Birtingur - 01.12.1953, Page 2

Birtingur - 01.12.1953, Page 2
2 BIRTINGUR EINAR BRAGI Ekkert er ódýrt Nýlega barst mér í hendur lítil bók, Ljóð 1947—51 eftir Sigfús Daðason. Ég hef heyrt, að höfundurinn sé kornungur maður, og þeim mun ánægjulegra er að geta sagt, að þetta er einhver geðþekkasta og nýstárlegasta frumsmíð sem ég hef lesið eftir íslenzkt ljóðskáld. Frá opnum þessa kvers andar á móti manni hóg- værð, látleysi og listrænn vöndugleiki. Þessi bók er fremur en allar aðrar bækur sem ég hef lesið eftir ung íslenzk skáld uppgj ör við gamla samtímakveðskapinn og djarfur boðberi nútímastefnunnar í Ijóðlist. Fyrsta ljóðið í bók Sigfúsar hefst þannig: MannshöfuS er nokkuð þungt en samt skulum við sianda uppréttir og sumarið baetir fyrir flestar syndir okkar. í þessum fyrstu línum koma strax í ljós nokkur höfuðeinkenni þessa Ijóðskálds: hnit- miðun, ekkert óþarft málskrúð, engin aukaat- riði. Hér hefði róttækt ræðuskáld ort langt og svellandi mælskukvæði, en Sigfús segir aðeins með stóiskri, kannski dálítið kotroskinni ró: Vissulega er ástandið viðsjárvert, bræður góð- ir, („mannshöfuð er nokkuð þungt“) þó skul- um við duga, („samt skulum við standa upp- réttir“) og sigurinn er vís: böls mun alls batna, nvur. Baldur koma („sumariff bætir fyrir flestar syndir okkar“). Næsta ljóð er mjög með sömu einkennum. Sigfús Daðason yrkir lítið og furðulega þroskað Ijóð um Rilke: Ekkert var sjálfsagt: hlutir dýr áttu einnig vitund og eigið líf varhugavert, og nóttin og landið og vegurinn: ekkert var ódýrt. Vegurinn — leitin um ókönnuð lönd ókunnar nætur hluti og menn — endalaus leit að hætti að lifa óþrotleg bið og spurning. Og þó að við þykjumst lifa sem jurt með jurt og segjum þverstæðum eytt lýsir ei dæmi þitt lengra en við játum lengra en við þorum að játa? Ljóðið er eins og lykill að ljóðheimi þessa austurríska leitanda og óðsnillings, en það get- ur líka verið góður leiðarvísir um ljóðheim Sigfúsar sjálfs: „ekkert var ódýrt“ — „enda- laus leit að hætti að lifa, óþrotleg bið og spurn- ing“. Það er tæplega tilviljun að Ijóðið endar í spurn. Það er eins og spurnin tengi þessi tvö skáld andlegu bræðrabandi: Tónninn í ljóðum Sigfúsar er einatt angurvær og efablandinn líkt og) í „Die Duineser Elegien“ — skáldið hýsir tortryggfni nokkra tii heimsins og mannanna,' segir um sig og sína kynslóð: „upphaflega höfðum við víst lítið lært annað en segja nei“. En þótt efasemdir höfundar séu margar, virffast þær nánasfsproítnar áf rótgroinni andúð itans á ódýrum lausnuin vandamálanna almennt: Hann hafnar „hinu fyrirhafnarlausa ... sem þeir liðnu hafa búið í hendur“ honum, en velur jafnan „hið örðuga ... sem hann verður að gera sjálfur“. Annars er björt lífssýn og af- dráttarlaus lífsjátun — eins og í „Die Sonnette an Orpheus“ — eitt helzta höfundareinkenni Sigfúsar: „Ég bið um að mér sé veitt lausn frá tómi sálarinnar, hinu hluttektarlausa og ó- næma, sem sér ekki Ijósið, finnur ekki loftið né vatnið né jörðina ...“ „Horfið samt varlega á þetta nýja andlit, því ef til vill á hamingjan heinia þar ...“ „við finnurn nýja aðferð til að lifa ennþá — rísandi sól .. .“ eða þetta litla Ijóð sem sýnir undrun barns, þegar það byrjar að uppgötva heinúnn, eða skálds sem veröldin er að vígja til þjónustugjörðar án þess því sjálfu sé orðið það fyllilega ljóst ennþá: Eg lagði leið mína um þetta land hið grád land land dauðans og litlu sumarhúsin voru gædd steinandlitum. Ég legg leið mma um sama land og tek eftir að ég er farinn að brosa: steinandlitin hafa lifandi augu eitthvað hefur gerzt ég veit ekki hvað lifandi líf umlykur mig þó allt sé hljótt. Ég þarf ekki að nefna fleiri dæmi um sólar- sýn þessa skálds. En ég vil nota tækifærið til að mótmæla þeirri staðleysu, sem ósjaldan hefur skotið upp kollinum, að nútímaskáldin íslenzku SKÝIÐ eftír HALLDÓRU B. BJÖRNSSON Á nœstum því heiðríkum himninum sveimaði ofurlítið gráleitt ský. Það lét vindsval- ann bera sig hvert sem hann vildi einsog það þekkti hvorki stefnu né takmark, eða hejði nokkra hugmynd um að það gœti átt hlutverk fyrir höndum. En þá mœtti það af tilviljun dálitlum sólargeisla, svo yndisfögrum. Það var sonur sólarinnar. Skyndilega var heimurinn fullur af nýju Ijósi. Það var ástin sem gaf honum þennan töfraljóma. Og geislinn fékk leyfi móður sinnar til þess að fara eldsnemma á fœtur á morgnana, að hitta litla skýið sitt. Dögum saman horfðu þau lwort á annað og gleymdu öllu öðru. Þau unnust svo heitt að á hverju kvöldi var litla skýið orðið Ijósrautt af ást. Um jónsmessuleytið spígsporuðu bœndurnir niðri í dalnum um sólbrennda hlaðvarp- ana og sögðu hver við annan: Það er ekki björgulegt útlit að tarna. Hann verður ekki lengi að skrœlna þess'i litli gróður sem kominn var, ef veðrið helzt svona til lengdar. Og mikið má það vera ef allur þessi roði veit á gott, þó hann sé fagur. Og bændurnir litu spámamdega upp í loftið og tóku í nefið hver lijá öðrum. En einn morgun kom geislinn ekki aftur. Þann dag beið skýið til enda, og allan nœsta dag, en árangurslaust. Þá tók litla skýið að gráta geislann horfna, son sólarinnar. Tár þess hrundu alla leið niður á jörðina. Þennan morgun varð bœndunum niðri í dalnum svo létt um sporið. Þeir hlupu við fót yfir rennvot grœnkandi túnin til nágranna sinna og sögðu ánœgjulega: Það var mikil guðsblessun að fá þetta regn. En uppi á himninum sást litla skýið ekki lengur. Það var orðið að dögg á jörðunni.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.