Alþýðublaðið - 05.11.1919, Qupperneq 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Þetta er þung ásökun, en höí.
víkur ekki frá henni.
Helztu atriðin, sem honum finst
skifta máli, eru þessi:
1. Höfuðnauðsynjar og fram-
leiðsla hverrar þjóðar verða vegna
almenningsheilla og velferðar að
vera eign þjóðarinnar og undir
umsjá hennar.
2. Það er lífsskilyrði að þjóðin
hefjist handa til að halda einstaka
vörum, svo sem kolum og timbri.
3. Svo og að ríkið hafi hönd í
bagga með öllum vöruflutningi.
4. Það hefir sannast, að hagn-
aðarvon einstaklinganna er ekki
til aÖ auka né útbreiða fram-
leiðsluna.
6. Krafan um eign hins opin-
bera er um heim allan orðin
afarsterk síðustu 20 árin og hefir
borið svo góðan árangur, að aldrei
hefir heyrst, að ríki eður borg
hafi látið af hendi fenginn eignar-
rétt. -f-
Spitzbergen.
Ein af ráðstöfunum friðarráð-
stefnunnar er sú, að Noregur fái
Spitzbergen til eignar og umráða.
Varð Norðmönnum þetta hið mesta
gleðiefni, því menn höfðu borið
kvíðboga fyrir því, að Englending-
ar myndu, sökum þess hve landið
er kolaauðugt, skoða það sem
hættulegan keppinaut í framtíð-
inni, og því slá eign sinni á það-
Þessi ráðstöfun mun hafa mælst
vel íyrir, því landið liggur næst
Noregi allra landa, enda kannað
og numið af Norðmönnum og Sví-
um að mestu. Norðmenn hafa nú
um nokkurra ára skeið starírækt
þar stórar kolanámur og voru
Englendingar og Rússar einnig
byrjaðir á því fyrir ófriðinn.
'Spitzbergen (Tindafjöll) er eyja-
klasi í Norðuríshufinu norður af
Noregi. Liggja þær milli 76 og 80
br.gr. en 5 br.gráðum (300 sjó-
mílum) norðar en nyrsti oddi Nor-
egs. Eyjarnar eru hálendar, strend-
urnar vogskornar og sæbrattar.
Að flatarmáli eru þær 64.000 km.
□ eða nær 2/3 af flatarmáli ís-
lands, en stærsta eyjan, Vest, er
nál. 40.000 km, Q
Loftslagið er mjög milt eftir'
legu landsins, er það því að þakka
að Golfstraumurinn streymir að
suðvesturströndinni. Mestur hiti er
13° Cels. en kuldi h-35°. Veðr-
átta er þar mjög óstöðug og þok-
ur miklar. Á veturna umlykur haf-
ís strendurnar en á sumrin eru
þær auðar, einkum vesturströndin.
Jurtagróður og dýralíf er þar fá-
skrúðugt sem í öðrum heimskauta-
löndum, en mikið er þar af ein-
stökum tegundum dýra, svo sem,
blárefum, ísbjörnum, hreindýrum,
og í sjónum, rostungum, selum og
mikið af fugli. Fiskimið eru þar
góð og kemur þar mikið af sel-
veiðaskipum og öðrum fiskiskipum
á hverju ári.
Þangað kom mikið af ferða-
mönnum fyrir stríðið og komu
þýzku skemtiskipín er hingað komu
fyrir stríðið þar venjulega við í
leiðinni.
Það er því eigi lítið happ fyrir
Norðmenn að hafa hlotið landið
til eignar, og má segja að það
hafi verið happ fyrir Norðurlanda-
þjóðirnrr yfirleitt, því nú þurfa
þær væntanlega ekki lengur að
vera komnar uppá Englendinga
með kol. X
títlenðar jréttir.
Pýzkaland.
Ríkisskuldir þess eru nú 212
miljarðar marka, að ótaldri her-
kostnaðarskuldinni, sem Þjóðverj-
ar eiga að greiða bandamönnum.
En allur þjóðarauður Þýzkalands
er talinn 250 miljarðar marka.
Fjármálaráðherrann þýzki, Erz-
berger, sagði fyrir nokkrum dög-
um í þinginu, að yrði Þýzkaland
gjaldþrota, mundi það draga Frakk-
land með sér í gjaldþrotin.
Pjóðverjar setja fejark í sig.
Þjóðverjar hafa neitað að taka
þátt í hafnbanni því á Rússlandi,
er Bandamenn vilja koma á, til
þess að yfirbuga Bolsivíka.
frá geicjíu.
Fá lönd hafa vakið eins mikið
umtal síðustu árin eins og Belgía,
og engri þjóð, sem orðið hefir
fyrir áföllum í stríðinu, hefir verið
vorkent jafnmikið og Belgjum, og
hafa þó ýmsar þjóðir verið enn
harðar leiknir en þeir, í ófriðnum,
t. d. Pólverjar og Serbar, að ó-
nefndum Armeningum, sem öllum
þjóðum hafa verið verst leiknir
nú stríðsárin.
Kosningar eiga að fara fram í
Belgíu 16. nóvember (daginn eftir
að kosið er hér á íslandi til Al-
þingis).
í Belgíu er kosningaskijlda
þannig, að hver kjósandi er skgld-
ugur að greiða atkvæði, að við-
lagðri hegningu, ef heima er setið.
Kosningarétturinn var þar fyrir
stríðið þannig, að allir fullorðnir
karlmenn, höfðu atkvæðisétt, en
verkamenn höfðu að eins eitt at-
kvæði hver, en heldri menn 2—3
atkvæði hver, eftir efnum og á-
stæðum. Nú hefir þessum órétt-
látu kosningarlögum verið breytt,
og við kosningar þær, sem íram
eiga- að fara, hafa allir þeir, sem
tvítugir eru eða meira, kosningar-
rjett, nvort það er karl eða kona,
og enginn nema eitt atkvæði,
hvað ríkur sem hann svo er eða.
bóklærður.
Hslaað viðnrkennir
3 ný ríki.
Fyrir skömmu barst hingað
símfregn um það, að Norðurlönd,
og þá um leið ísland, hefðu við-
urkent sjálfstæði þriggja nýrra
ríkja á Eystrasaltsströndum Rúss-
lands, nefnilega Eistlands, Latívu.
og Líthár.
Ríki þessi hafa samtals nær 10
milj. íbúa. Voru þau áður undir
Rússastjórn og hétu Eistland, Liv-
land, Kurland og Lithauen.
Latívu og Líthá byggja Lettar
og Litháar og eru þær þjóðir af
sama kynstofni og aðrar Vestur-
Evrópuþjóðir. En Eistland byggja
Eistur, sem eru í ætt við Finna,