Austurland


Austurland - 22.11.1979, Blaðsíða 5

Austurland - 22.11.1979, Blaðsíða 5
Hjörleifur Guttormsson: Upphyggingu í sjávarútvegi má ekki vanrœkja Framhald at 1. líðu. flokksins. Sjávarútvegsráðherrann brá sér meira að segja í gervi leynilögreglumanns og rannsókn- ardómara til að girða fyrir end- urnýjun á Barða NK, og vann það til, að taka að sér viðskipta- ráðuneytið í dúkkustjóm íhalds- ins til þess eins að koma í veg fyrir þau skipti á skipum, en allt kom fyrir ekki. Við Alþýðubandalagsmenn höfð- um þá afstöðu í síðustu ríkis- stjórn, að leggja áherslu á bætt- an aðbúnað og uppbyggingu inn- Iends skipaiðnaðar, þannig að liann verði sem fyrst samkeppnis- fær um nýsmíði og viðhald. Við beittum okkur fyrir stefnumörkun þar að lútandi, byggða á samráð- um hagsmunaaðila í sjávarútvegi og iðnaði. Við töldum hins vegar ekki rétt að loka á endurnýj- un fiskiskipa með, innflutningi. ekki síst er um er að ræða stað- bundin vandamál varðandi hrá- efnisöflun og skip sem sérstaklega eru fallin til veiða á vannýttum stofnum og gætu rutt þar braut- ina með skjótum hætti. Þá skiptir vissulega miklu, að útgerðaraðil- um sé gert kleift að nýta það fjármagn sem bundið er í eldri skipum og að lánakjör, ekki síst til innlendrar skipasmíði, séu með þeim hætti, að ekki standi í vegi fyrir lágmarksendurnýjun og við- haldi fiskiskipa. Á þessu sviði sem öðrum er ör þróun, og við þurf- um að gæta þess að halda til jafns við og helst standa framar en keppinautar okkar erlendis. Reglugerð án samráðs Svipuð vinnubrögð voru uppi á teningnum hjá sjávarútvegsráð- herranum varðandi setningu regiu- gerðar um aflatakmarkanir í marsmánuði sl. Þá hafði tekist samstaða innan ríkisstjómar varð- andi viðmiðun um hámarksafla á þorski á árinu 1979. Kjartan Jó- hannsson leyfði sér hins vegar að gefa út reglugerð, án þess að hlusta á tillögur samráðherra sinna, en hún fól m. a. í sér stöðv- un þorskveiða í 70 daga yfir sum- armánuðina á sama tíma og veitt- ar voru víðtækar heimildir til netaveiða fyrir Suðurlandi. m. a. til loðnuskipa. Þessum vinnu- brögðum mótmæltum við Alþýðu- bandalagsmenn harðlega, ekki síst með hagsmuni þeirra byggðarlaga hér eystra og nyrðra í huga, sem byggja á afla frá einu togskipi. Það er ekki sjávarútvegsráðherr- anum að þakka, að ekki hiaust verra af sl. sumar í mörgum ver- stöðvum. Áherslu verður að leggja á, að jafn afdrifaríkar ákvarðanir og hér er um að ræða, sem snerta atvinnuöryggi og afkomu fólks og fyrirtækja í mörgum byggðarlög- um, verður að undirbúa vandlega, m. a. með aðgerðum er tryggi lágmarksjöfnun á afla milli vinnslustöðva og tæknilegan og fjárhaigslegan undirbúning, ef stefnt er að því að breyta um veiðar og beina sókn í nýja fisk- stofna. Þörf á sveigjanlegu skipulagi Skynsamleg stjórnun fiskveiða okkar og samræming milli veiða og vinnslu er eitt brýnasta hags- munamál landsmanna ásamt bættri nýtingu hráefnis og auk- inni úrvinnslu. Þar þarf til að koma sveigjanlegt skipulag, sem taki til þeirra fjölmörgu hags- muna er um er að tefla og sem veiti nauðsynlegan umþóftunar- tíma. Fiskverndaraðgerðir eiga að sitja í fyrirrúmi, en þær verður að Iaga að byggðasjónarmiðum og félagslegum aðstæðum þeirra er við sjávarútveg starfa. Sjómenn okkar mega ekki gjalda breyttra viðhorfa einhliða og meira en aðrir. Þótt þeir séu ekki fjölmenn starfsstétt, skapa þeir þá megin- undirstöðu, sem íslenskt efnahags- líf hvílir á. Þetta hefur Alþýðu- bandalagið haft í huga fyrr og síðar, nú síðast í sumar við ákvörðun olíugjalds, þar sem 3% var haldið til hlutaskipta umfram það sem fyrstu tillögur gerðu ráð fyrir, og var þannig gætt lág- markssamræmis við launaákvarð- anir varðandi landverkafólk. Draga þarf úr tilkostnaði Hagkvæmni og sparnaður í til- kostnaði við sjósókn og útgerð er mál, sem brýnna er að taka á nú en nokkru sinni áður vegna síhækkandi orkuverðs. Ákvarðanir um stjórnun veiða þurfa að taka mið af þeim viðhorfum og einnig uppbygging skipastólsins. Þar þarf m. a. að huga að meiri fjöl- breytni en verið hefur og hvetja til útgerðar skipa af mismunandi gerðum, er henta vinnslustöðvum og stundað geta sem fjölþættastar veiðar. Óþrjótandi verkefni í sjávarútvegi í fiskveiðum okkar og fisk- vinnslu blasa við óþrjótandi verk- efni og til þeirra þurfum við að tryggja nauðsynlegt fjármagn. Þar koma við sögu bætt starfsskilyrði og mengunarvarnir, ekki síst í loðnubræðslunum. Áróðurinn fyrir erlendri stór- iðju, sem nú glymur hátt og af auknum þunga frá talsmönnum Sjálfstæðisflokksins og úr fleiri áttum, má ekki villa okkur sýn. Uppbygging orkufreks iðnaðar getur átt fullan rétt á sér í þeim mæli, sem eigið aflafé þjóðar- innar leyfir, enda sé þar um inn- lendan atvinnurekstur að ræða. En slíkt má ekki vera á kostnað brýnna aðgerða til að nýta auð- lindir sjávar, sem tryggt hafa öðru fremur efnahagslegt sjálf- stæði og batnandi lífskjör f land- inu síðustu áratugi. — H. G. Kratar Dúkkustjórn Alþýðuflokksins hefur nú gleypt enn einn bitann, sem einna harðast var barist um við undirbúning „Ólafslaga" á Alþingi í fyrravetur. Þá knúðu Alþýðuflokksmenn það fram gegn eindreginni andstöðu Alþýðu- bandalagsins og samtaka launa- fólks, að láglaunafólki væri ætl- aðar lægri verðbætur á laun 1. des. nk. en fólki með hærri tekjur. Tilbúin fjárþörf f samþykkt, sem dúkkustjóm kratanna gerði 30. okt. sl., varðandi Fljótsdalsvirkjun segir m. a.: „Ríkisstjómin samþykkir að fela iðnaðarráðherra að láta hraða undirbúningsrannsóknum að Fljótsdalsvirkj- un og varið verði nauðsynlegum fjárveitingum í því skyni“. í fréttatilkynningu um þessa „merku“ samþykkt var látið að pví liggja, að hér hafi verið um einhverja stefnu- breytingu að ræða og bjargað fjárhagsvanda vegna yfirstandandi rannsókna. Svo er pó ekki, pví að hvorki Orkustofnun né aðrir er að rannsóknum hafa unnið varðandi Fljótsdalsvirkjun frcí því sl. sumar, höfðu kvartað undan fjdrskorti og sá hraði var á úrvinnslu sem unnt var samkvæmt fyrirmælum er undirritaður gaf Orkustofnun með bréfi 16. júlí sl. Ástæðan fyrir „sam]?ykkt“ ríkisstjómarinnar var allt önnur og varðaði eingöngu heimiliserjur hjcí krötum. Þeim sem ætlað var að leggja í framboð á Austurlandi vegna aljúngiskosninga fyrir A-listann, leist eðlilega ekki á blikuna eftir gjörðir Braga Sigurjónssonar iðn- aðarráðherra varðandi virkjunarmálin hér eystra. Því töldu þeir sig Jmrfa á einhverju nesti að halda fyrir framboðsleiðangurinn. Og pað reyndist auðsótt með pví að búa til og „leysa“ fjárpörf vegna virkjunar- málanna hér eystra með sampykkt og fréttatilkynningu! Það er sannarlega heldur léttur malurinn hans Bjarna Guðnasonar. Vonandi verða þeir jafn örlátir í reynd, ef til þeirra kasta kemur vegna virkjunarmála á Austurlandi eftir kosningar. — H. G. og 2% í þingbyrjun í haust fluttu allir þingmenn Alþýðubandalagsins til- lögu um að þessu ákvæði „Ólafs- laga“ yrði breytt í tæka tíð, og nú hafa kratamir séð sitt óvænna með kosningar framundan. Auðvitað játa þeir ekki uppgjöf sína og kjaraskerðingaráform undanbragðalaust, keldur reyna að halda því fram, að þetta ákvæði hefði ekki átt að koma til fram- kvæmda, ef verðbólga hefði reynst minni en raun ber vitni.Þetta er þvættingur, eins og annað yfirklór kratanna síðustu vikur. Hér sáu þeir einfaldloga sitt óvænna og nú bfðum við bara eftir því að sjá formlega uppgjöf þeirra varðandi hávaxtastefnuna og fleiri kjara- skerðingaráform, sem þeir boðuðu stíft í síðustu ríkisstjórn. Kjósend- ur munu reka flóttann —H. G. Eftirtaldir listar í alþingiskosningun- um 2. og 3. desember 1979 hafa verið úrskurðaðir gildir í Austurlandskj ör- dæmi. A-listi Alþýðuílokkur B-listi Framsóknarílokkur D-listi Sjdlfstæðisflokkun 1. Bjarni Guðnason, Reykjavík 2. Hallsteinn Friðþjófsson, Seyðisfirði 3. Guðmundur Sigurðsson, Egilsstöðum 4. Sigurður Hjartarson, Höfn 5. Björn Björnsson, Norðfirði 6. Jóna Halldórsdóttir, Eskifirði 7. Egill Guðlaugsson, Fáskrúðsfirði 8. Ingi Einarsson, Höfn 9. Bragi Dýrfjörð, Vopnafirði 10. Erling Garðar Jónasson, EgUsstöðum 1. Tómas Árnason, Kópavogi 2. Halldór Ásgrímsson, Höfn 3. Guðmundur Gíslason, Stöðvarfirði 4. Jón Kristjánsson, EgUsstöðum 5. Alrún Kristmannsdóttir, Eskifirði 6. Kristján Magnússon, Vopnafirði 7. Berta Einarsdóttir, Suðursveit 8. Sveinn Guðmundsson, Hlíðarkreppi 9. Friðjón Skúlason, Neskaupstað 10. Þórdís Bergsdóttir, Seyðisfirði 1. Sverri Hermannsson, Reykjavík 2. Egili Jónsson, Nesjahrcppi 3. Tryggvi Gunnarsson, Vopnafirði 4. Þráinn Jónsson, Fcllahrcppi 5. Júlíus Þórðarson, Norðfirði 6. Jóhann D. Jóhannsson, EgUsstöðum 7. Ásmundur Ásmundsson, Reyðarfirði 8. Albcrt Kemp, Fáskrúðsfirði 9. Herdís Hermóðsdóttir, Eskifirði 10. Pétur Blöndal, Seyðisfirði G-listi Alþýðubandalag 1. Helgi Seljan, Reyðarfirði 2. Hjörlcifur Guttormsson, Ncskaupstað 3. Sveinn Jónsson, EgUsstöðum 4. Þorbjörg Arnórsdóttir, Suðursveit 5. Ágústa Þorkelsdóttir, Vopnafirði 6. Guðjón Sveinsson, Breiðdalsvík 7. Guðjón Björnsson, Eskifirði 8. Birgir Stefánsson, Fáskrúðsfirði 9. Pétur Eiðsson, Borgarfirði 10. Baldur Sveinbjörnsson, Seyðisfirðí Yíirkj örstj órn Austurlandskj ördæmis

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.