Austurland


Austurland - 30.12.1987, Side 1

Austurland - 30.12.1987, Side 1
Austurland Þarftu ekki að láta athuga hjólastillinguna á bílnum þínum? BENNI & SVENNI S 61399 & 61499 Aramótin undirbúin Landsmenn búa sig nú undir að kveðja árið 1987 og fagna nýju ári. Án efa verður mikið sprengt af fírverki hverskonar á gamlárs- kvöld auk þess sem kveikt verður í áramótabrennum víða unr land. Krakkarnir í Neskaupstað láta ekki sitt eftir liggja í þeim efnum og þar verða tvær brennur á gaml- árskvöld. Önnur er reist af krökk- um á Bökkunum og stendur hún skammt ofan vitans. Krakkar úr innbænum hafa reist aðra brennu og stendur hún skammt ofan við fiskverkunarstöð Mána. Á myndihni ti! hægri standa nokkrir vaskir innbæingar á sínum bálkesti og á neðri myndinni eru Bakkabúarnir, öllu yngri að árum, en bæta það upp með fjöldanum. Pá mun Gerpir, björgunarsveit SVFÍ, verða með flugeldasýningu á Bakkatúni kl. 21 á gamlárskvöld og eins munu þeir félagar verða með flugelda við brennurnar. Klukkan 20 verður kveikt í brenn- unni í innbænum en krakkarnir á Bökkunum voru ekki með tíma- setninguna á hreinu þegar við ræddum við þau. hb bestu óskir Austurland sendir lesendum sínum um gleðilegt nýtt ár Neskaupstadur Síldarvinnslan athugar hagkvæmni laxeldis Síldarvinnslan hf. í Neskaup- stað hefur látið vinna fyrir sig áætlun að 150 tonna laxeldisstöð á Norðfirði. Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri Síldarvinnsl- unnar sagði í samtali við AUSTURLAND að nú væri lokið við að gera hagkvæmnisá- ætlun fyrir slíka stöð og að henni fengini reiknaði hann með að ekki yrði farið út í þessa fram- kvæmd strax. Finnbogi sagði hins vegar að áfram yrði unnið að málinu og fyrirtækið hefði fullan hug á að leita samstarfsaðila í þetta verk- efni og þó svo að fyrirtækið hefði staðið fyrir athugunum á hagkvæmni laxeldisins þá væri ekki víst að það myndi sjálft standa fyrir slíkri stöð, þó áhugi væri fyrir hendi hjá fyrirtækinu að vera með í stofnun hennar. hb Norskt jóiatré í Neskaupstað Skömmu fyrir jól var sett upp í Neskaupstað 12 metra hátt jólatré sem er gjöf vinabæjarins Stavanger í Noregi. Ljósin á trénu voru tendruð við hátíðlega athöfn með lúðra- blæstri, ávarpi bæjarstjóra og heimsókn jólasveina. Prátt fyrir úrhellis rigningu og rok meðan á athöfninni stóð voru fjölmarg- ir viðstaddir, en þetta er í fyrsta sinn sem Norðfirðingum berst slík gjöf frá vinabæ. hb Jólatréð norska í Neskaupstað. Lúðrasveit Tónskóla Neskaupstaðar lét rigninguna og rokið ekki ú sig fú. Hér sjúst nokrir hljóðfœraleikarar úsamt Jóni Lundberg stjórnanda sveitarinnar. Myndir hb NESVlDEÓ © 71780 Sjónvörp Myndbönd ■■ VI Myndlyklar

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.