Austurland - 06.03.1980, Page 1
ÆJSTURLAND
30. árgangur. Neskaupstað, 6. mars 1980. 10. tölublað
Flokksráðsfundur
Alþýðubandalagsins
Tryggt verði að stjórnarsamstarfið
hafi sem mestan árangur 1 för með
sér fyrir launafólk, sjálfstæði
þjóðarinnar og framtíðarheill
Flokksráðsfundur Aipýðubanda-
lags.ns var haldinn í Reykjavík
hefgjna 22.—24. febrúar sl. og
sóttu hann 136 aðalmenn frá 43
flokksdeildum. Ný miðstjóm var
kjörin og mörg málin voru rædd
og ályktanir samdar. í stjómmála-
ályktun fundarins segir m. a. um
efnahagsmál.
„Alþýðubandalagið hefur m. a.
bent á eftirfarandi staðreyndir um
ástand íslenskra efnahagsmála:
1. Að hlutfall launa og samneyslu
af þjóðarframleiðslu er lægra
hér á landi en í nágrannalönd-
um.
2. Að yfirbyggingiarkostnaður í
þjóðarhúskapnum, t .d. kostn-
aður viið banka, vátrygginga-
félög, olíuverslun og innflutn-
ingsverslun er hér miklu meiri
en þörf er á.
3. AS þjóðartekjum er nú mjög
misskipt milli þjóðfélagshópa.
4. Að atvinnufyrirtæki em mörg
mjög illa rekin og unnt að
auka hagræðingu og hag-
kvæmni, þannig að rekstraraf-
koman verði hagstæðari fyrir
þjóðarbúið, án þess að til auk-
ins vinnuálags þurfi a3 koma.
5. Að sannað er, að vörur eru
fluttar inn á óhagstæðara verði
en gert er í nálægum löndum
og verðlagi þannig haldið hér
hærra en þörf er á.
6. Að ýmsum efnahagsráðstöfun-
um hefur verið beitt hér, sem
hækka verðlag umfram það
sem eðlilegt er, t d.. m»3 hækk-
unum óbeinna skatta, vaxta-
hækkunum og ráðstöfunum í
gengismálum.
í öllum þessum málum þarf að
koma fram breytingum, sem eru
í þágu þjóðarheildarinnar. Hins
vegar ber að hafna því að leysa
eigi verðbólguvandann á kostnað
almennra launa. í tvö ár hafa
Alþýðubandalagið og samtök
launafólks glímt við kauplækkun-
aröflin í Sjálfstæðisflokknum,
Framsóknarflokknum og Alþýðu-
flokknum sem noti5 hafa fulltingis
atvinnurekendavaldsins“.
Verkefni flokksins
Af verkefnum flokksins á næstu
mánuðum og misserum var lögð
áhersla á eftirfarandi atriði:
1. Skapa þarf víðtæka samstöðu
um þjóðlega stefnu og um nýt-
ingu auðlinda okkar, sem bygg-
ist á ræktun en hafnar rányrkju
og umhverfisspjöllum.
2. kegyja ber áherslu á félagsleg
úrræði við nýtingu auðlinda
og féiagslegt eignarhaid á
lramieiöslutækjum. Famenn
þjóð heíur ekki efni á því að
ey;ða mrlljarðatugum i bákn
emkagróöans, óþarfa milliliði
og hundruð heildsala.
3. Flokkur.nn mun leggja aukinn
þunga á kröfur sínar um lýð-
ræði, um virkari samráðsrétt
starfsmanna á vinnustöðum og
þátttöku sem flestra í ákvörð-
unum. Flokkurinn leggur ríka
áherslu á að lýðræði og sósíal-
ismi eru óaðskiljanleg stefnu-
mið.
4. Aiþýðubandalagið telur veru-
lega vanta á raunverulega jafn-
stöðu kynjanna, bæði í starfslífi
og félagslífi. Gera þarf ráðstaf-
anir til að gefa konum í reynd
kleift að nýta rétt sinn til þátt-
töku og áhrifa til jafns við
karla á öllum sviðum þjóð-
lífsins.
5. Vinnutími íslensks launafólks
er óheyrilega langjur. í sam-
starfi við verkalýðshreyfinguna
mun Alþýðubandalagið leggja
þunga áherslu á verulega stytt-
ingu vinnutíma og aðrar að-
gerðir til að draga úr óeðlilegu
vinnuálagi og bæta aðbúnað á
vinnustöðum
6. Flokkurinn mun herða barátt-
una fyrir jafnrétti á öllum
sviðum, m. a. með því að skatt-
ar og skyldur séu í samræmi
við raunverulega afkomu fólks.
Er hér og átt við jafnrétti til
menntunar og jafnrétti til
þjónustu, þrátt fyrir búsetu í
afskektum byggðum. Flokkur-
Pramh. i 3. riðu
Bókmenntakynning
á Seyöisfirði
Nú í vikunni höfðu Seyðfirð-
ingar kynningu á verkum Péturs
Gunnarssonar, rithöfimdar.
Pétur kom og heimsótti Gagn-
fræðaskólann og las þar upp og
síðan var fundur í Félagsheimilinu
þar sem unglingar lásu úr verkum
hans og hann kynnti verk sín
og á efitr var boði|5 upp á um-
ræður.
Það var bamaársnefnd Seyðis-
fjarðar sem stóð fyrir þessari
kynn'nigu og var þetta endapunkt-
ur á góðu starfi á bamaári.
M.B/Ó.Þ.
Afreksmannasjódur UÍA
hefur ekki enn orðið svo digur
að hægt hafi verið að veita úr
honum fé til afreksmanna U.Í.A.
Hér er þó um þarft verkefni að
ræða, ef menn eru sammála um
það að gefa okkar fremsta íþrótta-
fólki kost á því að keppa áfram
innan okkar samtaka. Það er
nefnilega staðreynd að ef einstak-
lingur ákveður að komast hátt upp
á stjömuhimininn, eftir að hafa
sýnt að hann hefur til þess hæfi-
leika, þá kostar það bæði mikla
fyrirhöfn og ekki lítið fé, bæði
beint og óbeint.
Önnur staðreynd er sri að á bak
við möng íþróttafélög þéttbýlis
standa fjárhagslega sterkir einstak-
lingar, sem ekki munar mikið um
að kupa eitt stykki íþróttamann
til sín með alls konar gylliboð-
um.
Það er á valdi þeirra sem leitað
hefur verið til með fjárframlög,
hvort áfram keppi frambærilegir
íþróttamenn fyrir hönd Austfirð-
inga, því ekki þarf nema tvo til
þrjá burtkeypta til að þeir sem
eftir verði missi móðinn. Og þá
er hinu fjölskrúðuga unglingastarfi
hætta búin. Það er megmtilgang-
ur með stofnun sjóðsins að tryggja
það að íþróttastarfið innan U.Í.A.
haldi sinni stærð, bæði að reisn
og breidd.
Það yrði stórum erfiðara alði
vinna að þessum málum, ef í
ljós kæmi að hér væri aðeins um
uppeldisstarf fyrir önnur félög að
ræða. — SB
Lofar ekki góöu
Línuvertíð hófst hjá flestum
Hornafjarðarbátum rétt eftir ára-
mót. Þrátt fyrir sæmilegar gæftir
framan af varð afli lítill eða um
rúmu tonni minni á bát en í fyrra
um sama leyti.
Nú eru flestir bátar komnir á
net en lítií hefur verið hægt að
sækja og sú litla reynsla sem
fengin er af netavertíðinni nú lof-
ar ekki góðu.
Síldarbirgðirnar eru að mestu
farnar enda eins gott því að vaxta-
gjöldin af þeim voru orðin um
10 milljónir á mánuði hjá annarri
söltunarstöðinni. — H.Þ.G./Ó.Þ.
Þeir hugsa hátt
Ungmennafélagar á Borgarfirði
hugsa hátt þessa dagana og eru
jafnvel að ráíjera boðhlaup eftir
hringvegi íslands. Er það vissu-
lega frásagnarvert er eitt af fá-
mennari félögunum innan UMFÍ
tekst á hendur slíkt áræði.
Leikfélagsfólk er farið að hugsa
sér til hreyfings en undanfarin 9
ár hefur leikfélagið Vaka á Borg-
arfirði sett á svið eitt til tvö leik-
rit á ári og hefur verið eitt virk-
asta leikfélagið hér austanlands.
Síðasta verkefni leikfélagsins
var Pétur og Rúna eftir Birgi Sig-
urðsson undir leikstjórn Magnús-
ar Guðmundssonar. — P. E.
8. mars - alþjóðlegur baráttudagur kvenna
dagskrá á Egilsstöðum og í Neskaupstað
myndlistarsýning
í Neskaupstað
uð inálverkasýning í fundarsaln-
um. Þar sýna þær Þorbjörg
Höskuldsdóttir og Guðrún Svava
Svavarsdóttir málverk og teikning-
ar sem verða til sölu. Þær eru báð-
ar í broddi fylkingar íslenskra
myndlistarmanna 03 eru að auki
báðar kunnar fyrir leikmyndir
sem hlotið hafa mikið lof.
Þorbjörg hefur haldið tvær
einkasýningar og tekið þátt í fjöl-
mörgum samsýningum. Guðrún
hefur haldiiS eina einkasýningu
auk þátttöku í samsýningum. Þær
stunduðu báðar nám við Mynd-
l'starskólann í Reykjavík. Þor-
björg stundaði síðan nám við
Kunstakademíuna í Kaupmanna-
höfn en Guðrún í Moskvu.
Sýningin verður aðeins opin í
þrjá daga frá kl. 15.00—22.00.
Bæjarbúar eru hvattir til að láta
ekki þennan menningarviðburð
fram hjá sér fara.
Barnagæsla verður á dagheim-
ilinu frá kl. 15.30 í umsjá nem-
enda úr Gagnfræðaskólanum.
Egilsstaðir:
l.augardaginn 8. mars verður
haldinn í Menntaskólanum á
Egilsstöum fundur um jafnréttis-
mál og réttindabaráttu kvenna í
tilefni af alþjÓSlega baráttudeg-
inum. Fundurinn hefst kl. 16.00.
Á dagskrá verður upplestur 03
söngur í léttum dúr ásamt stutt-
um ávörpum sem konur flytja.
Jafnframt verður sýning á ýmsum
verkum kvenna af Héraði.
Þeir sem standa að fundinum
vona að sem flestir sjái sér fært
að mæta og benda á að barna-
gæsla verður á meðan á fundi
stendur.
Neskaupstadur:
Jafnréttisnefnd og Menningar-
nefnd Neskaupstaðar standa að
dagskrá 8. mars n. k. kl. 16.00 til
18.00 í fundarsal Egilsbúðar.
Helga Kress bókmenntafræðing-
ur flytur erindi um konur og bók-
menntir, en hún er brautryðjandi
í rannsóknum á hlut íslenskra
kvenrithöfunda og kvenlýsingum í
íslenskum bókmenntum. Guðríðúr
Kristjánsdóttir kennari les upp.
Sama dag kl. 15.00 verður opn-
Guðrún Svava Svavarsdóttir
Þorbjörg Höskuldsdóttir
Helga Kress