Austurland


Austurland - 22.11.1979, Blaðsíða 3

Austurland - 22.11.1979, Blaðsíða 3
Sveinn Jónsson: Fyrirstaða í embœttis- veitingu Á fjárlögum 1979 er 35 milljóna króna fjárveiting til kaupa á efni í stálþil fyrir höfnina á Djúpa- vogi. Fyrir pessari fjárveitingu lágu að sjálfsögðu gild og góð rök. Ekki hefur enn orðið af pess- um efniskaupum og verður að öll- um líkindum ekki f ár. Efniskaup og framkvæmdir f hafnarmálum eru alfarið í höndum Vita- og hafnamálastofnunar. Þar er pví við borið, að þilið yrði ekki rekið niður og því ástæðulaust að ráð- ast í efniskaup að svo stöddu. Svo Jangt gekk þetta, að inn á borð Ragnars Arnalds, samgöngumála- ráðherra, kom tillaga nú á haust- dögum þess efnis að fella fjárveit- inguna niður með öllu. Því var þó haldið til streitu meðan fráfar- andi ríkisstjóm sat, að efnið skyldi keypt. Á áætlun ársins 1980 er fjár- veiting til framkvæmda við þilið en vegna verðbólgunnar er nú hætta á, að þetta fé samanlagt fari einungis til efniskaupa. Það lítur því út fyrir, að enn dragjst að ráða bót á þessu aðkallandi hagsmunamáli íbúa og útgerðar á Djúpavogi . Uér verður ekki þingmönnum um kennt né heldur lítilli eftir- fylgju heimamanna. Hér er fyrst og fremst fyrirstöðu í embættis- mannakerfinu um að kenna. Þar eru andsnúnir embættismenn, sem koma í veg fyrir að ákvarðanir Alþingis séu framkvæmdar. Það er hægt að nefna fleiri dæmi þessu lík — einstakir embættis- menn hafa stöðvað og ráðstafað fjárveitingum Alþingis á annan veg en ætlað var. Þetta minnir okk ur áþreifanlega á, að fólk úti á landi verður að vera vel á verði til að hagsmunum þeirra verði ekki fyrir borð kastað. — S. J. Frá höfninni á Djúpavogi. DMB8M MHj Hrafn Baldursson: Hvers vegna Alþýðubandalagið? Það ætti að vera ljóst að það sem ræður ráðstöfun fólks á atkvæðum sínum er þess eigin dómgreind og það sem skiptir máli er hvern þunga það leggur á hin mismunandi atriði sem byggja upp skoðun þá sem veldur ákvörðun þess í jafn fjölþættu vali og þingkosningum. Um þessi atriði fer fólk gjarna hinum háðu- legustu orðum þ. e. um önnur en þau sem það sjálft leggur mest upp úr. Hver kannast ekki við upphrópanir eins og trúarbrögð, fæddur inn í flokkinn, keyptur, persónudýrkun, sauðtryggur o. s. frv. Þessar línur eru því ekki til pess skrifaðar að gefa neinum uppskrift fyrir krossaprófið 2. og 3. des. næstkomandi. Það sem hins vegar rekur ófiokksbundinn sósíalista til að setjast niður til að vitna, eða m. ö. o. gera grein fyrir atkvæði sínu, fyrir þessar sérstæðu kosningar, er hin megna óánægja sem ríkt kefur meðal sósíalista að undanfömu og von- andi á eftir að ríkja. Ef einhver sósíalisti er ósammála þeirri von bið ég hann góðfúslega að lýsa því ástandi þar sem sjálfsánægð vinstri hreyfing fær þrifist og birta lýsinguna í blaðinu. Þessari óánægju hefur fylgt gagnrýni sem því miður hefur verið reynt að fela af útbreiddum misslcilningi til ills eins fyrir róttækni í land- inu. Nokkur augljós atriði eins og þau að öll þjóðfélög sem hafa átt við verðbólgu, í líkingu við þá íslensku að stríða, hafa mátt þola erlendan atvinnurekstur í löndum sínum og hafa gjarnan verið með einum eða öðrum hætti háð Bandaríkjunum Norður-Ameríku mörg haft í landinu bandarískt herlið, og að Grundartangaverk- smiðjan og Álbræðsian hafa skekkt þjóðlífsmynd okkar og fiutt til fjármagn milli landshluta með hrikalegum afleiðingum, svo ekki sé minnst á áform um fleiri slík fyrirtæki, gera það að verkum að þrátt fyrir óánægju með margar gjörðir og þanka ýmissa þeirra er í svipinn hafa tekið að sér stýri- mennsku í Alþýðubandalaginu, ver þessi óánægði sósíalisti Hrafn Baldursson atkvæði sínu eins langt frá Grundartanga og Straumsvík, erlendri hersetu og fylgifiskum þess arna og honum er unnt að ímynda sér að það geti komið að gagni. — Hrafn Forfalla- og afleysingaþjón. Framhald af 2. síðu. áherslu, að ekki verði farið inn á hið þrönga svið samninga um verðlagningu búvara eingöngu, heldur verði almennt samið um hin ýmsu réttinda- og kjaramál bændastéttarinnar, sem þá að sjálfsögðu tengdust verðlagning- unni. Á þetta skal minnt í tengsl- um við þetta tiltekna mál um for- falla- og afleysingaþjónustu, sem fékkst fram samhliða réttinda- málum verkalýðsins og gegn vissri búvöruverðslækkun vegna launa- liða. í nefndarstarfi um breytingar á framleiðsluráðslögunum lagði ég höfuðáherslu á það að útvíkka sem mest samningssviðið, gera það sem virkast tæki fyrir bænd- ur almennt til að vinna að hags- munamálum stnum, utan hins beina búvöruverðs. Þar varð nokkru um þokað, en þó þarf þar betur að gera og bændur sjálfir þurfa að stuðla hér að og semja beint við ríkisvaldið mn mjög brýn kjaramál þeirra, sem bíða úrlausnar og þeir hafa: sett fram eðlilegar kröfur um. — H. S. 140 þús. í okkar hlut Sumar og haustvertíð er nú lok- ið að þessu sinni .Alls voru á vertíðinni veiddar um 440 þúsund lestir af loðnu, auk þeirra 130 þús. lesta sem veiddar voru af Norðmönnum við Jan Mayen. Staður Vopnafjörður Seyðisfjörður S. R. Seyðisfjörður ísbjörninn Neskaupstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Djúpavogur Samtals Svo sem sjá má kom heldur meira af Ioðnu hingað austur en í fyrra og hefur aldrei borist á land hér svo mikill afli af sumar- og haustvertíð. Til Austfjarða bárust að þessu sinni rúmlega 140 þús. lestir, sem skiptast þannig milli staða: (Ath. tðlurnar frá 1978 eru mið- aðar við sumar og haustvertíð). Móttekið magn Fjöldi tonn landana Mótt. 1978 7.950 13 38.212 57 36.986 17.269 28 14.617 30.381 52 42.002 22.875 35 20.055 17.877 24 6.455 5.800 10 667 1 141.031 220 120.115 Athyglisvert er einnig að 3 staðir, sem ekki hafa tekið við sumarloðnu áður gerðu það nú, þ. e. Vopnafjörður, Fáskrúðsfjörð- ur og Djúpavogur. Sýna „Fjölskylduna" Leikfélag Hornafjarðar frum- sýnir „FJÖLSKYLDUNA", eftir Claes Andersson, föstudaginn 16. nóv. n. k. kl. 21.00. Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir. Þetta er 28. verkefni Leikfélagsins ,en það sýn- ir að jafnaði tvær sýningar á ári. Verkefnaval félagsins hefur verið mjög fjölbreytt í gegnum árin og hafa verið fluttir bæði léttir gam- anleikir, ádeiluhlutverk og bama- leikrit. Auk þess hefur félagið kynnt verk íslenskra höfunda á lista- og menningarviku Austur- Skaftafellssýslu, sem haldin er annað hvert ár og verður næst nú f vor. Hlutverk í Fjölskyldunni eru 7 og fara Ingvar Þórðarson, Sigrún Vilbergsdóttir, Eiríkur Guðmundsson, Ólöf Guðrún HelgadótFr, Halldóra Sigurðar- dóttir, Jón Atli Ámason og Sijgur- geir Benediktsson með þau. En auk þeirra starfa 15 manns við uppsetninguna. Þess má geta að tæknimenn félagsins hafa verið í mörg ár þeir Bragi Ársælsson og Sigurður Karlsson. Önnur sýning verður laugardaginn 17. nóvember kl. 16.00. Sýningin er ekki ætluð bömum. Ingvar Þórðarson, Sigrún Vilbergsdóttir og Eiríkur Guð- mundsson í hlutverkum sínum í „Fjölskyldunni". 7 komnir á skrá Á þessu ári hafa 5 ný íbúðar- hús verið í smíðum á Borgarfirði og er bygging þeirra flestra lengra komin .Sú starfseml hefur skapað nokkmm mönnum atvinnu undan- farið. Saumastofan Nálin er rekin af fullum krafti og eru næg verkefni framundan. Verið er að sauma peysur fyrir rússneskan markað og em það peysur á böm og full- orðna, alls um 10 þúsund stykki. Hjá Nálinni vinna um það bil 10 konur og 1 karlmaður. Á dögunum var auglýst eftir konum til starfa hjá NálinnL Karlmenn á Borgarfirði telja, að þarna sé framhjá þeim gengið með því að auglýsa eftir konum. Greinilegt er því, að karlmenn verða að vera á verði í jafnréttis- baráttunni í framtíðinni. Atvinnuleysisdagar hafa engir verið síðan í júní sl., að undan- skildum 5 dögum í júlí vegna gæftaleysis. Þann 6. nóvember vom þó komnir 7 á skrá og má búast við að þeim fjölgi, ef heldur fram sem horfir. — P. E. Ég undirritaður óska eftir að gerast áskrifandi að AUSTURLANDI: Nafn ........................................... Heimili: ....................................... Póstnúmer: .................................

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.