskeiðsins er mat á snjóflóðahættu, gagnasöfnun, yfir- lit um hættu, virkjun almanna- varna, rýmingaráætlanir, fræðileg- ir þættir snjóflóðabjörgunar og verkleg kennsla úti, f snjóflóða- björgun. Ferð þessi er sú fyrsta sem far- in er til kynningar á verkefnum almannavarna sem tengjast snjó- flóðum. Þekking heimamanna hér kemur jafnvel sérfræðingum að miklum notum“. Helgi: „Við erum í og með komnir hingað til að Iæra áður en við höldum áfram". á dagskrá í Egilsbúð n. k. sunnudag Þeir hrúgast upp og þyrma yfir okkur pættirnir sem við í algleymi lífsgæðakapphlaupsins höfum van- Næg vinna á Breiðdalsvík Á Breiðdalsvík er nú næg at- vinna en um sama leyti í fyrra var atvinnuleysi þar eða um 20 manns á atvinnuleysisskrá. Afli línubáta sem gerðir hafa verið út frá Breiðdalsvík hefur verið mjög góður frá áramótum. Þeir hafa verið með þetta 5—11 tonn í róðri. Útflutningsverðmæti aflans nemur yfir 60 milljónum króna þegar bú- ið er að vinna úr honum. Starfsemi Hraðfrystihúss Breið- dælinga hf. er í fullum gangi. Nauðsynlegar endurbætur til að ná fram auknum afköstum er þar í undirbúningi, þar á meðal undir- búningur að ákvæðisvinnukerfi. í frystihúsinu vinna nú um 46 manns þar af 9 í y2 dags starfi. 10 manns hafa verið fengnir til starfa frá Ástralíu. — H.G./lóa rækt að leiða hugann að. Einn þeirra er val þeirra bóka sem börn. okkar eiga kost á að lesa. Eða hversu margir hafa brotið heilann um það hvers konar barnabækur eru gefnar út, hvers konar bækur bömin þeirra eiga kost á að lesa, hvernig bækur þau lesa eða hvort þau á annað borð lesa. Ætli okkur og börnum okkar væri ekki bara hollt að velta dá- lítið vöngum yfir barnabókum? Á sunnudaginn kemur gefst okk ur tækifæri til að fræðast dálítið og skiptast á skoðunum um barna- bækur. Á vegum Menningarnefnd- ar Neskaupstaðar mun Silja Að- alsteinsdóttir cand. mag. fræða okkur um íslenskar barnabækur, bækur úr bókasafninu munu liggja frammi, lesið verður úr nokkrum þeirra, boðið verður upp á mola- kaffi og vonandi munu skapast fjörugar umræður. Á meðan fullorðna fólkið hlust- ar og skeggræðir geta bömin unað sér í Sjómannastofunni f umsjá góðs fólks. Þar verða ekki undir- búin skemmtiatriði til þess að sitja og horfa á, heldur er þess Silja Aðalsteinsdóttir cand. inag. vænst að allir geti unað sér saman við söng, dans og leik. — lóa FÉLAGSVIST A. B. N. föstudagskvöld kl. 9. Fjórða kvöldið í 5 kvölda kepjminni. Gunnar Ólafsson veðurathugunannaður Hafþór: „Hér hefur verið imn- ið skipulegt starf á mati á snjó- flóðahættu og það er alveg ein- stakt, það mættu aðrir staðir taka sér til fyrirmyndar, starf Gunnars Ólafssonar hefur sannað að veðr- átta er faktor í snjóflóði og það verður ekki unnið nema með at- hucunum á staðnum sjálfum". Helgi: „Það er bráðnauðsynlegt að koma upp mati á hverjum stað. Þó að veðurathugunarstofan komi með spá fyrir heila landshluta þá þurfa heimamenn að vinna þetta líka, það þarf hvorttveggja að vera‘‘. — Hvernig er samstarf milli staða? Er einhver sem tekur við Ekki er mark að draumum í liorrabyrjun dreymdi einn af frammámönnum Al- pýðubandalagsins í Neskaupstað undarlegan draum. Honum ]>ótti hann vera staddur á leiksviði og var verið að leika Skugga Svein. Þótti manninum sem hann sjálf- ur færi með hlutverk Ketils en Jósep gamli Djúgasvílí léki Skugga. Þeir félagar sátu fyrir framan hellinn og brýndu hnífa sína og sungu við raust: Flokkurinn setn fór i stjórn (les: stjóddn) og fólksins von á þingið bar gargar nú eins og grammófónn göinlu kratalummurnar. Maðurinn vaknaði við svo búið og strauk sér fast um ennið og mælti eins og Sighvatur Þórðarson á morgni síns banadags: Ekki er mark að draumum.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.