Birtingur - 01.01.1962, Side 15

Birtingur - 01.01.1962, Side 15
hve gömlum verzlunarstöðum hefur verið komið vel fyrir í landslaginu og í haf- fletinum: efalaust er staðsetning þeirra ekki hvað sízt miðuð við sjófarendur, hvernig þau horfðu við sjónum þeirra, er nálguðust hægt utan af torgi hafsins. Síðan Gilsfjörður og yfir honum úfin ský eins og þungar hugsanir á himni, að lok- um Reykhólasveit, undarlega svipmikil og fögur byggð, sem stendur fram í Breiða- fjörð eins og útrétt hönd, örlát. Þorir þú að láta til skarar skríða gegn grundunum framundan eða molunum, sem oltið hafa út í grunnsævið, skerjum og eyjum, svörtum deplum í patínugráum sjó? Þar fyrir handan blár veggur, sem ögrar þér, reynir að hefta frekari útrás hugans, en ef til vill skyggnist þú bak við eggjar fjallanna eða öllu heldur yfir þil hugans í leit að nýjum fylgsnum, hinu óvænta, því sem samtengir, vinnur að lokum sigur yfir molnun fjallanna, fá- fengileik forgengileikans, ó þú verónesi- græna vök á himni og andvarpið, hvílík firn af spurn og óróleik. Við vorum að ljósmynda og mæla upp í norðangarranum í kvöld úti á Stað. Þar er um að litast eins og annars staðar í byggð á íslandi í dag: óskapnaður, nýtt og gamalt hverfist saman í forkostulegu ósætti, þar er verið að reisa ný mannvirki og tíminn að mola önnur, þar á meðal kirkjuna. Þú biður um leyfi tii að mega líta á kirkjuna, fjasar eitthvað um veðrið, og það er brosað að þér. Þú segir eitt- livað um kirkjuna, og einhverju er þér svarað: það eigi að rífa hana, þurrka hana út eins og ómerkilegt blýantsstrik, þessa formsterku línu dregna af ókunnum snill- ingi fyrir löngu, því nú skal hrafnasparkið blífa. Verið er að reisa í hlaði Reykhóla steinkumbalda nokkurn, sem einna helzt minnir á steingelda pokaprestshugsun. Á Reykhólum er rúmlega hundrað ára gömul kirkja. Fyrir vestan töldu menn hana reista á árunum 1855—1857 og héldu upp á vígsluafmælið í september 1957. Þetta er rangt, eins og sjást mun hér á eftir. Kirkjan er vígð 22. júní 1856. Gamlir menn sögðu hana hafa fokið ný- reista. Tvennt styður þá sögu við nánari athugun á kirkjunni. 1 henni eru skástífur fjórar, sem ganga tvær til hvorrar handar frá veggsyllu að innan og næstum fram á mitt gólf. Hitt er, að á ólíklegustu stöð- um eru tappaför í stoðviði, en slíkt er hægt að sjá í forkirkju og turni, þar sem klæðning skýlir ekki grind. Ætla má, að reynt hafi verið að nota eins mikið úr braki hins fokna húss og unnt hafi verið, og skábitarnir benda til þess, að sá sem endurreisti kirkjuna hafi hugsað sem svo, að hún skyldi ekki fjúka í annað sinn. Þetta er staðreynd: Reykhólakirkja fauk nýreist í ofsaveðri 22. september 1853, og segir svo í vísitasíubók ólafs Sivertssen prófasts í Flatey á Breiðafirði fyrir árið 1853 um Reykhóla: „Síðastliðið vor var byrjað að reisa stóra og vandaða trjáviðarkirkju í garð- inum norðan við gömlu kirkjuna, sem nú stendur órifin og í henni er af sóknar- prestinum embættað eins og áður eftir tiltölu. Hin nýja kirkja var þegar full- smíðuð (hér er vísað niður og sagt: ein- ungis að utan) með klukkuporti uppaf, þegar hið mesta ofsaveður og fellibylur Birtingur 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.