Birtingur - 01.12.1953, Qupperneq 5
BIRTINGUR
5
Charles Baudelaíre: Glataður geislabaugur
Nei, er það sem mér sýnist? Þér hér, kæri vinur! Á svona illræmdum stað!
Þér sem drekkið aldrei... og etið ambrósíu ...! Kemur mér sannarlega á óvart.
— Kæri bróðir, þér vitið hvað ég er hræddur við hesta og vagna. Rétt áðan
var ég að flýta mér yfir götuna. Ég hraktist stað úr stað í þessum ólgandi
óskapnaði, þar sem dauðinn kemur þeysandi í loftinu úr öllum áttum í senn.
Og allt í einu missti ég geislabauginn af höfðinu niður í göturæsið. Ég áræddi
ekki að taka hann upp — fannst skárra af tvennu illu að tapa tignarmerkinu
en láta hryggbrjóta mig. Ég hugsaði líka: fátt er svo illt, að einugi dugi. Nú get
ég gengið hér óþekktur meðal fjöldans, hegðað mér ósæmilega: farið á
kvennafar og fyllirí eins og dauðlegir menn. Og hér er ég — jafningi yðar,
eins og þér sjáið. '
— Þér ættuð samt að auglýsa eftir geislabaugnum eða tilkynna tapið til
lögreglunnar.
— Nei, svei því, ég er hæstánægður með tilveruna. Þér eruð sá eini, sem
hefur þekkt mig. í hreinskilni sagt er ég orðinn hundleiður á þessum virðu-
leik. Og ég gleðst í hjarta mínu við þá tilhugsun, að kannski hirði eitthvert
leirskáldið geislabauginn upp af götu sinni og verði nógu ósvífið til að setja
hann á sig. Mér væri sönn ánægja að því að geta gert einn mann hamingju-
saman. En mesthlakka ég til að fá að hlæja að hinum lukkulega. Hugsaðu þér
X eða Z! Ha? Heldurðu að það yrði ekki skoplegt!
s____________________________________________________________________________J
„Leiklistin er sjálft fjörefni lífsins"
Framh. af 1. siðu.
— Nei, maður hefur sloppið furðanlega við
hann hingað til! Leikfélagið fylgir föstum
launaskala, sem fer hækkandi eftir starfstíma:
Eg fæ 100 kr. fyrir sýningarkvöld og Steindór
120 kr. — ekkert fyrir æfingar.
— Mér reiknast svo til að þið hafið þá haft
tæpar 3 kr. um tímann fyrir leik ykkar í Undir
heillastjörnu.
— Já, ætli það láti ekki nærri — leikritinu
var mjög dauflega tekið af gagnrýnendum, og
þótt dómar þeirra um leikendurna væru yfir-
leitt lofsamlegir, dugði það ekki til. En það er
nú sama: Þó leiklistin gefi ekki fé í aðra hönd
og maður verði jafnvel stundum að leggja á
borð með sér, gæti ég varla sagt skilið við
hana, þótt öll gæði veraldar væru í boði. Það
væri þá aðeins vegna þeirrar litlu. Þegar hún
fæddist, fannst mér að hún tæki hug minn allan
og hér eftir gæti ég ekki sinnt leiklist. En svo
þegar manni býðst hlutverk, verður freistingin
ómótstæðileg: Maður er ekki lengur sjálfráður,
þegar leiklistin hefur tekið mann á sitt vald.
Hún á mann.
Ég þakkaði hæði kaffið og spjallið og hótaði
að koma aftur, þegar hjónin yrðu bæði heima
næst; forlögin voru mér svo hliðholl, að það
dróst ekki nema til næsta kvölds. Þegar ég kom
kl. að ganga níu, voru þau nýstigin inn úr dyr-
unum, höfðu verið niðri í útvarpi að leika Und-
ir heillastjörnu inn á þráð.
Steindcr Hjörleifsson er hnífsdælingur að
ætt og segist ekki hafa leikið neitt sem heitið
geti í æsku heima í Hnífsdal. Síðar fór hann í
gagnfræðaskólann á ísafirði, tók þar þátt í
skólaleikjum og þótti bragðið gott. Að loknu
gagnfræðaprófi lagði hann stund á ýmis störf,
var m. a. barnakennari einn vetur, sjómaður
eitt sumar á síld, en í stríðslok lagði hann leið
sína til Reykjavikur og gerðist skömmu síðar
starfsmaður í Landsbankanum, þar sem hann
starfar enn. Steindór stundaði nám í þrjú ár í
leikskóla Lárusar Pálssonar og lék síðasta vet-
urinn í skólanum fyrsta hlutverk sitt: Klukku-
svein í Skálholti Guðmundar Kambans.
— Ég man alltaf hvað ég var heillaður, þeg-
ar ég sá Skálholt fyrst, segir Steindór. Kunn-
ingi minn, Mogens Juul, lék þá klukkusvein, og
ég var einmitt að hugsa: hvílík náð, ef maður
ætti einhvern tíma eftir að standa þarna á
sviðinu eins og hann Mogens. Þá datt mér sízt
í hug, að þetta ætti að verða mitt fyrsta hlut-
verk ári seinna.
— Hvernig er það, þegar þið hjónin eruð
að læra rullurnar ykkar samtímis — galið þið
ekki oní hvort annað liérna heima og truflið
hvort annað?
— Nei, það hefur ekki valdið neinum vand-
ræðum. Ég veit ekkert um það, hvenær Gréta
lærir rullurnar sínar — hún virðist drekka þær
í sig þegjandi og hljóðalaust.
— Þið eigið auðvitað Ieiklistinni að þakka
hvort annað?
— Já, eiginlega, svarar Margrét og segir mér
frá fyrstu kynnum þeirra, en þar um þegi ég.
— Og hvemig finnst þér nú, Steindór, að
leika á móti konunni þinni?
— Afleitt — ég geri það aldrei aftur. f
fyrsta lagi fylgja því tvöfaldar áhyggjur á svið-
inu: ég er jafnhræddur um, að eitthvað geti
komið fyrir hana og sjálfan mig. Maður er
eigingjarnari, ef maður þekkir leikkonuna
minna, hugsar meira um sjálfan sig og verður
öruggari: á auðveldara með að koma henni til
hjálpar, ef hún gleymir úr eða eitthvað annað
ber út af. f svona litlum bæ, þar sem hver þekk-
ir annan, er líka helmingi erfiðara að hrífa
fólkið með, þegar maður leikur á móti konunni
sinni: Þau eru hjón, hugsar fólkið — þetta er
allt leikaraskapur; þegar þau eru farin út af
sviðinu, eru þau allt öðru vísi hvort við annað.
Það gengur verr að Iáta áhorfendur gleyma sér.
— En hvað um leiklistina og skyldustarfið —
verður ekki voðaleg togstreita þeirra á milli?
— Auðvitað kysi maður helzt að sinna leik-
listinni eingöngu, og með öðru móti getur mað-
ur varla náð bezta hugsanlegum árangri. En
annars er furða, hvernig maður unir þessu tví-
lífi: án starfsins gæti maður ekki gefið sig að
leiklistinni, og án hennar yrði skyldustarfið
sem sagt eingöngu skyldustarf. Þau bera þannig
hvors annars byrðar. Og þótt vinnudagurinn sé
oft óheyrilega langur, sé ég aldrei eftir að hafa
byrjað að leika: Leiklistin er sjálft fjörefni lífs-
ins.
— Finnst þér að aðrar listgreinir hafi hjálp-
að þér til þroska í leiklistinni og hefurðu feng-
ið meiri áhuga á þeim, síðan þú byrjaðir að
leika ?
— Já, tvímælalaust — Lárus Pálsson brýndi
það mjög fyrir okkur í skólanum að kynna okk-
ur sem bezt aðrar Iistir — það opnar hugann,
ræktar hann og gerir mann næmari fyrir nú-
önsum. Eftir að ég byrjaði hjá Lárusi fór ég að
sækja málverkasýningar, hlusta á tónlist og lesa
fagurbókmenntir af kappi, og ég hef haft mikið
gagn af því.
— Hvernig er afstaða ykkar leikara til leik-
stjóranna: finnst ykkur ekki, að þeir séu full
íhlutunarsamir og vilji of miklu ráða um,
hvernig þið skapið hlutverkin?
— Það er afar misjafnt. Sumir eiga það til
að geysast — aðrir segja fátt, en maður finnur
hvort maður er á sömu bylgjulengd og þeir, og
það er betra.
— En hvað um blaðagagnrýnina?
— Oh, maður er satt að segja mjög spenntur
— á það til að vaka fram úr, ef von er á leik-
dómi. Auðvitað verður maður glaður, ef mað-
ur fær góðan dóm, og það örvar. En gagnrýni
getur líka verið góð — það fer eftir því frá
hverjum hún kemur og hvernig hún er fram
sett. Sumum leikdómurum á maður erfitt með
að taka mark á: Þeir nota sama orðalagið upp
aftur og aftur, hrósa sömu leikurunum hvernig
sem þeim tekst, en þegja um aðra eða finna
þeim allt til foráttu. Maður missir óhjákvæmi-
lega trú á slíkum dómur.um.
— En segið þið mér að lokum: Mynduð þið
vilja, að sú litla fetaði í fótspor foreldra sinna
— gerðist leikkona?
— Já, ef hún hefði hæfileika til þess og hug
á því sjálf, því líf okkar í leiklistinni hefur verið
dásamlegt hingað til.
Þ.íA.