Birtingur - 01.01.1962, Síða 52

Birtingur - 01.01.1962, Síða 52
Þorpið er í aðra röndina eins konar pass- íusálmar vorra tíma um fátæklingsins pínu á krossi kreppunnar miklu: píslar- saga aðkreppts lífs, lágvaxna mannsins (bróður litla mannsins í myndum Chap- lins), séð frá tveimur sjónhornum í senn: manns sem hefur reynt þetta allt á sjálf- um sér í uppvextinum og skálds sem öðl- azt hefur yfirsýn yfir sögusviðið og örlög persónanna ; jafnframt er lífsdrama þorps- búanna skráð í tvennum (eða tvíeinum) tíma: samtímaannáls og endurminninga. Þetta margvíddareðli verksins gefur því listgildi, veitir raunsönnum lýsingum eða frásögnum rómantíska hafningu, gerir höfundi fært að búa óskáldlegum hvers- dagsleika skáldlegar ljóðmyndir. Raun- sönnum lýsingum, sagði ég. Já, skáldinu er engin launung á, hvar rætur verksins liggi: „ Bók þessi íjallar um uppvaxtarár mín og æsku, lífið og lífsbaráttuna í þorp- inu, vegavinnusumur fjarri átthögum, um venzlafólk mitt og aðra, sem voru mér á einhvern hátt nákomnir . . . Alls staðar er farið frjálslega með staðreyndir, enda þótt hvergi sé í aðalatriðum hvikað frá hinu rétta.“ Þannig kemst höfundur að orði í eftirmála við endanlega gerð Þorps- ins (1956). Hið eina sem ekki verður tek- ið frá hinum snauða, minninguna um það sem var, hafði hann dyggilega varðveitt, og hér sönnuðust orð Varrós, þau er Hall- grímui' vitnar til: „Það verður dýrast, sem lengi hefur geymt verið, og gefur tvöfaldan ávöxt, í hentugan tíma fram borið.“ Fráleitt væri að skilgreina Þorpið ein- göngu sem píslarsögu hins umkomulitla, það er ekki síður sigui’óður allra smæl- ingja jarðar, því mannlegleiki þeirra mun lifa og lýsa í myrkrinu veginn til „hjálpræðis hérnamegin“. Ekki svo að skilja, að sá boðskapur sé fluttur af pré- dikunarstóli eða torgi, trúboðsljóð eru þetta ekki. Persónurnar kynna sig sjálfar með orðum sínum og athöfnum: í augna- ráði fóstra er fólginn sá styrkur sem lítill drengur þarfnast til að hafna kexköku kaupmannsins, vinnuharður lófi og kul í sjóvotu skeggi flytja öryggi inn í hús næturkvíðans, mannleg náttúra skapar nýja litla fætur í skó „hans, sem aldrei sleit sólum þeirra“, með tár í augum vel- ur barnstryggðin hælisleysi fram yfir hús, við trommuleik þaklekans eru ortar vísur um fugla, frá gamalli konu, sem ekkert á, fær þó enginn tekið gleðina að nefna guðs nafn né vonina um að kannski geti guð notað hana til að fara með eitt- hvað gott fyrir óvita, konur bera mjólk- urkönnu undir svuntu sinni í hús ná- grannans, þegar börn eru veik. Og jafn- vel þótt ekkert sé sagt eða gert, er eitt- hvert sigurtraust í yfirbragði manna: „Eftir svellaðri götu fara tveir lágvaxnir menn / og leiðast upp brattann.“ Enn kemur mér í hug litli maðurinn í mynd- um Chaplins, þar sem hann gengur eftir veginum óbugaður hvað sem á hefur bját- að og óbuganlegur inn í óþekkta fram- tíð. Undarlegt kann að virðast við ónána at- hugun, að fyrsta formbyltingarverk ís- lenzkrar nútímaljóðlistar skuli vera svo hefðbundið sem hugsazt getur í öllu tilliti öðru en því, að Ijóðin eru óbundin. En í rauninni er það ofur skiljanlegt. Jón úr Vör yrkir Þorpið um þrítugt, fullþroska 46 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.