Birtingur - 01.01.1962, Page 60

Birtingur - 01.01.1962, Page 60
En framhjá gleði yðar, með harm í augum, gengur Fjallkonan við betlistaf. (Þjóðhátíð 1954). Á fimmtán ára afmæli lýðveldisins heitir annað ættjarðarljóð, ort í formi samvizltu- spurninga sem skáldið leggur fyrir þjóð- ina: „Höfum vér þá gleymt þeirri stund, þegar jökulkrýnt landið reis kalt og tigið með dali sína græna og strendur og djúp iðandi af lífi?“ Síðan er minnt á fögnuð okkar á stund frelsisins, „hversu hendur vorar hlógu við nýjum átökum“, og því næst spurt: En nú, en nú . . . Er þá allt þetta gleymt? Höfum vér ekki gert land vort að óvinaríki, og garði fyrir limhá tré óttans, að launsátri dauðans? Höfum vér ekki selt augasteina barna vorra í byssuhlaup auðkónga? Vex nú ekki gras vort, jafnvel gras vort, grænasta gras í heimi upp af innfluttu hatri? Þó að mér hafi einkum dvalizt við hin viðameiri Ijóð, sem höfundurinu ætlar mestan hlut, eru í Vetrarmávum mörg ljóð önnur, sem eru ekki síður umtalsverð, sum þeirra meðal albeztu ljóða Jóns úr Vör, svo sem Draumur Þyrnirósu, Lítil telpa, Hár þitt og Meðan við lifum. Þegar alls er gætt, tel ég Vetrarmáva þroska- mestu og að listgildi beztu bók Jóns úr Vör, en Þorpið heilsteyptasta verk hans. Bagur Sigurðarson: Glutabréf í sólariaginu. Helgafell, Iteykjavík 1958. Árið 1958 gaf Dagur Siguröarson, korn- ungur Reykvíkingur, út ljóðabók sem minnti að anda hreint ekki svo lítið á hið endingarlitla kvæðakver séra Sigurðar í Holti: Hamar og sigð. Dagur gekk með demonstratívri forakt á svig við fjarlæg smáborgarayrkisefni, en beindi sjónum að því sem næst lá eins og ósvikinn raunsæismaður: krónkalli eða vindlingsstúf í göturæsi, róna í svaðinu, hvæsandi bifreið, urrandi mótorhjóli, kú á stöðli, ljósastaur, kaffistofu við Lauga- veginn, ryðkláfi með hlandrósir á klósett- veggjum. Hér var kominn yfirlýstur and-róman- tíker („Die schöne blaue“ Dóná, /allsekki blá heldur/grá og brún og skítug) — en ekki að eðli: jafnvel nafn bókarinnar kem- ur upp um dálítið rómantíska draumhygli, og hún gægist víðar fram þrátt fyrir hetjulega viðleitni að útiloka miskunnar- laust allan slíkan hégóma: Blámi án birtu, birta án sólar er líf mitt án þín. (Lundurinn græni) I baksýn eru blá fjöll yfir þeim töfraslæða ofin úr hvítri velþæfðri ull. (Islenzkt landslag) Hann gekk á hólm við allan yfirdreps- skap, svipti af ásjónu borgarans hverri sýndarslæðu: 54 Birtingur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.