Birtingur - 01.12.1953, Blaðsíða 8

Birtingur - 01.12.1953, Blaðsíða 8
8 BIRTINGUR BOKAFLOKKUR NÁLS OG MENNINGAR ei bólimeimtaoiðíuiðui ( Mál og menning leggur áherzlu á aff kynna árlega a. m. k. einn ungan höfund. AGNAR ÞÓRÐARSON er fulltrúi ungu kynslóSarinnar aS þessu sinni. Hann er tvímælalaust í hópi allra efnilegustu ungra rithöfunda á íslandi nú á dögum, fjölhæfur og fágaSur, frá- sögn hans er lifandi og létt, höfundurinn hefur jafnan góSa sýn yfir sögusvið sitt án þess aS missa við það sjónar á blæbrigðum hinna smærri atvika, persónulýsingar hans eru heilsteyptar og eftirminnilegar. Agnar Þórðarson gaf fyrst út skáldsöguna Haninn galar tvisv- ar 1949. Þá hefur hann ritað leikritið Þeir koma í haust, og hefur Þjóðleikhúsið samið við höfundinn um sýningarrétt á því. Mál og menning gefur út eftir hann skáldsögu er nefnist EF SVERÐ ÞITT ER STUTT ... Sagan gerist í Reykjavik nú á dögum og fjallar um fjármála- hneyksli, brask og svindilmennsku af því tagi, er höfuSborgin hefur orðiS fræg fyrir á síSari árum. Mun mörgum verSa hugs- að til leikritanna Topaze og Skóli fyrir skattgreiðendur, þegar Agnar hefur sýnt þeim inn í heim borgaranna í höfuðstaðnum. í stuttum eftirmála farast höfundinum orð á þessa leiS: „Höf. vill taka það sérstaklega fram til að koma í veg fyrir hugsan- legan misskilning, að hvorki atburðir sögunnar né einstakar persónur eiga sér ákveðnar fyrirmyndir." EF SVERÐ ÞITT ER STUTT er bók, sem ungir jafnt sem gamlir munu lesa sér til óblandinnar ónægju um jólin. alsins I Þegar aðrir bókaútgefendur byrjuðu að rifa seglin, vegna þess að bókaútgáfa var orðin minni gróðavegur en á stríðs- árunum, fjórfaldaði Mál og menning útgáfu sína og gefur nú félagsmönnum kost á að velja milli 12 úrvalsbóka um fjarskyldustu efni eða kaupa bækurnar allar fyrir aðeins 33 krónur hverja bók að meðaltali. Ekkí bara bók heldur HELGAFELLSBÓK

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.