Austurland


Austurland - 01.06.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 01.06.1984, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR, 1. JÚNÍ 1984. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Kristinn V, Jóhannsson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir ®7374. Auglýsingar og dreifing: Áshildur Sigurðardóttir S7629 - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7571. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Sjávarútvegurinn og hlutur sjómannsins Síðasta ár hefur verið íslenskum sjávarútvegi erfitt og því fólki sem við hann starfar. Þar fer saman mikill samdráttur í þorskafla og harkalegar aðgerðir stjórn- valda gagnvart sjómönnum og fiskvinnslufólki. Kjör landverkafólks voru skert með bráðabirgða- lögum og afnámi samningsréttar um 25 - 30% og hlutur sjómanna enn meir til viðbótar við þá skerð- ingu sem fylgir minna aflaverðmæti. Með bráðabirgðalögum ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar fyrir ári var hlutaskipum breytt stór- lega sjómönnum í óhag og 29% af fiskverði greidd til útgerðar framhjá skiptum í stað 7% olíugjalds áður. Til viðbótar voru 10% tekin í Stofnfjársjóð fiskiskipa og enn bætt við 4% með lagasetningu, sem stjórnarliðar stóðu að á Alþingi á þessu vori. í tíð núverandi ríkisstjórnar er þannig búið að lög- festa að yfir 40% af aflaverðmæti verði tekin framhjá hlutaskiptum. Engin stétt í landinu hefur mátt þola slík ókjör af hálfu stjórnvalda eins og sjómenn í tíð þeirrar hægristjórnar, sem heldur upp á ársafmæli sitt um þessar mundir. Með því að færa 4% úr Aflatryggingarsjóði sjávar- útvegsins til útgerðar framhjá skiptum er gengið þvert á megintilgang Aflatryggingarsjóðs, þar eð til- gangur hans er að tryggja sjómönnuim laun, ef um verulegan aflabrest er að ræða eða útgerð bregst skuldbindingum sínum gagnvart sjómönnum. Vandi útgerðar í landinu er ekki bundinn við laun sjómanna. Þeirra hlutur hefur rýrnað á undanförnum árum mun meira en sem nemur aflasamdrætti, og aðrir þættir eins og fjármagns- og orkukostnaður vega æ þyngra í afkomu útgerðarinnar. Á þeim þátt- um þarf óhjákvæmilega að taka, m. a. með hagræð- ingu og breyttum útgerðarþáttum, og samfélagið allt en ekki sjómenn einir eiga að axla þær byrðar sem jafna þarf niður. Rekstrarskilyrði sjávarútvegsins hafa aldrei verið erfiðari en í tíð þeirrar ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, sem nú situr. Á sama tíma skila verslun og viðskipti ómældum gróða, sem beint og óbeint er dreginn út úr frumvinnslugreinunum. Staða sjómanna til að verja kjör sín gagnvart at- vinnurekendum og óbilgjörnu ríkisvaldi er veikari en annarra starfsstétta. Kvótafyrirkomulagið og aflasamdrátturinn gera þessa stöðu sjómannsins enn erfiðari. Heildarsamtök vinnustéttanna í landinu þurfa því að styðja við rétt- mætar kröfur sjómanna jafnframt því sem sjómenn verða sjálfir að efla stéttarlega samstöðu. Ekkert starf í þessu þjóðfélagi er jafn dýrmætt og starf sjómannsins. Sú staðreynd þarf að endurspegl- ast í viðunandi kjörum og aðbúnaði sjómönnum til handa. H. G. FRA ALÞINGI Hneyksli í olíuflutningum: Birgðageymirinn á Seyðisfírði kostar þjóðarbúið 5.5 - 7.5 milljónir króna. Olíufélagið og Skeljungur vilja velta kostnaðinum út í verðlagið. Stórtjón fyrir Hafnarsjóð Seyðisfjarðar. Þetta var m. a. upplýst í svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Guttorms- sonar á Alþingi 15. maí sl. Hjörleifur spurði: Hvað veldur því að olíu- birgðageymir Olíuverslunar íslands á Seyðisfirði hefur ekki verið notaður um eins árs skeið? Svar ráðherra m. a.: Ástæða þess að birgðaað- staðan á Seyðisfirði hefur ekki verið notuð í allan þennan tíma (þá í febrúar 1983) er öðru fremur ágreiningur milli olíufélaganna um hagkvæmni birgðastöðvarinnar. Hjörleifur spurði: Hvaða þjóðhagsleg áhrif hefur það að nýta ekki þennan geymi til eðlilegs birgðahalds en flytja þess í stað alla olíu út frá Reykjavik? Svar ráðherra m. a.: Olíufélagið hf. og Skeljung- ur hf. byggja afstöðu sína á því að miðað við þá olíunotk- un, sem nú er í landinu, hvern- ig sú notkun skiptist á lands- hluta og nýtingu strandferða- skipa, muni vera hagkvæmast að nota eina höfn sem birgða- höfn vegna innflutnings á olíum til landsins. Félögin telja að sá kostnaður, sem hlýst af gasolíudreifingu frá Seyðisfirði, sé hærri en sem nemur mismun dreifingar- kostnaðar til Austfjarðahafna frá Reykjavík annars vegar en Seyðisfirði hins vegar. Nefna þau m. a. fjármagnskostnað vegna aukins birgðahalds. Forráðamenn Olíuverslun- ar íslands hf. telja á hinn bóg- inn að þessir útreikningar standist ekki. Benda þeir m. a. á að birgðahald í landinu eigi ekki að þurfa að aukast neitt við það að olía sé sett upp á Seyðisfirði ef þess er gætt að þar séu ekki of miklar birgðir. í svari Olíuverslunar íslands hf. kemur m. a. fram eftirfar- andi: Olíuverslun íslands hf. telur að innflutningsstöðin á Seyðis- firði spari þjóðarbúinu 5.5 - 7.5 milljóinir króna á ári. Er þá miðað við það að verð- jöfnunarsjóður olíu greiði hinn aukna flutningskostnað frá Reykjavík miðað við Seyð- isfjörð og verði skapaðar til þess tekjur, væntanlega með hækkuðu verði. Hjörleifur spurði: Hafa olíufélögin gert kröfu um greiðslu flutningskostnað- ar vegna umrædds olíumagns úr Verðjöfnunarsjóði olíu, og ef svo er, um hversu miklar upphæðir er þar að ræða? Svar ráðherra: Samkvæmt upplýsingum frá félögunum mun Olíufélag- ið hf. fara fram á greiðslu úr sjóðnum miðað við dreifingu frá Reykjavík og nemur sú fjárhæð kr. 3.2 milljónum mið- að við árið 1983. Skeljungur hf. hefur og farið fram á slíka greiðslu úr verðjöfnunar- sjóðnum að fjárhæð kr. 2.1 millj. Þessar greiðslur hafa ekki verið viðurkenndar af stjórn sjóðsins. Hjörleifur spurði: Hver er afstaða viðskipta- ráðherra í þesu máli? Matthías Á Mathiesen svarar: Hér er vitaskuld um við- kvæmt deiluefni að ræða milli olíufélaganna og hefur annar aðilinn, Olíuverslun íslands hf. eigandi geymisins, fullyrt að olíubirgðastöðin á Seyðis- firði spari 5.5 - 7.5 milljóinir króna á ári. Þessar fjárhæðir miðast við að Verðjöfnunar- sjóður olíu greiði hinn aukna flutningskostnað frá Reykja- vík miðað við Seyðisfjörð og að skapaðar verði til þess tekj- ur með hækkuðu olíuverði. Olíufélagið hf. og Skeljungur hf. telja á hinn bóginn að óhag- kvæmt sé að nota geyminn, svo sem fyrr sagði. Ég er þeirrar skoðunar að ekki sé réttlætanlegt að greiða úr Verðjöfnunarsjóði olíu þann aukna kostnað sem leiðir af flutningi gasolíu til Aust- fjarðahafna frá Reykjavík miðað við Seyðisfjörð. Óeðli- legt hlýtur að vera að í stað þess kostnaðar, sem leggst á olíufélögin vegna starfrækslu olíubirgðastöðvar, verði þeim kostnaði velt yfir á olíugreið- endur í formi flutningsjöfnun- argjalds. Slíkt er óhagkvæmt fyrir neytendur. stendur tómur Þá verður að hafa hugfast það öryggi sem því er samfara að nota birgðaaðstöðuna á Seyðisfirði, bæði fyrir Aust- firðinga sjálfa og loðnuskipin á vetrarvertíðinni. Með fyrirspurn þessari hef- ur Hjörleifur dregið fram í dagsljósið mjög alvarleg vinnubrögð olíufélaganna tveggja og knúið ráðherra til að taka afstöðu í málinu. Verður að telja niðurstöðu viðskiptaráðherra eðlilega og þakkaverða. Það er opinbert leyndarmál að afstaða Olíufélagsins hf. (Essó) tekur mið af þröngum hagsmunum, þ. e. að skapa verkefni fyrir Stapafell, sem nýlega var keypt til landsins. Seyðfirðingar þakka Hafnarnefnd Seyðisfjarðar samþykkti á fundi sínum 11. maí sl. eftirfarandi: „í tilefni af fyrirspurn Hjör- leifs Guttormssonar sem lögð var fram í Alþingi 336. mál fyrirspurn nr. 721 til viðskipta- ráðherra um dreifingu olíu innanlands vill Hafnarnefnd gera eftirfarandi bókun. Hafnarnefnd telur að það ófremdarástand sem nú við- gengst í dreifingu á olíu á Austurlandi um undangengið eins og hálfs árs skeið sé óþol- andi og krefst þess að við- skiptaráðuneytið beiti sér fyrir úrbótum þannig að nægjanleg- ar og forsvaranlegar birgðir af olíu séu á hverjum tíma til í fjórðungnum enda hníga öll rök að meiri hagkvæmni og betri nýtingu fjármuna sé birgðageymirinn á Seyðisfirði notaður eins og útreikningar sýna fram á. Hafnarnefnd telur það furðulega ráðsmennsku að einstökum olíufélögum að dreifa olíu frá Reykjavik til Austur og Norðurlands á sama tíma og stærsti birgðatankur utan Reykjavíkur sé látinn standa tómur og skorar á yfir- völd viðskipta og verðlagsmála að synja hverri beiðni um hækkun á olíu vegna aukins dreifingarkostnaðar sem af þessu óhjákvæmilega leiðir. Af ofangreindu tilefni færir hafnarnefnd Seyðisfjarðar fyrirspyrjanda þakkir og óskar eftir stuðningi annarra alþing- ismanna."

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.