Svart á hvítu - 01.06.1978, Qupperneq 53

Svart á hvítu - 01.06.1978, Qupperneq 53
Ég get sagt ykkur frá upphafsárum mínum. Þá lék ég meö tónlistarmönnum í London, en það er bara eitt ákveðið sjónarhorn, ein landfræðileg stað- setning. Flestir af þessum tónlistarmönnum komu úr hefðbundnari djassi og það var ákveðið um- breytingaskeið meðan þeir léku enn lög eftir djassleikara og sömdu sjálfir tónlist í þeim anda. Síðan breyttist þetta smátt og smátt í það horf að skrifaða efnið varð óþarft. Það var engin þörf fyrir skrifaða tónlist lengur. Áherslan fluttist frá fyrirfram útsettri tónlist til hópsþuna. Nú voru ekki lengur leikin tilbrigði við þetta ákveðna stef eða hitt heldur tilbrigði við tilbrigðin sem leikin voru þegar frá var horfið síðast. Þetta er flóknari hugmynd um þaö hvað tilbrigði eru. Tónlistarmennirnir sem tóku þátt í þessu þá voru John Stevens, Derek Bailey, Trevor Watts, Tony Oxley og Paul Rutherford. Svo var AMM-hópurinn svolítið öðruvísi. Það voru Corne- lius Cardew, Keith Row, Lou Gare and Eddie Prevost. Þetta voru tveir aðalhóparnir. Seinna hófst samstarf við aðra evrópska tónlistarmenn, hol- lenska og þýska, svo sem Han Bennink og Peter Brötzmann. Það veitti nýjum áhrifum inn í tónlist- ina. Tónlistarmennirnir í London höfðu haft mestan áhuga á hinu hljómræna, en þeir hollensku og Þýsku lögðu oft meira upp úr látbragði og það þurfti aö eiga sér stað einhver samruni milli þessara ólíku hugmynda til þess að menn gætu farið að leika saman. Þaó gerðist að vissu marki og nú er þetta orðinn samstæóari hópur. Ég held aö allir geti leikið meö öllum, spurningin er bara hve miklu þú fórnar af grundvallarsjónarmiðum þínum, sumt reynir þú að verja, sumu fórnar þú fyrir heildina. Nú bregðast tónlistarmennirnir við af meiri sveigjan- leika en oft áður. Að vissu leyti ríkir nú grófari af- staða til spuna en hjá Lundúnahópnum hér áður. Tónlist hans var mjög fáguð og mikið lagt upp úr smáatriðum. Sumir hópar vinna þannig ennþá, en önnur sjónarmið fá að njóta sín líka, svo sem áhersla á leikræna þætti, skoplega þætti o.fl. Segðu okkur eitthvað frá þessari leikrænu af- stöðu. Já, hún er mest áberandi hjá hollendingunum og ýmsum af yngri mönnunum í Englandi. Það kann að vera að í Hollandi standi þetta í sambandi við styrkveitingarnar. Þeir fá peninga fyrir músík-leik- hús frá öðrum aðila en þeim sem veitir fé til tónlistar eingöngu. Þeir notfæra sér því oft þann möguleika að fá fé fyrir músíkleikhúsverk með því að flytja músíkleikhúsverk. Þeir hafa flutt verk um ævi Moz- arts, vestra, fantasíur þar sem þeir voru í fuglagervi og alls konar hluti. [ Englandi er þetta meira andóf gegn fínni list, virðist mér, þrátt fyrir það að fólkið sem þetta gerir eigi sér oft hefðbundna listmenntun að baki. En það virðist hafa þörffyriraðvarpahenni frá sér í leik sínum og fjalla sérstaklega um hæfn- isskort, barnaskap, firrt atferli, sálsjúkt atferli. Þetta eru allt fyrirbæri sem eiga að vera hreinsuð út úr tónlistinni áður en hún er flutt, en eru nú flutt inn í hana að nýju til þess aó ganga úr skugga um hvort mark sé á þessum reglum takandi. Svo að þetta eru viðbrögð við fínni list? Ég lít þannig á það, já. En þú segir að margir tónlistarmannanna komi úr þessari fínu list. Má þá ekki greina þarna ein- hver áhrif frá nútímatónskáldum, hugmyndum John Cage t.d.? Já, það er alltaf erfitt að segja til um. Vissulega þekkir margt af þessu fólki til verka John Cage og hugmynda hans, en ég veit ekki hvort það notar í raun og veru sjálfar hugmyndirnar. Það notar kannski sumt af hljóðefninu, svo sem þær upp- götvanir sem David Tudor gerði í samvinnu við John Cage. Það notfærir sér e.t.v. fremur þá tæknilegu möguleika sem verk Cage bjóða upp á heldur en fagurfræði hans. Ef fylgja á fagurfræði- hugmyndum Cage er erfitt að vera spunamaður, því þessi spuni er mjög bundinn sjálfs-tjáningu og Cage teldi hann kannski stjórnast af eigingirni. Spunamaður sem hefur meðvitaða stjórn á þeim hljóöum sem hann gefur frá sér væri mjög ósam- kvæmur ef hann þættist um leið vinna samkvæmt hugmyndum Cage. Það gengur ekki. En það má taka þau hljóð sem formlega séð komu bara fram í tónlist Cage. Sérstaklega á tímabilinu ca. 1940— 1959, sem mér finnst áhugaverðasta tímabilið hjá 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.