Birtingur - 01.01.1962, Side 49

Birtingur - 01.01.1962, Side 49
Einar Brafti Litið í fáeinar ljóðabækur Sigurður Nordal: Fornar ástir. Útgefandi Þórarinn B. Þorláksson. Reykjavík 1919. í upphafi var orðið, segir á helgri bók. Vera má að hér sé um rangþýðingu að ræða, og víst er að margir hérlandsmanna virðast hafa fyrir satt, að réttur sé text- inn þannig: í upphafi var rímið og rímið var hjá guði og rímið var guð. Síðan er vitnað til fyrsta boðorðsins: ekki skalt þú aðra guði hafa. Kannski eiga nýjar biblíurannsóknir eftir að leiða í ljós að þetta sé rétt. En meðan ekki er annað vitað en halaslaufa þessi sé innflutt af formbyltingarmönnum fyrri alda í því augnamiði að auka á fjöl- breytni í bragarháttum, er það vitanlega algjört einkamál íslenzkra ljóðasmiða, hvort þeir telja ómaksins vert eða ekki að hnýta þessu trosnaða punti í skottið á liverju vísuorði. Þegar ég minnist hve mikils ástríkis rím- ið nýtur enn með þjóðinni, dettur mér í hug að ýmsir hafi yglt sig, þegar þeir lásu eftirmála Sigurðar Nordals við Forn- ar ástir (1919), en hann segir um sagna- brotin Hel: Ef ég hefði haft meiri tima til ritstarfa af þessu tæi, hefði líklega orðið úr því efni löng skáldsaga, Fyrir smásögu var það of viðamik- ið. En nú átti ég ekki kost á nema fáum og strjálum tómstundum. Þannig sköpuðu ástæður mínar mér formið. Þættirnir úr æfisögu Álfs frá Vindhæli gátu ekki runnið saman í skáld- söguheild með breiðum og skýrum dráttum. Þeir urðu að ljóðabrotum í sundurlausu máli. Ljóðaformið leyfði mér að stikla á efninu, láta langar eyður vera milli brotanna, gefa það í skyn með einni samlíkingu, sem annars hefði orðið að nota margar blaðsíður til þess að gera grein fyrir. Ég veit, að þessi brot heimta mikla alúð, skilning og hugkvæmni frá lesandans hálfu, eins og reyndar öll ljóð, meira en önnur ljóð, af því að mönnum er svo tamt að lesa óbundið mál í flaustri. En ég vildi biðja menn að lesa þau a. m. k. nokkurn veginn vandlega áður en þeir fordæma þau. Ef til vill er það ofrausn af sumum lesendum að halda, að allt sé vitleysa sem þeir átta sig ekki á við fyrsta lestur Og menn græða vafalaust meira á að skilja bækur en dæma þær. Enginn getur fundið betur en ég, að forminu á brotum þessum er stórum ábótavant. En flest frumsmíð stendur til bóta. Og þó að mér auðnist aldrei að skrifa ljóð í sundurlausu máli, sem við má una, efast ég ekki um, að sú bókmenntagrein eigi sér mikla framtíð. O- bundna stílnum hættir við að verða of froðu- kenndur og margorður, vanta línur og líki. Ljóðunum hættir við að missa lífsandann í skefjum kveðandinnar, verða hugmyndafá og efnislitil, hljómandi málmur og hvellandi bjalla. Óstuðluðu ljóðin ættu að eiga óbundnar hendur og víðan leikvöll sundurlausa málsins. og vera gagnorð, hálfkveðin og draumgjöful eins og Ijóðin. Þau eiga sér krappa leið milli skers og báru. En takist þeim að þræða hana, verður það glæsileg sigling. Birtingur 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.