Birtingur - 01.01.1962, Qupperneq 31
Á Þingeyri er margt merkilegra húsa:
kirkja, sérlega geðþekkt guðshús eftir
Rögnvald Ólafsson, gamla kaupfélagshús-
ið, sem Gran kaupmaður lét reisa á sinni
tíð, Vertshús og Hallshús, sem komu til-
höggvin frá Danmörku og Gran kaup-
maður lét einnig reisa, Ameríkanahús frá
þeirri tíð er Kanadamenn stunduðu lúðu-
veiðar við ísland og höfðu viðlegu á Þing-
eyri. Þó er Salthúsið án efa merkilegast,
gömul vöruskemma frá tíma einokunar-
kaupmanna, elzt timburhúsa á Islandi
(ásamt sams konar húsum á Hofsósi og
ísafirði). Því miður er búið að breyta
því mikið: nýtt þak ólíkt hinu uppruna-
lega hefur verið sett á það og stórt skarð
tekið í austurvegg. Sem sagt svipur hjá
sjón. En ég komst yfir gamla ljósmynd
af húsinu, og með því að bera hana sam-
an við skemmuna á Isafirði þykist ég
geta gert mér nokkuð ljósa hugmynd af
upprunalegri gerð þess. Nokkrar leifar af
spónklæðningu eru á suðurgafli, en hún
er seinni tíma viðbót, líklega frá tíð
Grans. 1 risi mundu menn eftir skamm-
bitalofti, þar sem geymdir voru kaðlar og
annar útbúnaður til að setja með skip á
vetrum. Guðmundur Sigurðsson tjáði
mér, að hann myndi eftir merki konungs-
verzlunarinnar hangandi yfir dyrum.
Húsið er plankabyggt og hefur komið til-
höggvið til landsins. Sjö 6x11 tommu við-
ir eru í veggjum og 10x10 tommu vegg-
lægjur; ofan og neðan í hverjum planka
er rauf, sem í var sett tjargað tó til þétt-
ingar.
Ferð sú er frá segir í grein þessari var farin
sumarið 1961 í júlímánuði með tilstyrk Vísinda-
sjóðs. Höfundur vildi færa dr. Kristjáni Eldjárn,
þjóðminjaverði og Bjarna Vilhjálmssyni cand.
mag. þakkir fyrir góðfúslega aðstoð.
Sólheiður dagur á önundarfirði, suðræn
hlýja, friður. Ennþá einn stórhrikalegur
Birtingur 25