Birtingur - 01.12.1953, Page 1
BIRTINCrUR
1. ÁRGANGUR DESEMBER fí)£r3 1. TÖLUBLAÐ
Á BAK VIÐ TJÖLDIN:
„Leiklístin er sjálft fjörefní lifsins“
Rabbað víð ung hjón sem bceðí eru leíkarar
Þegar leikhúsgestir sitja í sæti sínu og horfa
á áhrifaríkan harmleik eða sprenghlægilega
kómedíu, eiga veggirnir í salnum það til að
bregða sér í aðrar álfur og þakið til himna,
hörðustu trébekkir verða mjúkir sem lambs-
lunga, áhorfandinn sogast inn í nýjan heim og
lifir þar í innilegri vináttu eða heiftúðugum
fjandskap við aðra íbúa hans. En allt í einu er
tjaldið fallið, og Jón Jónsson situr aftur innan
fjögurra veggja með sáran bossa, en lítill þanki
er kominn á kreik: hvernig er þetta hægt?
Hvað hefur gerzt á bak við tjöldin, áður en
þessi undraheimur varð til á sviðinu ?
Birting langaði til að lyfta upp örlitlu horni
af fortjaldi musterisins og leyfa lesendum sín-
um að skyggnast lítillega um. Eg brá mér því í
heimsókn til tveggja ungra leikara, sem hafa
leikið elskendur reykvíkingum til gamans á
sviðinu i Iðnó í haust. en elskast þess á milli í
friði oe fyllstu alvöru í tveggja herbergja íhúð
uppi í íílíðum: hjónin Margrét Ólafsdóttir og
Steindór Hjörleifsson.
Ég kom fyrst nokkrum sinnum að luktum
dyrum, en loksins sá ég ljós í glugga klukkan
að ganga tíu að kvöldi og beið þá ekki boðanna
Indriði G. Þorsteinsson:
Pað íenna súaitii
Það renna svartir lækir niður strætið og það
renna svartir lækir úr hári mínu og það renna
svartir lækir niður bringu mína.
Seldu mér einn bjór, kona.
Að þú vatnsdaufi, illa þefjandi, uppbelgj-
andi, froðufúli og ódrekkandi Egill Skalla-
grímsson skulir vera huggun mín á þessum
dapra morgni.
Þú þarna blástakkur, veiztu hvað hefur gerzt
í myrkrinu og í nóttinni á meðan þú svafst og
lást með höfuðið fyrir utan koddann og glamp-
inn af götuljósinu barst inn -í herbergið og
varpaði rauðri birtu á brillantínið og hárið og
á nefbroddinn á þér?
Því vaktir þú ekki, blástakkur?
Þessir brúnu kívískór hafa flúið og gulu
sokkarnir og þröngu svörtu buxurnar og jakk-
inn, sem gerir þig eins og tennisspaða um herð-
arnar hafa flúið með þér útí umkomulausa og
svefnhlýja nótt geldingsins, eins og innyflin og
handleggirnir og lærin og gullfyllingin í augn-
að hringja bjöllunni. Frú Margrét kom til dyra
og tók mér tveim höndum, enda grunlaus um
erindi mitt. Dóttir hennar, Ragnheiður Kristín,
falleg hnáta á öðru ári, kom líka til móts við
gestinn og fagnaði honum á sína vísu með því
að kalla hann afa. Ég varð miðlungi hrifinn
(bragð er að ...), en frú Margrét sætti mig
fljótlega við ávarpið:
— Henni lízt svona vel á þig — hún er ekki
eins hænd að neinum og afa sínum. Þá tók ég
aftur gleði mína.
Steindór var ókominn heim. Ég spurði hve-
nær ég gæti fengið að ræða við þau bæði sam-
tímis.
-— Það er ekki oft þessa dagana, svaraði
Margrét — Steindór fer með hlutverk í jóla-
leikriti Leikfélagsins og er á æfingu öll kvöld
frá kl. 8—12 nema á helgum. Við hittumst ekki
örugglega nema frá kl. að ganga eitt á næ r
til 9 að morgni.
— Það var verri sagan, sagði ég — en þá
ræði ég við þig eina.
— Hvað er á seyði? — Ég er orðin dauð-
skelkuð.
— Það kemur á daginn seinna. Þú ert Vest-
tönninni. Þú ert nógu brattur nú að bretta
grönum yfir deginum.
Seldu mér annan bjór, kona.
Veiztu að þetta bláa langborð með aluminí-
umröndinni er eins og ferjudallur á mórauðu
fljóti borgarinnar, þangað sem öll skólpræsi
liggja. Og hvítklæddu stúlkurnar á bak við það
eru eins og hermenn í krossferð eða deild úr
Ku Klux Klan, er ætla að fara að tjarga kaffi-
pottinn og fiðra hann og hengja hann upp í
tré og kveikja í honum. Framh. á 4. síðu
Steindór
Hjörleijsson
og
Margrét
Olafsdóttir
mannaeyingur, Margrét. Varstu farin að hugsa
um leiklist, meðan þú varst heima í Eyjum?
— Já, og meira en það. Ég byrjaði að leika í
barnaskóla og hafði strax ákaflega gaman að
því. Þegar ég var 12 ára, kom Lárus Pálsson til
Eyja og las upp úr Gullna hliðinu. Ég hlustaði
og horfði á hann eins og bergnumin, og þá vissi
ég, að ég vildi ekkert fremur verða en leikkona.
Auðvitað var þetta ekki annað en fjarlægur
draumur, en þá hef ég sennilega „fengið í mig
bakteríuna“, eins og það er stundum kallað.
Svo fór ég í gagnfræðaskólann oglék þar stund-
um í skólaleikjum, síðar í revýum með full-
orðna fólkinu í bænum.
— En hvenær fórstu að læra að leika ?
— Ég kom hingað suður haustið 1949 og
vann fyrri hluta dagsins þann vetur, en stund-
aði nám í leikskóla Lárusar Pálssonar eftir há-
degi. Næsta vetur var ég í leikskóla Þjóðleik-
hússins og lauk þaðan prófi vorið 1951 ásamt
Gerði Iíjörleiísdóttur og Valdimar Lárussyni.
Má ég ekki bjóða þér kaffi?
— Víst þykir mér sopinn góður. — Heiða
vera hjá afa, meðan mamma hita kaffi. Heiða
kleif upp á kné mér og benti á bláa kúlu hjá
vinstra auganu: Dauji dlá Heiðu. Dauji. Dauji
dlá.
— Hún er að segja þér, að Dauji hafi slegið
sig, kallaði Margrét framan úr eldhúsinu —
það er þriggja ára vinur hennar. Þau slást
stundum sér til heilsubótar.
Ég leit í blá barnsaugun; af þeim varð ekkert
ráðið hvort þau ættu einhvern tíma eftir að
horfa yfir þéttsetinn sal ofan frá sviðinu, en
margt hefur ótrúlegra skeð.
—- Hefur hún komið í leikhús? spurði ég,
þegar Margrét kom inn með kaffið.
— Já og nei, hún var á sviði Þjóðleikhúss-
ins, þegar „Sem yður þóknast“ var leikið, svar-
aði Margrét kímileit.
— Nújá — sem ósýnilegur leikari?
— Já, eins konar Harvey!
— Segðu mér, hvernig þér gengur að sinna
hvoru tveggja, leiklistinni og húsmóðurstörfun-
um.
— Það gengur býsna báglega, síðan sú litla
fæddist — og þegar Steindór er að leika líka,
er það næstum frágangssök. T. d. í haust, með-
an við vorum að æfa Undir heillastjörnu, vor-
um við bæði bundin á æfingum á hverju kvöldi
frá 8—12 hátt á annan mánuð og urðum þá að
fá okkur barnfóstru, en það gengur erfiðlega.
— Þið lendið kannski ekki í hátekjuskatti,
ungu leikararnir? Framh. á 5. síðu