Austurland


Austurland - 22.11.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 22.11.1979, Blaðsíða 2
___________Æusturland__________________________ Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritnefnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjami Þórðarson, Gnðmnndor Bjaraason og Kristína V. Jóhanmsson. RHstjóri: Ölðf Þorraldsðóttír s. 7571 -k. 1 7374. Agdjibfu •( iralfing: Blraa Gelndóttír i. 7571 og 7454. Pósthóir 31 — 74» Ncikanpriað. Rtttíjóra, afgrtiðria, aagjýilagar: Egflabraat 11, Nedmapriað M 7*71. ~ -■ ar ---* 1 íiuiii iiiiprtBi. Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Um hvað er barist? í alþingiskosningunum sem nú eru skammt undan stendur baráttan um það, hvort hér verður mynduð hægri stjóm eða vinstri stjóm að loknum kosningum. Eina tryggingin fyrir vinstri stjórn eftir kosningar, stjórn er framfylgi einarðri vinstri stefnu, er að Alþýðubandalagið verði sigurvegari kosninganna. Til þess J>arf flokkurinn ekki aðeins að halda sínum góða hlut frá síðustu kosningum heldur bæta við sig atkvæðum og )>ing- sætum og verða ótvírætt forystuafl til mótvægis við hægri öflin. Atkvæði greidd Alþýðuflokknum em ávísun á nýja „viðreisn" eins og hér ríkti um tólf ára bil 1960—’71 með stöðnun og atvinnuleysi á landsbyggðinni. Atkvæði greidd Framsóknarflokknum geta orðið lyfti- stöng fyrir hægri öflin sem mestu eru ráðandi í þeim flokki og em sammála íhaldinu um kjaraskerðingu og samdrátt sem einu leiðina út úr núverandi verðbólgu. Leið Sjálfstæðisflokksins er svonefnd „leiftursókn" gegn lífskjömm og félagslegum réttindum vinnandi stétta og óheft frjálsræði auðmagns og gróðaafla. Gegn sameinuðum hægri öflunum innan }>essara þriggja flokka gildir aðeins eitt svar, ]>að er samstaða vinstrimanna til sjávar og sveita í einum heilsteyptum vinstri flokki, Alþýðu- bandalaginu. Hér á Austurlandi stendur baráttan um J>að, hvort Al- jjýðubandalagið komi j>remur mönnum á j>ing eins og síðast og þingmenn kjördæmisins verði áfram 6 talsins en ekki færri. Til að }>etta takist má enginn stuðningsmaður Alj>ýðubanda- lagsins hggja á liði sínu. Jafnvel eindregnir andstæðingar Alj>ýðubandalagsins kom- ast ekki hjá að viðurkenna að afar vel hafi til tekist um skipan í baráttusæti flokksins j>ar sem er Sveinn Jónsson. Hann er maður með fjölj>ætta verkmenntun og með honum mun bætast drjúgur liðsauki til að vinna að hagsmunamálum kjördæmisins á AlJ>ingi. En baráttan fyrir að Sveinn Jónsson nái kosningu er einnig }>áttur í að girða fyrir myndun hægri stjómar að kosningum loknum. Hvert einasta atkvæði greitt G-listanum hér eystra mun nýtast í }>essum tvíþætta tilgangi og getur ráðið úrslitum um }>róun landsmála í bráð og lengd. — H. G. r Islensk atvinnustefna eða erlend stóriðja Talsmenn erlendrar stóriðju hafa færst mjög í aukana að undanfömu með Sjálfstæðisflokkinn í fararbroddi, en }>eir njóta óskipts stuðnings Alþýðuflokksins og einnig áhrifamestu forystumanna í Framsóknarflokknum, m. a. allra ráðherra flokksins í síðustu ríkisstjóm. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í kosningastefnuskrá sinni sett erlenda stóriðju á oddinn á sama tíma og boðaður er stórfelld- ur samdráttur, sem ekki á einungis að ná til félagslegra um- bótamála og samneyslu heldur einnig til innlendra atvinnuvega í ríkum mæli. Efst á stefnuskrá íhaldsins í orku- og iðnaðarmálum er þannig stækkun Búrfellsvirkjunar um 100 mw eingöngu í }>ví skyni að semja um stækkun álversins f Straumsvík og jám- blendiverksmiðjunnar á Gmndartanga. Jafnframt er boðuð önnur stórvirkjun í beinum tengslum við erlent stóriðjuver. Helgi Seljan: Forfalla- og afleysingaþjónusta' í sveitum Þau lög, sem í vor voru sam- þykkt um forfalla- og afleysinga- þjónustu í sveitum voru hin merk- ustu fyrir sveitafólk I landinu, þá stétt, sem hvað bundnust er og erfiðast á með að taka sér sum- arleyfi, á raunar margt aldrci frí- stund. Á það ber að minna, að hér var um að ræða eitt atriði félags- málapakkans svokallaða og sýnir, hve samtengdir geta og eiga að vera ýmiss konar hagsmunir vinn- andi fólks hvort sem er í sveit eða við sjó. Það er gleðiefni að sjá bændur Frá Söltunarstöðinni Stemmu Höfn í Hornafirði — Lm. Ó. Þ. 54 þúsund tunnur saltaðar á Höfn Saltaðar hafa verið 54 þúsund tunnur á Höfn f Horaafirði eða 4 þúsundum meir en í fyrra og 21 þúsund tunnur hafa verið fryst- ar. Útflutningsverðmæti síldarinn- ar er uppá talsvert á 3ja milljarð. Sfldveiðarnar eru mikill bógur fyrir byggðarlagið. Hafnargjöldin ein eru um 15 milljónir og vinnu- laun við niðurlagningu sfldarinn- ar Um 100 milljónir. Félagsheim- ilið fær líka dágóðan hlut, veltan þar er um 3 millj. á mánuði, hér eru yfir 400 bíósýningar á ári, einn góður landlegudagur getur gefið þar % milljón í tekjur. Svo að maður gleymi nú ekki billjardstofum og öðru slíku og á einum föstudegi er kannski leyst út áfengi fyrir um 2J4 milljón svo eitthvað fær ríkið í sinn hlut H.Þ.G./Ó.Þ. og látið að }>ví liggja að j>að geti risið hér eystra eða á Norður- landi. Hér eru uppi sömu áform og voru ráðandi á viðreisnar- árunum og komust aftur á dagskrá í stjómartíð Geirs Hall- grímssonar og Ólafs Jóhannessonar 1974—78 um að erlend stóriðja verði vaxtarbroddur í atvinnu}>róun hérlendis á kostn- að innlendra atvinnuvega, ekki síst sjávarútvegs og almenns iðnaðar. Gegn }>essum háskalegu áformum verður að snúast nú sem fyrr af fyllstu einurð. Alpýðubandalagið setur á oddinn alhliða eflingu og sam- stiUingu innlendra atvinnuvega. Flokkurinn bendir á )>au stóm verkefni sem óleyst eru á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar og nauðsyn )>ess að efla innlendan iðnað og þjónustustarfsemi í tengslum við hana um land allt. Inn í pá uppbyggingu getur faUið stórrekstur af ýmsu tagi í eigu landsmanna sjálfra, m. a. orkufrekur iðnaður, er byggi á vinnslu úr innlendum hráefnum. í pví sambandi hefur AlJ>ýðubandalagið beitt sér fyrir skipu- legri athugun á framleiðslu innlends eldsneytis í krafti vatns- orku, hröðun á undirbúningi gosefnavinnslu, perlit og stein- uUar, svo nokkuð sé nefnt. Hagnýting orkulindanna er verk- efni, hliðstætt nýtingu annarra auðlinda. Annað mun leiða til ófamaðar og röskunar á }>ví atvinnumynstri, er tryggir í senn efnahagslegt sjálfstæði okkar og æskilega j>róun byggðar í landinu. — fí. G. og verkamenn þannig someigin- lega ná fram brýnum 1 éttinda- málum, þó á mismunan ii sviði sé. Með beinum samninguir bænda við ríkisvaldið hefur Alþýðu- bandalagið lagt á það höfuð- Framh. á 3. «(ðu Verða deildir SVFI á Norðfirði sameinaðar? Hinn árlegi haustfundur kvenna- deildar S.V.F.Í. á Norði irði var haldinn 8. október sl. í 1 gilsbúð. Var þar rætt um hefðbun lin störf deildarinnar á árinu og ön íur mál. Þá kom fram tillaga um samein- ingu deildarinnar og björgunar- sveitarinnar og var það n ál sett í nefnd sem skila skal á'.ti fyrir aðalfund, sem væntanleg: verður haldinn í febrúar n .k. Ákveðið var að gefa börnum í 'orskóla- deild endurskinsmerki o ; einnig var samþ. að leita eftir s unvinnu við skólastjóra og kennaia bama- skólans um að koma á einhvers konar keppni þar sem þrim hekk er allir bæru endurskinrmerki í yrði veitt viðurkenning. Árshátíð deildarinnar verður haldin 24. nóvember < g hefur dreifibréf þar að lútat> li verið sent félagskonum. Þá verður fjár- öflunarnefnd með kökubasar í Sjómannastofunni sunnudaginn 25. nóvember kl. 14.30. Leitað hefur verið til velunnara félagsins í þvf sambandi og enn n á minna á að tekið verður við kökum alla daga til sunnudags. (Fréttati1 kynning) Kaupfélag Fóskrúðsfiið- inga byggir Eins og sagt hefur /erið frá áður hér í blaðinu, er . aupfélag Fáskrúðsfirðinga að by;gja nýtt verslunar- og geymslul ils milli Skólavegar og Búðavi ;ar utan við Áshæð. Nú er n.'búið að steypa upp fyrsta áfang þessarar myndarlegu byggingar, :n þar er um að ræða neðstu ha 1 hússins. Ætlunin er að vinna 'neira við þessa framkvæmd í uaust, ef tíðarfar leyfir. — B. S. Munið kosninga- sjóð G-listais

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.