Austurland


Austurland - 30.12.1987, Blaðsíða 2

Austurland - 30.12.1987, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 30. DESEMBER 1987. Austurland MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Útgefandi: Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson og Smári Geirsson Ritatjóri: Haraldur Bjarnason (ábm.) ® 71750 og 71756 Auglýsingar og dreifing: Áshildur Sigurðardóttir S 71571 og 71629 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Egilsbraut 11 -Pósthólf 31 • 740 Neskaupstaður ■ S 71750 og 71571 Prentun: Nesprent Fiskveiðistefnan Ríkisstjórn Porsteins Pálssonar hefur nú verið við völd í hálft ár. Hún hefur sannað það á þessum stutta tíma að vera ein harðasta hægri stjóm sem ríkt hefur á íslandi frá því lýðveldi var stofnað. Aðild Alþýðuflokksins að ríkisstjórninni hefur ekki breytt neinu og formaður þess flokks í embætti fjármálaráð- herra hamast nú við að þyngja skattbyrðar á almenningi með neyslusköttum á nauðþurftir. Landsbyggðin fer verr út úr samskiptunum við ríkisvaldið en höfuðborgarsvæðið og ójöfnuður fer hraðvaxandi. Þetta birtist mönnum í opinberum hækkunum fyrir rafmagn, síma og aðra þjónustu. Rafhitunartaxtar hafa hækkað um 45% á þessu ári og hækka enn eftir áramótin vegna minnkandi niðurgreiðslna á raf- orku. Almennur heimilistaxti raforku til ljósa og eldunar er nú 36% hærri hjá Rarik en hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og er bilið stöðugt að gleikka. Prátt fyrir þessa háu taxta er gert ráð fyrir 400 milljón króna rekstrarhalia hjá Rafmagnsveitum ríkisins á næsta ári, þannig að mikill þrýstingur verður á viðbótarhækkanir, sem bitna á landsbyggðarfólki. ' ’y- •' ■' f n*-,.,, x Fiskveidistefna og smábátar Sjávarútvegsráðherra kvartar sáran yfir að fá ekki samþykkt lög um fiskveiðistjórnun fyrir áramót. Frumvarp ráðherrans kom ekki fram á Alþingi fyrr en 4. desember um svipað leyti og fjölmörg skattafrumvörp Jóns Baldvins. Þó er ljóst að það hefði hlotið samþykki þingsins fyrir jól, ef ekki væru í því ákvæði sem vega sérstaklega að smábátaútgerð. Ráðherrann vill setja kvóta á neta- veiðar smábáta og fjölga banndögum á handfæraveiðum. Pessu hefur stjórnarandstaðan mótmælt kröftuglega svo og nokkrir þing- menn úr stuðningsliði ríkisstjórnarinnar. Nokkur byggðarlög á Austurlandi og Norðurlandi eiga allt sitt undir smábátaútgerð. Pað er tilræði við þau og marga aðra að veikja til muna grundvöll trilluútgerðar. Vonandi tekst að ná fram einhverjum lagfæringum, áður en þetta frumvarp sem gilda á næstu þrjú ár verður lögfest. Aðvörun til sveitarfélaga Ríkisstjórnin ætlaði sér að lögfesta frumvarp um breytta verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga nú fyrir áramótin. Stjórnarandstað- an kom í veg fyrir það fljótræði. Byrjað er á öfugum enda í þessu máli. Sveitarfélögum og Jöfnunarsjóði þeirra eru ekki tryggðar tekjur til að standa undir auknum verkefnum eða til að ljúka við hálfkláruð verkefni. Frumvarpið hefur ekki verið borið undir eina einustu sveitarstjórn enn sem komið er. Þessu verklagi ættu sveit- arstjórnarmenn að mótmæla og varast að ganga í gildru ríkisvalds- ins eina ferðina enn. Hjörleifur Guttormsson. Óskum Eskifjörður viðskiptavinum okkar og starfsfólki Egilsstaðabær Búðahreppur Gleðilegs Hafnarhreppur nýárs Reyðarfjarðarhreppur Vopnafjarðarhreppur Verkalýðsfélag Norðfirðin ga óskar félögum sínum og annarri austfirskri alþýðu gleðilegs nýárs Gleðilegt nýár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Saltsalan hf. Hjarðarhaga 17 Reykjavík S 91-11120

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.