Birtingur - 24.12.1953, Blaðsíða 5

Birtingur - 24.12.1953, Blaðsíða 5
stutta, sívala og ferkantaða alveg eins og á ó- sviknum Súpermanni. Nú leið honum miklu betur, — eiginlega vel, — hann sá sjálfan sig í trylltum slagsmálum við þennan afturúrkreista pervisa, alveg eins og á bíó, — sá hræðsluna og spenninginn í augum stúlkunnar sinnar og fögnuðinn, þegar hún félli máttvana og alsæl í faðm hans að unnum sigri í happí end. Og svo hafði hann leitaÖ og leitað um nótt- ina — ekki kannski um alla Reykjavík en þó á þeim stöðum sem líklegastir voru. Hann hafði staðið til skiptis fyrir utan Borgina og Sjálf- stæðishúsiö og horft á fólkið koma út. Oft hafði hann verið næstum viss í sinni sök, þegar hann sá ljóshærðar stúlkur hanga flissandi utan í mönnum í bláu úníformi. Það hafði farið um hann ónotabeygur eins og glímuskjálfti eða bíóspenningur þegar allt er að fara í hundana fyrir hetjunni. Honum fannst axlavöðvarnir hjaðna niður eins og froða og svo fór höfuðið að þenjast út og varð tóint og stjórnlaust eins og útblásin gúmmíblaðra sem einhver hefur misst. Rafmagnsheilinn klikkaði og röntgenaugun sáu tvöfalt. En svo var þetta allt önnur stúlka, — þær voru allar ókunnugar þessar ljóshærðu stúlkur. Samt fann hann eitthvað klóra og slíta innan í sér eins og þar væri brjáluð rotta að éta í hon- um hjartað, þegar hann sá alla þessa ljósu og rauðu og jörpu telpukolla og þessi bláu og grænu úníform iða fyrir augunum á sér. Gjallandi ldátrarnir smugu í gegnum hann eins og brothljóð, og skrækar stúlkuraddir röfl- andi fláa amrískuna með þessu gutlandi eggja- hljóði endurómuðu í höfðinu á honum. Hann var ógurlega óslyrkur og titrandi og honum gekk illa að halda sér í Súpermannstuð- inu, hann varð svo slappur í hnjáliðunum og hendurnar titruðu og skulfu . .. Smám saman tæmdust göturnar. Stúlkurnar og Kanarnir liurfu inn í húsin og skelltu í lás á eftir sér og ljósin slokknuðu í gluggunuin nema einhverjar rauðar ómyndartýrur sein glórðu eins og parkljós á híl sem bíður í myrkri ... Honuin varð flökurt af að horfa á það — nú voru þær að hátta hjá helvítis Könunum, þessar bölvaðar skækjur, reita af sér spjarirnar með lúkurnar titrandi af áfergju, um að gera að flýta sér að komast sem fyrst upp í rúmið til þeirra------nei hann gat ekki hugsað þessa hugsun til enda — það var eins og væri verið að svíða hann innan með glóandi járnum og honum fannst hann vera að pissa í buxurn- ar------ Frh. á 14. síða. Gömlu skáldin runnu Þeir Þórir Bergsson, rithöfundur, og Tómas Guðmundsson, skóld, hafa gefið þó skýringu á islenzkri nútímaljóðlist, að ungu skáldin treysti sér ekki til að kveða að hefðbundnum hætti. í fyrsta tölublaði Birtings var þeim gef- inn kostur á að sýna yfirburði sína með því að kveðast á við tvö atómskáld hérna í rit- inu. Þeim voru gerðir svo góðir og lýðræðis- legir kostir sem hugsazt gat: Keppnin skyldi háð á heimavelli þeirra hefðbundnu og al- menningur látinn dæma um, hvorir betur léku. En gömlu mennirnir treystu sér ekki til að glíma við þá ungu — þeir hafa ekki þekkzt boðið. Hugsazt getur líka, að 'þeir telji virðingu sinni ósamboðið að kveðast á við busana. En hvað sem veldur, verða þeir að una því, að maður efist um trú þeirra sjálfra á sin eigin orð. Alþýðublaðið vakti máls á, að gömlu skáldin ættu að svara með því að skora á ungu skáldin til keppni í atómskáldskap að hinni lokinni. Þetta er ágæt hugmynd. Og þótt þessir tveir hefðbundnu herramenn hafi runnið af hóhni í fyrstu lotu, er Birtingur fús til að ljá þeim eða hverjum sem er af gamla skólanum rúm, ef þeir hafa hug á að skora atómskáld á hólm. Ritstj. V BIRTINGUR J 5

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.