Birtingur - 01.01.1962, Side 70

Birtingur - 01.01.1962, Side 70
heillar setningar. Sum eru eins og þulur, ortar af barni fyrir börn á eins konar tæpitungumáli, blandin ferskri undrun: blindur hrafn veit ekki snjórinn er hvítur eða samblandi af bernskulegri forvitni og leikgleði: geturðu fundið stóri svarti skuggi hvar stend ég hvar stend ég Bókina prýða tuttugu heilsíðumyndir eft- ir listakonuna, svarthvítar, gerðar á gler og síðan ljósprentaðar, margar þeirra mjög skemmtilegar og efalaust að ýmsra dómi markverðari verk en ljóðin. Vilborg Dagbjartsdóttir: Laufið á trjánum, Ijóð. Heimskringla, Reykjavík 1960. Orðið þokki kemur umsvifalaust í hug- ann, þegar maður lítur á þessa bók: lítið brot og viðfelldin hlutföll, framan á hvítri kápu klippmynd eftir höfundinn af svört- um trjástofni og haustlitum laufum. Við opnum kverið: pappírinn mjallhvítur og vandaður, ekki vitund trjákenndur, svo að maður sér hann fyrir sér jafn hvítan að hundrað árum liðnum, titilsíðan snyrtileg og skrumlaus, á næstu opnu aðeins tvær línur, einkunnarorð valin úr ljóði Jóns Óskars i minningu Magnúsar Ásgeirs- sonar: Ég hef setið undir trjónum og hugsað um lauf sumarsins og undarlegt líf þeirra. Ljóðin eru í samræmi við umbúnað þeirra: óbrotin einlæg og hljóðlát, líkt og þeim sé hvíslað í trúnaði að óséðum á- heyranda í von en engri vissu um endur- gjald af sama toga: segðu mér eitthvað sem enginn veit nema þú hvíslaðu að mér því sem enginn má heyra nema ég Höfuðdygð þessara Ijóða er, að þau eru innlifuð og sönn, uppgerðarlausir vitnis- burðir einnar manneskju um það, sem hana hefur glatt og hryggt í veröldinni, líkt og segir í kvæði Guðnýjar Jónsdóttur um veru hennar í Klömbrum: Þar var eg bæði þreytt og aum, þungsinna — hress og ánægð stundum. Hirti ekki par um heimsins glaum. Hafði lítið og nóg í mundum. Græddi þar vin — og missti mest, sem mínu hjarta var sárast fest. Og ég læt mér detta í hug, að svo sem við lesum kvæði Guðnýjar eins og það væri ort í dag, þótt aldarfjórðungar fimm séu liðnir frá burtför hennar, muni beztu ljóð þessa litla kvers standa jafn vel fyrir sínu að fimm aldarfjórðungum liðnum og þau gera nú — og verða lesin með vei- þóknun, ef einhver læs á íslenzk ljóð verður þá ofan foldar. 64 Birtingur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.